Fótbolti

Chelsea pakkaði PSG saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cole Palmer fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Cole Palmer fagnar öðru marka sinna í kvöld. vísir/getty

Chelsea er heimsmeistari félagsliða en félagið vann úrslitaleikinn gegn PSG, 3-0, í New Jersey í kvöld.

Cole Palmer var í miklu stuði í liði Chelsea en hann sá til þess að liðið leiddi 3-0 í hálfleik. Skoraði fyrstu tvö mörkin og Joao Pedro bætti svo þriðja markinu við rétt fyrir hlé.

Meistaradeildarmeistarar PSG voru algjörlega slegnir út af laginu og náðu ekki að snúa þessu erfiða tafli sér í vil í síðari hálfleik.

Pirringur þeirra náði hámarki á lokamínútum leiksins er Joao Neves lét reka sig af velli.

Frábær frammistaða hjá Chelsea og lofar góðu fyrir komandi vetur í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×