Walesverjinn Gareth Bale fyllti hedur betur í skarð Cristiano Ronaldo í 4-0 sigri á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Óhætt er að segja að yfirburðir heimamanna hafi verið miklir. Þeir sóttu án afláts frá fyrstu mínútu og aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Bale opnaði markareininginn með skalla af stuttu færi eftir rúmlega hálftíma leik og Karim Benzema skoraði af stuttu færi á 36. mínútu eftir undirbúning Bale.
Walesverjinn bætti við tveimur mörkum, eitt með hvorum fæti, áður en yfir lauk og því fullkomin þrenna og stoðsending afrakstur dýrasta knattspyrnumanns í heimi.
Með sigrinum minnkaði Real Madrid muninn í toppliðin í þrjú stig en Barcelona getur aukið muninn aftur er liðið sækir Athletic Bilbao heim annað kvöld.
Bale skoraði fullkomna þrennu og lagði upp fjórða
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn



Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn




Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn