Skotum rigndi yfir sérsveitarmenn - hitti einn í höfuðið Kristján Hjálmarsson skrifar 2. desember 2013 11:44 Byssumaðurinn í Hraunbænum lét skotum rigna yfir sérsveitarmenn lögreglunnar þegar þeir gerðu tilraun til að ryðjast inn í íbúðina. Byssumaðurinn hitti einn sérsveitarmann í höfuðið og skotin flugu framhjá höfðum annarra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn skaut einnig út um glugga á íbúðinni. Lögreglan notaði gasvopn án árangurs. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins. Fréttatilkynningu lögreglunnar má lesa í heild sinni hér:Fréttatilkynning frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Um klukkan 03.00 var lögreglu tilkynnt um háværa hvelli sem bærust frá íbúð í Hraunbæ. Almennir lögreglumenn voru sendir á staðinn til að kanna málið. Sérsveitarmenn voru sendir þeim til aðstoðar. Þegar lögreglan reyndi að hafa samband við íbúa og fékk ekki svar var hurðin að íbúðinni opnuð og sérsveitarmenn með hlífðarbúnaði ætluðu að kalla inn í íbúðina var skotið á þá úr haglabyssu. SKotið lenti í skildi sérsveitarmanns sem kastaðist við það aftur og féll niður stiga. Lögreglan dró sig til baka og kallaði var út aukinn liðsstyrkur. Því næst var farið í að rýma íbúðir við stigaganginn og koma almennu lögreglumönnunum út um klukkan 5.00. Auk þess sem sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang til öryggis. Þegar því var lokið og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við íbúann og í ljósi almannahættu vegna fólks sem væri á ferli í nágrenni hússins var ákveðið að reyna að yfirbuga viðkomandi með beitingu gasvopna. Sú aðgerð hófst um klukkan 6.00. Það næsta sem gerist er að viðkomandi hefur að skjóta úr glugga íbúðarinnar. Ekki var að fullu ljóst hvort beiting gasvopna hafi haft fullnægjandi áhrif en í slíkum tilfellum að viðkomandi kemur ekki út úr gasmettuðu rými geta lögreglumenn þurft að sækja viðkomandi inn. Er sérsveitarmenn fóru inn í íbúðina skaut viðkomandi nokkrum skotum að sérsveitarmönnum og hitti höfuð sérsveitarmanns sem féll við auk þess sem skot fóru framhjá höfðum annarra. Á þeirri stundu beitti sérsveitin skotvopnum til þess að yfirbuga viðkomandi og særði hann. Sérsveitarmenn hófu þegar lífsbjargandi aðgerðir og kallað var eftir bráðatæknum SHS sem voru nærtækir. Hann var strax fluttur á slysadeild. Hann var síðan úrskurðaður látinn. Meiðsli lögreglumannana reyndust ekki alvarleg og ljóst að hlífðarbúnaður þeirra kom í veg fyrir mjög alvarlegan skaða. Þá er ljóst að almennir lögreglumenn sem fóru fyrst á staðinn voru í mikilli hættu. Við fyrstu sýn verður ekki betur séð að sérsveitarmennirnir hafi farið eftir verklagsreglum en ríkissaksóknari hefur tekið við rannsókn málsins. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Byssumaðurinn í Hraunbænum lét skotum rigna yfir sérsveitarmenn lögreglunnar þegar þeir gerðu tilraun til að ryðjast inn í íbúðina. Byssumaðurinn hitti einn sérsveitarmann í höfuðið og skotin flugu framhjá höfðum annarra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn skaut einnig út um glugga á íbúðinni. Lögreglan notaði gasvopn án árangurs. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins. Fréttatilkynningu lögreglunnar má lesa í heild sinni hér:Fréttatilkynning frá ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Um klukkan 03.00 var lögreglu tilkynnt um háværa hvelli sem bærust frá íbúð í Hraunbæ. Almennir lögreglumenn voru sendir á staðinn til að kanna málið. Sérsveitarmenn voru sendir þeim til aðstoðar. Þegar lögreglan reyndi að hafa samband við íbúa og fékk ekki svar var hurðin að íbúðinni opnuð og sérsveitarmenn með hlífðarbúnaði ætluðu að kalla inn í íbúðina var skotið á þá úr haglabyssu. SKotið lenti í skildi sérsveitarmanns sem kastaðist við það aftur og féll niður stiga. Lögreglan dró sig til baka og kallaði var út aukinn liðsstyrkur. Því næst var farið í að rýma íbúðir við stigaganginn og koma almennu lögreglumönnunum út um klukkan 5.00. Auk þess sem sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang til öryggis. Þegar því var lokið og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við íbúann og í ljósi almannahættu vegna fólks sem væri á ferli í nágrenni hússins var ákveðið að reyna að yfirbuga viðkomandi með beitingu gasvopna. Sú aðgerð hófst um klukkan 6.00. Það næsta sem gerist er að viðkomandi hefur að skjóta úr glugga íbúðarinnar. Ekki var að fullu ljóst hvort beiting gasvopna hafi haft fullnægjandi áhrif en í slíkum tilfellum að viðkomandi kemur ekki út úr gasmettuðu rými geta lögreglumenn þurft að sækja viðkomandi inn. Er sérsveitarmenn fóru inn í íbúðina skaut viðkomandi nokkrum skotum að sérsveitarmönnum og hitti höfuð sérsveitarmanns sem féll við auk þess sem skot fóru framhjá höfðum annarra. Á þeirri stundu beitti sérsveitin skotvopnum til þess að yfirbuga viðkomandi og særði hann. Sérsveitarmenn hófu þegar lífsbjargandi aðgerðir og kallað var eftir bráðatæknum SHS sem voru nærtækir. Hann var strax fluttur á slysadeild. Hann var síðan úrskurðaður látinn. Meiðsli lögreglumannana reyndust ekki alvarleg og ljóst að hlífðarbúnaður þeirra kom í veg fyrir mjög alvarlegan skaða. Þá er ljóst að almennir lögreglumenn sem fóru fyrst á staðinn voru í mikilli hættu. Við fyrstu sýn verður ekki betur séð að sérsveitarmennirnir hafi farið eftir verklagsreglum en ríkissaksóknari hefur tekið við rannsókn málsins. Lögreglan harmar umræddan atburð og vill koma innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira