Þrándur Gíslason leikmaður Akureyrar, fékk rautt spjald í leik Akureyrar og ÍR í níundu umferð Olísdeildar karla í handbolta í Höllinni á Akureyri í kvöld. Akureyrarliðið náði að vinna leikinn og enda fjögurra leikja taphrinu.
Þrándur fékk sinn þriðja brottrekstur fyrir klaufalegt brot í byrjun seinni hálfleiks en hann hafði þá skorað 4 mörk úr 4 skotum. Hann var þó ekki tilbúinn að gefast upp og ætlaði að gera sitt í að hjálpa sínum mönnum að tryggja sér sigurinn.
„Þrándur Gíslason heldur áfram að fara á kostum hér upp í stúku, hann er auðveldlega líflegasti stuðningsmaður heimamanna hér í seinni hálfleik og er núna kominn með trommu!," skrifaði Birgir H. Stefánsson, blaðamaður Vísis, í textalýsingu sinni frá leiknum í kvöld.
Stuðningurinn fór vel í liðsfélaga hans í Akureyrarliðinu því þeir tryggðu sér sigur með því að vinna síðustu ellefu mínútur leiksins. 8-3.
Fékk rautt spjald en endaði leikinn á trommunum upp í stúku
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn
