Golf

Möguleikar Valdísar Þóru hverfandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/GVA
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, á litla möguleika fyrir fjórða og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna sem fram fer í Marokkó.

Valdís Þóra lék þriðja hringinn í gær á 82 höggum eða tíu höggum yfir pari vallarins. Skorið var hið sama og á öðrum hringnum degi fyrr. Valdís hafði farið vel af stað á mótinu en hún lék fyrsta hringinn á tveimur höggum yfir pari.

Skagamærin er nú 22 höggum yfir pari í 93. sæti af 94 keppendum. 60 efstu kylfingarnir komast áfram og leika úrslitahring um 30 laus sæti á Evrópumótaröðinni.

Stöðuna í mótinu má sjá hér.


Tengdar fréttir

Valdís Þóra byrjaði ágætlega

Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í dag keppni á lokastigi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×