Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 27-18 | Miklir yfirburðir Stjörnunnar Anton Ingi Leifsson í Strandgötu skrifar 13. desember 2013 10:54 Stjarnan tryggði sig þægilega í úrslit deildarbikar Flugfélags Íslands í dag. Garðbæingar unnu níu marka sigur á ÍBV, en frábær fyrri hálfleikur var lykillinn að sigri Stjörnunnar. Stjarnan tók strax völdin í upphafi leiks og staðan var orðinn 4-0 eftir fjórar mínútur. Helena Rut Örvarsdóttir, stórskytta í liði Stjörnunnar, átti afar góðan fyrri hálfleik og hún skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Stjörnunnar. ÍBV liðið virkaði frekar andlaust og reyndi ótímabær skot sem einn af betri markmönnnum landsins ef ekki sá besti, Florentina Stanciu, átti ekki í vandræðum með. Florentia var með 56% markvörslu í hálfleik, en í hálfleik leiddu Garðbæingar með tíu mörkum, 17-7. Þrír leikmenn komust einungis á blað hjá ÍBV í fyrri hálfleik, á meðan Helena Rut Örvarsdóttir var fremst meðal jafninga í Stjörnuliðinu. Síðari hálfleikur var svipaður. Einungis tvö mörk voru þó skoruð á fyrstu átta mínútum í síðari hálfleik, en ÍBV liðið spilaði þó mun betri varnarleik. Stjarnan hélt þó sinni forystu, en átti í meiri erfiðleikum með að skora í þeim síðari. Leikurinn jafnaðist töluvert inná vellinum, en ekki á töflunni. Örlítil værukærð var komið í lið Stjörnunnar sem var þó ekki teljandi vandræðum. Lokatölur 27-18. Stjarnan kláraði þennan leik í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik, öguðum sóknarleik og algjörlega frábærri markvörslu frá Florentinu Stanciu, en hún var með 59 prósenta markvörslu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk. Vera Lopes var markahæst í liði ÍBV með tíu mörk, en Ester Óskarsdóttir kom næst með fjögur mörk. Hin fjögur mörkin dreifðust svo á fjóra leikmenn. Dröfn Haraldsdóttir stóð vaktina ágætlega í markinu og varði fjórtan bolta. Hanna Guðrún: Mættum léttar, ljúfar og kátarHanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var ánægð með sigur liðsins gegn ÍBV í dag. Stjarnan tryggði sér með sigrinum í úrslit deildarbikarsins. „ÍBV er með hörkulið og þær hafa verið okkur erfiðar. Við ákváðum að mæta til leiks bara léttar, ljúfar og kátar og taka þennan leik," sagði Hanna Guðrún við Vísi eftir leik. „Leikgleðin, liðsheildin og varnarleikurinn skóp þennan sigur. Sóknarleikurinn var einnig mjög góður þótt við höfum klúðrað þarna nokkrum dauðafærum. Það var alveg sama hver kom inná, það spiluðu allar mjög vel. Liðssigur." „Hún er frábær þarna í markinu og við vorum að standa vörnina ágætlega. Þegar þetta slær saman þá vinnur maður leik." „Við stefnum að því að taka titilinn á morgun. Við mætum í leikinn til að vinna, við þurfum að ná okkur niðrá jörðina eftir þennan sigur. Við þurfum að næra okkur vel, fá góðan nætursvefn og mæta ferskar á morgun," sagði Hanna Guðrún við Vísi að lokum. Jón Gunnlaugur: Fór leikurinn ekki 1-1?„Við mættum ekki til leiks fyrr en eftir 28 eða 29 mínútur. Það er alveg skelfilegt," sagði Jón Gunnlaugur, þjálfari ÍBV, við Vísi eftir leik. „Við byrjum svakalega illa og erum tíu undir í hálfleik, en þá virðist koma ró í mannskapinn og við förum að skjóta almennilega á markið. Við vinnum seinni hálfleik með einu, þannig leikurinn fór 1-1 er það ekki?" sagði Jón Gunnlaugur og glotti. „Við vorum hægar til baka. Leikurinn hjá Stjörnunni gengur út á virkilega hraðan bolta og ef þú ætlar að vinna lið eins og Stjörnuna, þá verðurðu að eiga algjöran toppleik og við áttum hann ekki í dag." „Þær höfðu gaman af þessu í síðari hálfleik og það skiptir máli í svona leik. Það vantar Drífu (Þorvaldsdóttur) hjá okkur, þannig við þurftum að prufa eitthvað nýtt og notuðum leikinn í það," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Stjarnan tryggði sig þægilega í úrslit deildarbikar Flugfélags Íslands í dag. Garðbæingar unnu níu marka sigur á ÍBV, en frábær fyrri hálfleikur var lykillinn að sigri Stjörnunnar. Stjarnan tók strax völdin í upphafi leiks og staðan var orðinn 4-0 eftir fjórar mínútur. Helena Rut Örvarsdóttir, stórskytta í liði Stjörnunnar, átti afar góðan fyrri hálfleik og hún skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Stjörnunnar. ÍBV liðið virkaði frekar andlaust og reyndi ótímabær skot sem einn af betri markmönnnum landsins ef ekki sá besti, Florentina Stanciu, átti ekki í vandræðum með. Florentia var með 56% markvörslu í hálfleik, en í hálfleik leiddu Garðbæingar með tíu mörkum, 17-7. Þrír leikmenn komust einungis á blað hjá ÍBV í fyrri hálfleik, á meðan Helena Rut Örvarsdóttir var fremst meðal jafninga í Stjörnuliðinu. Síðari hálfleikur var svipaður. Einungis tvö mörk voru þó skoruð á fyrstu átta mínútum í síðari hálfleik, en ÍBV liðið spilaði þó mun betri varnarleik. Stjarnan hélt þó sinni forystu, en átti í meiri erfiðleikum með að skora í þeim síðari. Leikurinn jafnaðist töluvert inná vellinum, en ekki á töflunni. Örlítil værukærð var komið í lið Stjörnunnar sem var þó ekki teljandi vandræðum. Lokatölur 27-18. Stjarnan kláraði þennan leik í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik, öguðum sóknarleik og algjörlega frábærri markvörslu frá Florentinu Stanciu, en hún var með 59 prósenta markvörslu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk. Vera Lopes var markahæst í liði ÍBV með tíu mörk, en Ester Óskarsdóttir kom næst með fjögur mörk. Hin fjögur mörkin dreifðust svo á fjóra leikmenn. Dröfn Haraldsdóttir stóð vaktina ágætlega í markinu og varði fjórtan bolta. Hanna Guðrún: Mættum léttar, ljúfar og kátarHanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var ánægð með sigur liðsins gegn ÍBV í dag. Stjarnan tryggði sér með sigrinum í úrslit deildarbikarsins. „ÍBV er með hörkulið og þær hafa verið okkur erfiðar. Við ákváðum að mæta til leiks bara léttar, ljúfar og kátar og taka þennan leik," sagði Hanna Guðrún við Vísi eftir leik. „Leikgleðin, liðsheildin og varnarleikurinn skóp þennan sigur. Sóknarleikurinn var einnig mjög góður þótt við höfum klúðrað þarna nokkrum dauðafærum. Það var alveg sama hver kom inná, það spiluðu allar mjög vel. Liðssigur." „Hún er frábær þarna í markinu og við vorum að standa vörnina ágætlega. Þegar þetta slær saman þá vinnur maður leik." „Við stefnum að því að taka titilinn á morgun. Við mætum í leikinn til að vinna, við þurfum að ná okkur niðrá jörðina eftir þennan sigur. Við þurfum að næra okkur vel, fá góðan nætursvefn og mæta ferskar á morgun," sagði Hanna Guðrún við Vísi að lokum. Jón Gunnlaugur: Fór leikurinn ekki 1-1?„Við mættum ekki til leiks fyrr en eftir 28 eða 29 mínútur. Það er alveg skelfilegt," sagði Jón Gunnlaugur, þjálfari ÍBV, við Vísi eftir leik. „Við byrjum svakalega illa og erum tíu undir í hálfleik, en þá virðist koma ró í mannskapinn og við förum að skjóta almennilega á markið. Við vinnum seinni hálfleik með einu, þannig leikurinn fór 1-1 er það ekki?" sagði Jón Gunnlaugur og glotti. „Við vorum hægar til baka. Leikurinn hjá Stjörnunni gengur út á virkilega hraðan bolta og ef þú ætlar að vinna lið eins og Stjörnuna, þá verðurðu að eiga algjöran toppleik og við áttum hann ekki í dag." „Þær höfðu gaman af þessu í síðari hálfleik og það skiptir máli í svona leik. Það vantar Drífu (Þorvaldsdóttur) hjá okkur, þannig við þurftum að prufa eitthvað nýtt og notuðum leikinn í það," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn