Lazio er í leit að nýjum þjálfara en núverandi þjálfari liðsins, Vladimir Petkovic, mun taka við svissneska landsliðinu næsta sumar.
Fjölmargir stuðningsmenn Lazio vilja sjá uppáhaldið sitt, Paolo di Canio, sem næsta stjóra. Di Canio sér það ekki gerast á meðan Claudio Lotito er forseti félagsins.
"Það mun aldrei gerast að ég þjálfi Lazio á meðan Lotito er þarna. Það er ekkert leyndarmál að mér líkar mjög illa við hann," sagði Di Canio en hann er vanur að tala frá hjartanu.
Það hefur andað köldu á milli þeirra síðan árið 2006 er Lotito neitaði að framlengja samning Di Canio við félagið eftir að hann hafði boðið upp á fasistakveðju á vellinum.
Líklegt er að Petkovic verði skipt út áður en tímabilið er á enda svo nýr stjóri geti byggt upp nýtt lið fyrr frekar en síðar.
Di Canio segist ekki geta unnið með forseta Lazio

Mest lesið


Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United
Enski boltinn



„Ég biðst afsökunar“
Körfubolti


Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice
Körfubolti

Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina
Enski boltinn

Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu
Enski boltinn
