Arsenal á toppinn og Ajax á enn möguleika | Úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2013 19:15 Nordic Photos / Getty Images Kolbeinn Sigþórsson á enn möguleika á að spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þökk sé frábærum sigri Ajax á Barcelona í kvöld. Kolbeinn missti af leiknum í kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleiknum gegn Króatíu á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum. Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, var heldur ekki með vegna meiðsla. Hollendingarnir nýttu sér fjarveru Messi til hins ítrasta og komust í 2-0 forystu áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Joel Veltman fékk svo að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks og Xavi minnkaði muninn úr vítaspyrnu. En nær komst Barcelona ekki en liðið er þrátt fyrir tapið enn á toppi riðilsins með tíu stig. Börsungar eru öruggir með sæti í 16-liða úrslitum en það verður hreinn úrslitaleikur á milli AC Milan og Ajax í lokaumferð riðlakeppninnar þann 11. desember næstkomandi um hvort liðið fylgi spænsku risunum áfram. AC Milan dugir jafntefli í leiknum þar sem liðið er með átta stig eftir öruggan 3-0 sigur á Celtic í kvöld. Ajax komst upp í sjö stig með sigrinum í kvöld. Jack Wilshere skoraði sína fyrstu tvennu fyrir Arsenal í kvöld er liðið hafði betur gegn Marseille á heimavelli, 2-0. Arsenal er á toppi F-riðils en Dortmund og Napoli eru bæði með níu stig. Wilshere skoraði fyrra mark sitt í kvöld eftir aðeins 32 sekúndur. Mesut Özil fékk svo tækifæri til að auka muninn en slök vítaspyrna hans var varin. Wilshere tryggði svo sigur Arsenal í síðari hálfleik. Dortmund og Napoli geta jafnað Arsenal að stigum í lokaumferðinni og ræður þá árangur í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða því hvaða tvö komast áfram í 16-liða úrslitin. Dortmund hafði betur gegn Napoli, 3-1, í Þýskalandi í kvöld þar sem að heimamenn óðu í færum. Chelsea tapaði fyrir Basel í Sviss, 1-0, en tryggði engu að síður sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem að Schalke gerði markalaust jafntefli við Steaua Búkarest í hinum leik riðilsins.ÚrslitE-riðillBasel - Chelsea 1-0 1-0 Mohamed Salah (87.).Steaua Búkarest - Schalke 0-0Staðan: Chelsea 9, Basel 8, Schalke 7, Steaua Búkarest 3.F-riðillArsenal - Marseille 2-0 1-0 Jack Wilshere (1.), 2-0 Jack Wilshere (65.).Dortmund - Napoli 3-1 1-0 Marco Reus, víti (10.), 2-0 Jakub Blaszczykowski (60.), 2-1 Lorenzo Insigne (71.), 3-1 Pierre-Emerick Aubemeyang (78.).Staðan: Arsenal 12, Dortmund 9, Napoli 9, Marseille 0.G-riðillZenit - Atletico Madrid 1-1 0-1 Adrian (53.), 1-1 Toby Alderweireld, sjálfsmark (74.).Porto - Austria Vín 1-1 0-1 Roman Kienast (11.), 1-1 Jackson Martinez (48.)Staðan: Atletico Madrid 13, Zenit 6, Porto 4, Austria Vín 2.H-riðillCeltic - AC Milan 0-3 0-1 Kaka (13.), 0-2 Cristian Zapata (49.), 0-3 Mario Balotelli (59.).Ajax - Barcelona 2-1 1-0 Thulani Serero (19.), 2-0 Danny Hoesen (41.), 2-1 Xavi, víti (49.). Rautt spjald: Joel Veltman, Ajax.Staðan: Barcelona 10, AC Milan 8, Ajax 7, Celtic 3. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson á enn möguleika á að spila í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þökk sé frábærum sigri Ajax á Barcelona í kvöld. Kolbeinn missti af leiknum í kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleiknum gegn Króatíu á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum. Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, var heldur ekki með vegna meiðsla. Hollendingarnir nýttu sér fjarveru Messi til hins ítrasta og komust í 2-0 forystu áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Joel Veltman fékk svo að líta rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks og Xavi minnkaði muninn úr vítaspyrnu. En nær komst Barcelona ekki en liðið er þrátt fyrir tapið enn á toppi riðilsins með tíu stig. Börsungar eru öruggir með sæti í 16-liða úrslitum en það verður hreinn úrslitaleikur á milli AC Milan og Ajax í lokaumferð riðlakeppninnar þann 11. desember næstkomandi um hvort liðið fylgi spænsku risunum áfram. AC Milan dugir jafntefli í leiknum þar sem liðið er með átta stig eftir öruggan 3-0 sigur á Celtic í kvöld. Ajax komst upp í sjö stig með sigrinum í kvöld. Jack Wilshere skoraði sína fyrstu tvennu fyrir Arsenal í kvöld er liðið hafði betur gegn Marseille á heimavelli, 2-0. Arsenal er á toppi F-riðils en Dortmund og Napoli eru bæði með níu stig. Wilshere skoraði fyrra mark sitt í kvöld eftir aðeins 32 sekúndur. Mesut Özil fékk svo tækifæri til að auka muninn en slök vítaspyrna hans var varin. Wilshere tryggði svo sigur Arsenal í síðari hálfleik. Dortmund og Napoli geta jafnað Arsenal að stigum í lokaumferðinni og ræður þá árangur í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða því hvaða tvö komast áfram í 16-liða úrslitin. Dortmund hafði betur gegn Napoli, 3-1, í Þýskalandi í kvöld þar sem að heimamenn óðu í færum. Chelsea tapaði fyrir Basel í Sviss, 1-0, en tryggði engu að síður sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem að Schalke gerði markalaust jafntefli við Steaua Búkarest í hinum leik riðilsins.ÚrslitE-riðillBasel - Chelsea 1-0 1-0 Mohamed Salah (87.).Steaua Búkarest - Schalke 0-0Staðan: Chelsea 9, Basel 8, Schalke 7, Steaua Búkarest 3.F-riðillArsenal - Marseille 2-0 1-0 Jack Wilshere (1.), 2-0 Jack Wilshere (65.).Dortmund - Napoli 3-1 1-0 Marco Reus, víti (10.), 2-0 Jakub Blaszczykowski (60.), 2-1 Lorenzo Insigne (71.), 3-1 Pierre-Emerick Aubemeyang (78.).Staðan: Arsenal 12, Dortmund 9, Napoli 9, Marseille 0.G-riðillZenit - Atletico Madrid 1-1 0-1 Adrian (53.), 1-1 Toby Alderweireld, sjálfsmark (74.).Porto - Austria Vín 1-1 0-1 Roman Kienast (11.), 1-1 Jackson Martinez (48.)Staðan: Atletico Madrid 13, Zenit 6, Porto 4, Austria Vín 2.H-riðillCeltic - AC Milan 0-3 0-1 Kaka (13.), 0-2 Cristian Zapata (49.), 0-3 Mario Balotelli (59.).Ajax - Barcelona 2-1 1-0 Thulani Serero (19.), 2-0 Danny Hoesen (41.), 2-1 Xavi, víti (49.). Rautt spjald: Joel Veltman, Ajax.Staðan: Barcelona 10, AC Milan 8, Ajax 7, Celtic 3.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Sjá meira