15 látnir eftir sjálfsmorðsárás í Rússlandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 29. desember 2013 20:00 15 eru látnir og tugir slösuðust eftir sjálfsmorðsárás á lestarstöð í Volgograd í Rússlandi í dag. Þetta er önnur sprengjuárásin í Rússlandi á þremur dögum. Rússar eru áhyggjufullir enda hefjast vetrarólympíuleikarnir í landinu eftir rúman mánuð. Kona sprengdi sjálfa sig í loft upp við málmleitarhlið í anddyri aðalinngangs lestarstöðvarinnar skömmu fyrir klukkan eitt að staðartíma í dag. Sprengingin var öflug og greip mikil skelfing um sig meðal þeirra sem voru í lestarstöðinni. 15 létu lífið og allt að 50 slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Á myndskeiði sem tekið var upp skömmu eftir sprenginguna mátti sjá sjúkraflutningamenn bera særða út úr lestarstöðinni og lík lágu við inngang stöðvarinnar. Engin hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunni en grunur leikur á að hún tengist vetrarólympíuleikunum sem hefjast í borginni Sochi í Rússlandi eftir rúman mánuð. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin í Volgograd á skömmum tíma. Í október létustu sjö þegar sprengja sprakk í strætisvagni í borginni. Þrír létu lífið fyrir þremur dögum eftir að sprengja sprakk í bíl í borginni Pyatigorsk í suðurhluta Rússlands. Grunur leikur á að íslamskir uppreisnarsinnar beri ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni í dag. Leiðtogi þeirra, Doku Umarov, sagði í myndbandi sem birt var í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að Vladimir Pútin, forseti Rússland, tækist að setja vetrarólympíuleikanna. Árásin í dag er sú mannskæðasta á rússneskri grundu frá því í janúar árið 2011 þegar 37 létu lífið eftir sprengjuárás á flugvelli í Moskvu. Pútin hefur fyrirskipað aukna öryggisgæslu eftir árásina í dag. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
15 eru látnir og tugir slösuðust eftir sjálfsmorðsárás á lestarstöð í Volgograd í Rússlandi í dag. Þetta er önnur sprengjuárásin í Rússlandi á þremur dögum. Rússar eru áhyggjufullir enda hefjast vetrarólympíuleikarnir í landinu eftir rúman mánuð. Kona sprengdi sjálfa sig í loft upp við málmleitarhlið í anddyri aðalinngangs lestarstöðvarinnar skömmu fyrir klukkan eitt að staðartíma í dag. Sprengingin var öflug og greip mikil skelfing um sig meðal þeirra sem voru í lestarstöðinni. 15 létu lífið og allt að 50 slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Á myndskeiði sem tekið var upp skömmu eftir sprenginguna mátti sjá sjúkraflutningamenn bera særða út úr lestarstöðinni og lík lágu við inngang stöðvarinnar. Engin hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunni en grunur leikur á að hún tengist vetrarólympíuleikunum sem hefjast í borginni Sochi í Rússlandi eftir rúman mánuð. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin í Volgograd á skömmum tíma. Í október létustu sjö þegar sprengja sprakk í strætisvagni í borginni. Þrír létu lífið fyrir þremur dögum eftir að sprengja sprakk í bíl í borginni Pyatigorsk í suðurhluta Rússlands. Grunur leikur á að íslamskir uppreisnarsinnar beri ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni í dag. Leiðtogi þeirra, Doku Umarov, sagði í myndbandi sem birt var í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að Vladimir Pútin, forseti Rússland, tækist að setja vetrarólympíuleikanna. Árásin í dag er sú mannskæðasta á rússneskri grundu frá því í janúar árið 2011 þegar 37 létu lífið eftir sprengjuárás á flugvelli í Moskvu. Pútin hefur fyrirskipað aukna öryggisgæslu eftir árásina í dag.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira