Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson er við það að ganga í raðir norska félagsins Vålerenga. Verdens Gang greinir frá því.
Samkvæmt heimildum blaðsins mun kaupverðið vera í kringum eina milljón norskra króna eða jafnvirði um 19 milljóna íslenskra króna. Norska félagið á að hafa upphaflega gert Fylki helmingi lægra tilboð sem var hafnað.
Viðar Erni, sem var markahæsti leikmaður Pepsi-deildar síðastliðið sumar ásamt Atla Viðari Björnssyni og Gary Martin, er ætlað að fylla í skarð Togeirs Börven sem VG segir á leiðinni til hollenska liðsins Twente.
Viðar Örn, sem er 23 ára, á að baki leiki með 17 og 19 ára landsliði Íslands.
Kaupverðið á Viðari Erni sagt vera nítján milljónir
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn




„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn


Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn