Fótbolti

Messilausir Börsungur fóru sneypuför í gryfju Baska

Barcelona lenti í bullandi vandræðum í Baskahéraði.
Barcelona lenti í bullandi vandræðum í Baskahéraði. Nordicphotos/Getty
Barcelona varð að sætta sig 1-0 ósigur þegar liðið sótti Atletic Bilbao heim í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fyrsta tap Barcelona í deildinni á tímabilinu því staðreynd.

Barcelona saknaði Messi sárt því liðið átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi á þessum erfiða heimavelli helsta knattspyrnuliðs Baska.

Atletic Bilbao lék leikinn í raun frábærlega. Liðið varðist vel og hélt færum Barcelona í lágmarki og nýtti skyndisóknir sínar. Muniain skoraði eina markið á 70 mínútu eftir sendingu Susaeta.

Barcelona er þó enn á toppi deildarinnar en liðið er með jafn mörg stig og Atletico Mardid, 40 stig í 15 leikjum. Real Madrid er þremur stigum á eftir.

Atletic Bilbao er í fjórða sæti með 29 stig, átta stigum minna en Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×