Aron Kristjánsson: Afsakanir mega bíða þar til eftir mót Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. desember 2013 19:30 „Það eru mörg spurningamerki og margir sem geta ekki tekið þátt í æfingunum af fullu og sumir ekkert. Það gerir undirbúninginn erfiðari,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðsins í handbolta eftir æfingu liðsins í dag. „Það er auðveldara fyrir lykilmenn að komast inn í leik liðsins en fyrir óreynda. Það er það jákvæða við það hverjir eru utan vallar. En liðið þarf auðvitað að finna taktinn og spila sig saman og því er slæmt þegar menn ná ekki þessum æfingaleikjum. „Það eru margir í stærri hlutverkum á æfingum en áður. Þeir hafa mjög gott af þessum æfingum og við getum einbeitt okkur að því að koma þeim inn í hlutina. Kannski verða þeir í stærri hlutverkum á mótinu,“ sagði Aron. Ólafur Guðmundsson var einn þeirra sem var í stóru hlutverki á æfingunni í dag og er Aron ánægður með stöðuna á Ólafi. „Hann er búinn að standa sig mjög vel í vetur og ég sé klárar framfarir hjá honum. Hann hefur bætt sig mikið í vetur. Hann hefur komið sterkur inn á þessar æfingar og eins og röðin er hjá okkur núna er hann framarlega. „Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru ekki með á þessum æfingum og þá er hann framarlega. Hann getur líka leyst varnarhlutverk sem er mjög mikilvægt í þessari stöðu sem við erum í í dag.“ Gunnar Steinn Jónsson er í fyrsta sinn í æfingahópnum hjá Aroni en bíður verðugt verkefni til að komast í lokahópinn sem fer á Evrópumeistaramótið í Danmörku. „Hann kemur vel út. Hann er fínn leikstjórnandi. Hann hefur staðið sig fínt og hefur þetta leikstjórnandagen og það er mikilvægt að hafa alltaf að minnsta kosti einn svoleiðis leikmann í liðinu. Snorri Steinn er í því hlutverki í dag en Gunnar Steinn er á góðum aldri. Það er gott að fá hann á æfingarnar og skoða hann,“ sagði Aron sem vill einblína á þann hóp sem hann hefur en ekki þá sem geta ekki verið með vegna meiðsla. „Þetta er leiðinda staða en við reynum að undirbúa okkur sem best og fá eins mikið út úr þessum æfingaleikjum í Þýskalandi og við getum svo við verðum eins klárir og hægt er þegar mótið byrjar. Við getum ekki verið að velta okkur of mikið upp úr þessu og væla yfir þessu. Við þurfum að taka þessa stöðu eins og hún er og vinna eins vel og við getum úr henni. Allar afsakanir mega bíða þar til eftir mót. „Hugarástandið skiptir miklu máli í þessum stórmótum og menn verða að klára það í þessum mikilvægu leikjum.“ Ekki er víst að Guðjón Valur Sigurðsson geti verið með landsliðinu í Danmörku og sagði Aron nokkuð líklegt að bæði Stefán Rafn Sigurmannsson og Bjarki Már Elísson færu til Danmerkur ef Guðjón Valur verði ekki heill. „Það er líklegt að báðir fari með. Það veltur líka á ástandinu á liðinu í heild sinni. Það eru mörg spurningamerki eins og með Vigni, varnarlega. Við þurfum að geta pússað þessu rétt saman og verið með dekkningar þar sem við þurfum að hafa þær,“ sagði Aron að lokum. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Sjá meira
„Það eru mörg spurningamerki og margir sem geta ekki tekið þátt í æfingunum af fullu og sumir ekkert. Það gerir undirbúninginn erfiðari,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðsins í handbolta eftir æfingu liðsins í dag. „Það er auðveldara fyrir lykilmenn að komast inn í leik liðsins en fyrir óreynda. Það er það jákvæða við það hverjir eru utan vallar. En liðið þarf auðvitað að finna taktinn og spila sig saman og því er slæmt þegar menn ná ekki þessum æfingaleikjum. „Það eru margir í stærri hlutverkum á æfingum en áður. Þeir hafa mjög gott af þessum æfingum og við getum einbeitt okkur að því að koma þeim inn í hlutina. Kannski verða þeir í stærri hlutverkum á mótinu,“ sagði Aron. Ólafur Guðmundsson var einn þeirra sem var í stóru hlutverki á æfingunni í dag og er Aron ánægður með stöðuna á Ólafi. „Hann er búinn að standa sig mjög vel í vetur og ég sé klárar framfarir hjá honum. Hann hefur bætt sig mikið í vetur. Hann hefur komið sterkur inn á þessar æfingar og eins og röðin er hjá okkur núna er hann framarlega. „Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru ekki með á þessum æfingum og þá er hann framarlega. Hann getur líka leyst varnarhlutverk sem er mjög mikilvægt í þessari stöðu sem við erum í í dag.“ Gunnar Steinn Jónsson er í fyrsta sinn í æfingahópnum hjá Aroni en bíður verðugt verkefni til að komast í lokahópinn sem fer á Evrópumeistaramótið í Danmörku. „Hann kemur vel út. Hann er fínn leikstjórnandi. Hann hefur staðið sig fínt og hefur þetta leikstjórnandagen og það er mikilvægt að hafa alltaf að minnsta kosti einn svoleiðis leikmann í liðinu. Snorri Steinn er í því hlutverki í dag en Gunnar Steinn er á góðum aldri. Það er gott að fá hann á æfingarnar og skoða hann,“ sagði Aron sem vill einblína á þann hóp sem hann hefur en ekki þá sem geta ekki verið með vegna meiðsla. „Þetta er leiðinda staða en við reynum að undirbúa okkur sem best og fá eins mikið út úr þessum æfingaleikjum í Þýskalandi og við getum svo við verðum eins klárir og hægt er þegar mótið byrjar. Við getum ekki verið að velta okkur of mikið upp úr þessu og væla yfir þessu. Við þurfum að taka þessa stöðu eins og hún er og vinna eins vel og við getum úr henni. Allar afsakanir mega bíða þar til eftir mót. „Hugarástandið skiptir miklu máli í þessum stórmótum og menn verða að klára það í þessum mikilvægu leikjum.“ Ekki er víst að Guðjón Valur Sigurðsson geti verið með landsliðinu í Danmörku og sagði Aron nokkuð líklegt að bæði Stefán Rafn Sigurmannsson og Bjarki Már Elísson færu til Danmerkur ef Guðjón Valur verði ekki heill. „Það er líklegt að báðir fari með. Það veltur líka á ástandinu á liðinu í heild sinni. Það eru mörg spurningamerki eins og með Vigni, varnarlega. Við þurfum að geta pússað þessu rétt saman og verið með dekkningar þar sem við þurfum að hafa þær,“ sagði Aron að lokum.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Sjá meira