Sport

Einar Daði keppti á Aðventumóti Ármanns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Daði Lárusson.
Einar Daði Lárusson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Frjálsíþróttamenn tóku smá forskot á innanhússkeppnistímabilið í dag þegar Ármenningar héldu árlegt Aðventumót sitt í Laugardalshöllinni.

Fæstir keppenda eru reyndar komnir í fullt keppnisform en þeir notuðu mótið því til að sjá hvar þeir standa.

Það vakti athygli að tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson úr ÍR keppti í 60 metra hlaupi á mótinu en hann hefur ekkert keppt á árinu vegna meiðsla. Einar Daði kom fjórði í mark á 7,40 sekúndum en hann á best hlaup upp á 7,05 sekúndur innanhúss.

Haraldur Einarsson úr UMF.Vöku vann 60 metra hlaupið þegar hann kom í mark á 7,13 sekúndum en ÍR-ingarnir Stefán Velemir (7,26 sekúndur) og Juan Ramón Borges Bosque (7,27 sekúndur) komu næstir í mark. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×