Bjarki Már: Væri leiðinlegt að komast inn vegna meiðsla Guðjóns Vals Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. desember 2013 15:00 mynd/stefán „Mínar væntingar eru fyrst og fremst að koma í lokahópinn og hjálpa liðinu sem mest ef ég kemst í lokahópinn. Þangað til ætla ég að berjast fyrir mínu sæti,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handbolta í dag sem vonast eftir því að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti í janúar. „Svo veit maður aldrei hvað er með Gauja (Guðjón Val Sigurðsson). Það væri leiðinlegt að komast inn á þeim forsendum að hann meiðist. Það væru allir fúlir ef maður kæmi inn útaf því. Ég vona auðvitað að hann verði með og ég vona að ég verði líka með. Fari svo að Guðjón Valur verði ekki með á Erópumeistaramótinu í Danmörku mun vinstra hornið væntanlega skiptast á milli Bjarka og Stefáns Rafns Sigurmannssonar. „Gaui er búinn að setja ágætis standard, einhver þrettán mörk að meðaltali í leik. Það væri gífurleg pressa að koma inn fyrir hann en við þyrftum að nýta tækifærið og gera okkar besta,“ sagði Bjarki Már sem óttast ekkert að koma inn fyrir Guðjón Val fari allt á versta veg með hann. „Ég held að Aron Kristjánsson óttist þetta mest en ef við erum ekki menn í að koma inn eigum við að vera í öðru sporti. Við erum báðir keppnismenn og ætlum að leysa þetta ef svo fer.“ Bjarki Már er á fyrsta ári sínu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann leikur með nýliðum Eisenach. „Það hefur gengið vel í Þýskalandi. Ég hef fengið að spila mikið. Þetta hefur verið aðeins upp og niður sem er eðlilegt á mínu fyrsta ári í bestu deild í heimi. Ég er mjög sáttur það sem af er.“ „Mér finnst ég hafa bætt mig mikið. Ég er í miklu betra líkamlegu ástandi. Ég er fljótari og sterkari þó það megi bæta það enn meira.“ „Þegar maður getur unnið við að halda skrokknum í lagi er maður eitthvað steiktur ef maður getur það ekki. Maður æfir tvisvar á dag, þrisvar í viku. Svo hefur maður allan tíman í heiminum til að vinna í litlu hlutunum og í fyrirbyggjandi æfingum. Ég þakka fyrst og fremst tímanum sem ég hef í það,“ sagði Bjarki Már sem er þó ekki að allan sólarhringinn. „Ég reyndar spila playstation líka en ég nota það til að róa hugann,“ sagði ávallt léttur Bjarki Már Elísson. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira
„Mínar væntingar eru fyrst og fremst að koma í lokahópinn og hjálpa liðinu sem mest ef ég kemst í lokahópinn. Þangað til ætla ég að berjast fyrir mínu sæti,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handbolta í dag sem vonast eftir því að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti í janúar. „Svo veit maður aldrei hvað er með Gauja (Guðjón Val Sigurðsson). Það væri leiðinlegt að komast inn á þeim forsendum að hann meiðist. Það væru allir fúlir ef maður kæmi inn útaf því. Ég vona auðvitað að hann verði með og ég vona að ég verði líka með. Fari svo að Guðjón Valur verði ekki með á Erópumeistaramótinu í Danmörku mun vinstra hornið væntanlega skiptast á milli Bjarka og Stefáns Rafns Sigurmannssonar. „Gaui er búinn að setja ágætis standard, einhver þrettán mörk að meðaltali í leik. Það væri gífurleg pressa að koma inn fyrir hann en við þyrftum að nýta tækifærið og gera okkar besta,“ sagði Bjarki Már sem óttast ekkert að koma inn fyrir Guðjón Val fari allt á versta veg með hann. „Ég held að Aron Kristjánsson óttist þetta mest en ef við erum ekki menn í að koma inn eigum við að vera í öðru sporti. Við erum báðir keppnismenn og ætlum að leysa þetta ef svo fer.“ Bjarki Már er á fyrsta ári sínu í þýsku úrvalsdeildinni þar sem hann leikur með nýliðum Eisenach. „Það hefur gengið vel í Þýskalandi. Ég hef fengið að spila mikið. Þetta hefur verið aðeins upp og niður sem er eðlilegt á mínu fyrsta ári í bestu deild í heimi. Ég er mjög sáttur það sem af er.“ „Mér finnst ég hafa bætt mig mikið. Ég er í miklu betra líkamlegu ástandi. Ég er fljótari og sterkari þó það megi bæta það enn meira.“ „Þegar maður getur unnið við að halda skrokknum í lagi er maður eitthvað steiktur ef maður getur það ekki. Maður æfir tvisvar á dag, þrisvar í viku. Svo hefur maður allan tíman í heiminum til að vinna í litlu hlutunum og í fyrirbyggjandi æfingum. Ég þakka fyrst og fremst tímanum sem ég hef í það,“ sagði Bjarki Már sem er þó ekki að allan sólarhringinn. „Ég reyndar spila playstation líka en ég nota það til að róa hugann,“ sagði ávallt léttur Bjarki Már Elísson.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Sjá meira