Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 19-19 | Jafntefli í háspennuleik Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 23. nóvember 2013 15:45 Haukar og FH gerðu jafntefli, 19-19, í slagnum um Hafnarfjörð í dag. Leikurinn var spennandi allan tímann og liðin skiptust á forystu í leiknum. Haukar fengu tækifæri að komast yfir á síðustu sekúndum leiksins en fengu ruðning dæmdan á sig. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Liðin skiptust á að skora og lítið um varnir á löngum köflum. Bæði lið náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í hálfleiknum. Mikið var um sóknamistök hjá báðum liðum og fengu þau hraðaupphlaup upp frá þeim. Markmenn beggja liða höfðu hægt um sig í fyrri hálfleik. Línumaður FH, Berglind Björgvinsdóttir, var drjúg fyrir sitt lið í fyrri hálfleik og skoraði fjögur mörk. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik betur og náðu tveggja marka forystu eftir korters leik. Slæmur kafli hjá Haukum og FH gekk á lagið. FH fékk tækifæri á því að komast þremur mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru eftir. FH-stúlkum mistókst það og Haukar skoruðu þrjú mörk í röð og komnar einu marki yfir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Haukar fengu tækifæri að komast yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. Dómarar leiksins dæmdu ruðning á Hauka og þjálfarateymið var allt annað en sátt með það. Leikurinn endaði því með jafntefli 19-19 og slagurinn um Hafnarfjörð verður því frystur í bili. Fyrir Heimastúlkur var Viktoría Valdimarsdóttir atkvæðamest með fimm mörk. Hjá FH-ingum var það Berglind Ósk Björgvinsdóttir sem skoraði sjö mörk og var Haukavörninni erfið. Halldór: Varnarleikurinn var allt í lagi„Ég er ekki sáttur með þetta. Við hefðum geta unnið leikinn ef við hefðum spilað almennilega hérna á lokakaflanum,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ósáttur eftir leikinn. „Ég er ósáttur með öll þau tækifæri sem við klúðrum frá okkur. Við hefðum viljað eitthvað aukalega en fengum það ekki í þessum leik því miður.“ „Við vorum ósátt í lokin og okkur fannst halla verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum að hitta oft á það í undanförum leikjum, því miður.“ „Ég get þó verið sáttur með að liðið hafi bara fengið á sig nítjan mörk. Þótt að mörg þessara marka vill ég meina að við eigum að geta stoppað. Þannig að mér fannst varnarleikurinn allt í lagi en sóknaleikurinn ekki eins góður,“ sagði Halldór Harri að lokum. Magnús: Dómararnir fóru að dæma í aðra áttina„Ég er nokkuð sáttur með stig úr leiknum. Við erum í smá ástandi núna. Töluvert um meiðsli í liðinu þessa dagana. Þannig að við göngum nokkuð sátt með eitt stig héðan,“ sagði Magnús Sigmundsson, þjálfari FH-inga eftir leikinn. „Á kaflanum þegar við fáum þrjú mörk í röð á okkur og hleypum þeim aftur inn í þetta að þá breyttist dálítið inn á vellinum sem við gátum ekki ráðið við. Ég ætla ekki að segja hvað breyttist en það breyttist eitthvað,“ sagði Magnús og átti líklega við dómgæsluna. „Við héldum okkar hraða og krafti en það breyttist eitthvað eins og sagði áðan. Eftir að Haukarnir fengu gult spjald á bekkinn breyttist allt.“ Þú ert þá væntanlega að tala um dómsgæsluna? nú voru þjálfarar Haukar allt annað en sáttir með dómgæsluna hérna í lokin. Hvað segir þú um það? „Ég veit það nú ekki. Ég held að þau geta nú ekki verið ósátt með dómgæsluna síðasta korterið. Það hallaði verulega á okkur. Eins og ég sagði áðan að þá héldum við okkar striki en dómararnir fóru að dæma í aðra áttina,“ sagði Magnús. „Heilt yfir er ég sáttur. Það er eins með dómara og leikmenn. Þeir geta átt misjafna daga og þeir áttu slæman dag í dag,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Haukar og FH gerðu jafntefli, 19-19, í slagnum um Hafnarfjörð í dag. Leikurinn var spennandi allan tímann og liðin skiptust á forystu í leiknum. Haukar fengu tækifæri að komast yfir á síðustu sekúndum leiksins en fengu ruðning dæmdan á sig. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Liðin skiptust á að skora og lítið um varnir á löngum köflum. Bæði lið náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í hálfleiknum. Mikið var um sóknamistök hjá báðum liðum og fengu þau hraðaupphlaup upp frá þeim. Markmenn beggja liða höfðu hægt um sig í fyrri hálfleik. Línumaður FH, Berglind Björgvinsdóttir, var drjúg fyrir sitt lið í fyrri hálfleik og skoraði fjögur mörk. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik betur og náðu tveggja marka forystu eftir korters leik. Slæmur kafli hjá Haukum og FH gekk á lagið. FH fékk tækifæri á því að komast þremur mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru eftir. FH-stúlkum mistókst það og Haukar skoruðu þrjú mörk í röð og komnar einu marki yfir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Haukar fengu tækifæri að komast yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. Dómarar leiksins dæmdu ruðning á Hauka og þjálfarateymið var allt annað en sátt með það. Leikurinn endaði því með jafntefli 19-19 og slagurinn um Hafnarfjörð verður því frystur í bili. Fyrir Heimastúlkur var Viktoría Valdimarsdóttir atkvæðamest með fimm mörk. Hjá FH-ingum var það Berglind Ósk Björgvinsdóttir sem skoraði sjö mörk og var Haukavörninni erfið. Halldór: Varnarleikurinn var allt í lagi„Ég er ekki sáttur með þetta. Við hefðum geta unnið leikinn ef við hefðum spilað almennilega hérna á lokakaflanum,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ósáttur eftir leikinn. „Ég er ósáttur með öll þau tækifæri sem við klúðrum frá okkur. Við hefðum viljað eitthvað aukalega en fengum það ekki í þessum leik því miður.“ „Við vorum ósátt í lokin og okkur fannst halla verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum að hitta oft á það í undanförum leikjum, því miður.“ „Ég get þó verið sáttur með að liðið hafi bara fengið á sig nítjan mörk. Þótt að mörg þessara marka vill ég meina að við eigum að geta stoppað. Þannig að mér fannst varnarleikurinn allt í lagi en sóknaleikurinn ekki eins góður,“ sagði Halldór Harri að lokum. Magnús: Dómararnir fóru að dæma í aðra áttina„Ég er nokkuð sáttur með stig úr leiknum. Við erum í smá ástandi núna. Töluvert um meiðsli í liðinu þessa dagana. Þannig að við göngum nokkuð sátt með eitt stig héðan,“ sagði Magnús Sigmundsson, þjálfari FH-inga eftir leikinn. „Á kaflanum þegar við fáum þrjú mörk í röð á okkur og hleypum þeim aftur inn í þetta að þá breyttist dálítið inn á vellinum sem við gátum ekki ráðið við. Ég ætla ekki að segja hvað breyttist en það breyttist eitthvað,“ sagði Magnús og átti líklega við dómgæsluna. „Við héldum okkar hraða og krafti en það breyttist eitthvað eins og sagði áðan. Eftir að Haukarnir fengu gult spjald á bekkinn breyttist allt.“ Þú ert þá væntanlega að tala um dómsgæsluna? nú voru þjálfarar Haukar allt annað en sáttir með dómgæsluna hérna í lokin. Hvað segir þú um það? „Ég veit það nú ekki. Ég held að þau geta nú ekki verið ósátt með dómgæsluna síðasta korterið. Það hallaði verulega á okkur. Eins og ég sagði áðan að þá héldum við okkar striki en dómararnir fóru að dæma í aðra áttina,“ sagði Magnús. „Heilt yfir er ég sáttur. Það er eins með dómara og leikmenn. Þeir geta átt misjafna daga og þeir áttu slæman dag í dag,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira