Kári og Tinna badmintonfólk ársins 13. desember 2013 18:48 Kári og Tinna. Mynd/Badmintonsamband Íslands Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur valið Tinnu Helgadóttur og Kára Gunnarsson badmintonmann og badmintonkonu ársins 2013. Kári er Íslandsmeistari í einliðaleik annað árið í röð en Kári er búsettur í Danmörku og kom til landsins til að keppa á Meistaramóti Íslands. Að auki hefur hann keppt hérlendis á TBR Opið og Meistaramóti TBR á árinu og unnið þau bæði. Þeir Atli Jóhannesson unnu einnig TBR Opið í tvíliðaleik karla. Kári er í A-landsliðinu í badminton. Hann keppti með landsliðinu fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða í Rússlandi fyrr á þessu ári. Kári er mikilvægur í landsliði Íslands í badminton og spilar jafnan fyrsta einliðaleik karla. Hann hefur verið í unglingalandsliðum Íslands á undanförnum árum og spilaði fyrst með A-landsliðinu árið 2010, þá aðeins 19 ára gamall. Kári stóð sig best allra íslensku keppendanna í einliðaleik karla á síðasta Iceland International móti en mótið gefur stig á heimslista og er innan mótaraðar Badminton Europe. Þar komst hann í átta manna úrslit og vann meðal annars þriðja hæsta Kóreubúa á heimslista, Park Sung Min en sá fékk aðra röðun á heimsmeistaramóti unglinga 2008. Tinna varð tvöfaldur Íslandsmeistari í badminton á árinu 2013, í einliðaleik og tvíliðaleik með bróður sínum, Magnúsi Inga Helgasyni. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Tinnu í einliðaleik en síðast hampaði hún titlinum árið 2009. Hún hefur orðið sex sinnum Íslandsmeistari í tvenndarleik, árið 2005, 2008-2011 og 2013. Tinna keppti á einu öðru móti á Íslandi á árinu, Meistaramóti TBR. Þar keppti hún í tvíliðaleik og tvenndarleik og vann báðar greinar ásamt meðspilurum sínum. Tinna hefur spilað með danska liðinu Værløse á þessu ári. Hún er í aðalliði Værløse og hefur verið að spila með og á móti mörgum sterkustu badmintonspilurum heims en Værløse spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Tinna er í A-landsliðinu í badminton. Tinna hefur keppt með landsliðinu fyrir Íslands hönd um árabil og var þar áður í unglingalandsliðum Íslands. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur valið Tinnu Helgadóttur og Kára Gunnarsson badmintonmann og badmintonkonu ársins 2013. Kári er Íslandsmeistari í einliðaleik annað árið í röð en Kári er búsettur í Danmörku og kom til landsins til að keppa á Meistaramóti Íslands. Að auki hefur hann keppt hérlendis á TBR Opið og Meistaramóti TBR á árinu og unnið þau bæði. Þeir Atli Jóhannesson unnu einnig TBR Opið í tvíliðaleik karla. Kári er í A-landsliðinu í badminton. Hann keppti með landsliðinu fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða í Rússlandi fyrr á þessu ári. Kári er mikilvægur í landsliði Íslands í badminton og spilar jafnan fyrsta einliðaleik karla. Hann hefur verið í unglingalandsliðum Íslands á undanförnum árum og spilaði fyrst með A-landsliðinu árið 2010, þá aðeins 19 ára gamall. Kári stóð sig best allra íslensku keppendanna í einliðaleik karla á síðasta Iceland International móti en mótið gefur stig á heimslista og er innan mótaraðar Badminton Europe. Þar komst hann í átta manna úrslit og vann meðal annars þriðja hæsta Kóreubúa á heimslista, Park Sung Min en sá fékk aðra röðun á heimsmeistaramóti unglinga 2008. Tinna varð tvöfaldur Íslandsmeistari í badminton á árinu 2013, í einliðaleik og tvíliðaleik með bróður sínum, Magnúsi Inga Helgasyni. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Tinnu í einliðaleik en síðast hampaði hún titlinum árið 2009. Hún hefur orðið sex sinnum Íslandsmeistari í tvenndarleik, árið 2005, 2008-2011 og 2013. Tinna keppti á einu öðru móti á Íslandi á árinu, Meistaramóti TBR. Þar keppti hún í tvíliðaleik og tvenndarleik og vann báðar greinar ásamt meðspilurum sínum. Tinna hefur spilað með danska liðinu Værløse á þessu ári. Hún er í aðalliði Værløse og hefur verið að spila með og á móti mörgum sterkustu badmintonspilurum heims en Værløse spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Tinna er í A-landsliðinu í badminton. Tinna hefur keppt með landsliðinu fyrir Íslands hönd um árabil og var þar áður í unglingalandsliðum Íslands.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira