Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram á Selfossi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins upplýsti á fundinum að farin verði blönduð leið skuldaniðurfellinga og aðgerða í gegnum skattkerfið.
Gert er ráð fyrir því að starfshópur Sigmundar um skuldaniðurfellingarnar skili af sér tillögum í næstu viku.
Samkvæmt Sigmundi verður útfærslan því blanda af skuldaniðurfellingu Framsóknar og aðgerðum í gegnum skattkerfið líkt og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til.
