Formúla 1

Ferrari vill skoða breytingar á stigareglunni

Fernando Alonso, ökumaður Ferrari.
Fernando Alonso, ökumaður Ferrari.
Það virðist vera afar takmörkuð ánægju með þá reglubreytingu í Formúlunni að gefa tvöföld stig fyrir lokamót keppnistímabilsins.

Forseti Ferrariliðsins, Luca di Montezemolo, er einn fjölmargra sem furðar sig á þessari breytingu og hvetur til þess að breytingin verði endurskoðuð.

"Það væri rangt að skoða ekki málið betur. Kannski er allt í lagi að prófa þetta einu sinni. Það var meirihluti fyrir því að gera þetta en við þurfum að hlusta á áhorfendur og alla sem koma að íþróttinni," sagði Di Montezemolo.

Það er langt í að næsta tímabil hefjist og því hafa forráðamenn Formúlunnar nægan tíma til þess að skoða málið betur ef þeir á annað borð hafa áhuga á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×