Opið hús SVFR í kvöld Karl Lúðvíksson skrifar 6. desember 2013 16:25 Félagsmenn SVFR fagna að venju þegar fyrsta Opna Hús vetrar er haldið hverju sinni enda alltaf glatt á hjalla þar á bæ á þessum dögum. Það eru þó allir ávalt velkomnir og um að gera fyrir þá sem þekkja ekki þennan góða félagsskap að kíkja í kvöld. Fyrir þá sem eru ekki vissir um staðsetninguna þá er ekið veginn milli Gömlu Rafstöðvar (Stóra Hvíta byggingin) í Elliðaárdalnum og húsana þar þar ofan við inn í portið til vinstri. Best að hafa þetta bara einfalt svo allir rati rati alla leið. Hér er tilkynning frá SVFR. "Nú er komið að því að hin yndislega skemmtinefnd hefur störf að nýju eftir að hafa veitt yfir sig í sumar. Dagskráin er óðum að taka á sig mynd og verður endanlega dagskrá send á félagsmenn innan tíðar. Opið hús verður semsagt hjá skemmtinefnd SVFR þann 6. desember næstkomandi og fara herlegheitin fram í sal SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Eins og áður þá opnar húsið klukkan 20:00, en formleg dagskrá hefst klukkan 20:30. Sú breyting verður höfð á að fyrirfram verður send út dagskrá og tímasetningar hvers dagskrárliðs fyrir sig. Af nógu er að taka og ekki seinna vænna en að veiðimenn fjölmenni til þess að ræða saman um nýliðið veiðisumar og spá í spilin fyrir komandi veiðisumar 2014. Dagskráin: 20:30 - Guðni Guðbergsson frá Veiðimálastofnun kemur og ræðir um veiðitölur frá nýliðnu sumri, hver staðan sé og við hverju megi búast á komandi veiðisumri. Þetta er klárlega fyrirlestur sem enginn má láta fram hjá sér fara, enda oft á tíðum mjög áhugavert að rýna í tölurnar. 21:45 - Veiði-Quiz hefur göngu sína. Um er að ræða spurningarleik í anda pub-quiz sem mun reyna á kunnáttu veiðimanna bæði í sambandi við veiði og sögu Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Tveir og tveir eru saman í liði og munu þeir svara spurningum saman á tilheyrandi svarblað og skila síðan inn, vegleg verðlaun eru fyrir flest rétt svör. 23:00 - Menn skeggræða um veiði, sötra á guðaveigunum fram eftir kvöldi og leysa vandræði núverandi ríkisstjórnar. Kveðja Skemmtinefnd SVFR" Við óskum félagsmönnum SVFR og þeirra félögum góðrar skemmtunar í kvöld. Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Félagsmenn SVFR fagna að venju þegar fyrsta Opna Hús vetrar er haldið hverju sinni enda alltaf glatt á hjalla þar á bæ á þessum dögum. Það eru þó allir ávalt velkomnir og um að gera fyrir þá sem þekkja ekki þennan góða félagsskap að kíkja í kvöld. Fyrir þá sem eru ekki vissir um staðsetninguna þá er ekið veginn milli Gömlu Rafstöðvar (Stóra Hvíta byggingin) í Elliðaárdalnum og húsana þar þar ofan við inn í portið til vinstri. Best að hafa þetta bara einfalt svo allir rati rati alla leið. Hér er tilkynning frá SVFR. "Nú er komið að því að hin yndislega skemmtinefnd hefur störf að nýju eftir að hafa veitt yfir sig í sumar. Dagskráin er óðum að taka á sig mynd og verður endanlega dagskrá send á félagsmenn innan tíðar. Opið hús verður semsagt hjá skemmtinefnd SVFR þann 6. desember næstkomandi og fara herlegheitin fram í sal SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Eins og áður þá opnar húsið klukkan 20:00, en formleg dagskrá hefst klukkan 20:30. Sú breyting verður höfð á að fyrirfram verður send út dagskrá og tímasetningar hvers dagskrárliðs fyrir sig. Af nógu er að taka og ekki seinna vænna en að veiðimenn fjölmenni til þess að ræða saman um nýliðið veiðisumar og spá í spilin fyrir komandi veiðisumar 2014. Dagskráin: 20:30 - Guðni Guðbergsson frá Veiðimálastofnun kemur og ræðir um veiðitölur frá nýliðnu sumri, hver staðan sé og við hverju megi búast á komandi veiðisumri. Þetta er klárlega fyrirlestur sem enginn má láta fram hjá sér fara, enda oft á tíðum mjög áhugavert að rýna í tölurnar. 21:45 - Veiði-Quiz hefur göngu sína. Um er að ræða spurningarleik í anda pub-quiz sem mun reyna á kunnáttu veiðimanna bæði í sambandi við veiði og sögu Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Tveir og tveir eru saman í liði og munu þeir svara spurningum saman á tilheyrandi svarblað og skila síðan inn, vegleg verðlaun eru fyrir flest rétt svör. 23:00 - Menn skeggræða um veiði, sötra á guðaveigunum fram eftir kvöldi og leysa vandræði núverandi ríkisstjórnar. Kveðja Skemmtinefnd SVFR" Við óskum félagsmönnum SVFR og þeirra félögum góðrar skemmtunar í kvöld.
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði