Stefna ótrauðir á þátttöku þrátt fyrir hryðjuverkaárásir Höskuldur Kári Schram skrifar 30. desember 2013 12:29 Að minnsta kosti 14 létu lífið í sprengjuárásinni í morgun. mynd/afp Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir að það hafi ekki komið til tals að hætta við þátttöku á vetrarólympíuleikunum í Rússlandi í febrúar þrátt fyrir ítrekaðar hryðjuverkárásir þar í landi. Rúmlega 30 hafa látið lífið og um sextíu særst í tveimur sjálfsmorðsárásum í borginni Volgograd síðasta sólarhring. Að minnst kosti 14 létu lífið og um 20 særðust þegar öflug sprengja sprakk í sporvagni í Volgograd í Rússlandi í morgun. Í gær létust 17 og nærri fimmtíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp á aðallestarstöð borgarinnar. Árásin í morgun átti sér stað nærri fjölförnum götumarkaði og er talið að einnig sé um sjálfsmorðsárás að ræða. Rússnesk yfirvöld óttast frekari hryðjuverkárásir á næstu vikum áður en vetrarólympíuleikarnir í borginni Sochi hefjast í byrjun febrúarmánaðar. Grunur leikur á að herskáir Tétjénar beri ábyrgð á árásunum en leiðtogi þeirra, Doku Umarov, lýsti því yfir í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að hægt verði að halda leikana í Sochi. Talsmaður Alþjóða Ólympíusambandsins sagði í samtali við Reuters fréttastofuna í morgun að sambandið hafi fulla trú á getu Rússa til að tryggja öryggi keppenda og almennings á leikunum. Sex til átta keppendur frá Íslandi taka þátt í leikunum en Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að ÍSÍ horfi til Alþjóða Ólympíusambandins varðandi öryggi keppenda. „Alþjóða Ólympíunefndin segir okkur að það verði allt gert til að tryggja öryggi íþróttafólks og áhorfenda og allra þeirra sem verða í Sochi. En þetta hlýtur að vekja hjá manni ákveðinn ugg en við verðum að fylgjast með og sjá hvað Alþjóða Ólympíunefndin mun gera. Ég trúi ekki að þeir muni setja okkur í þá aðstöðu að það sé eitthvað ótryggt ástand,“ segir Líney. Hún segir að það hafi ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku á leikunum. „Við þurfum að meta það en það hefur ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku. Við munum fylgjast vel með og ef að ástandið verður þannig að við treystum okkur ekki til að tryggja öryggi okkar keppenda þá hljótum við að þurfa að setjast niður og taka ákvörðun um það hvort farið verður eða ekki,“ segir Líney. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir að það hafi ekki komið til tals að hætta við þátttöku á vetrarólympíuleikunum í Rússlandi í febrúar þrátt fyrir ítrekaðar hryðjuverkárásir þar í landi. Rúmlega 30 hafa látið lífið og um sextíu særst í tveimur sjálfsmorðsárásum í borginni Volgograd síðasta sólarhring. Að minnst kosti 14 létu lífið og um 20 særðust þegar öflug sprengja sprakk í sporvagni í Volgograd í Rússlandi í morgun. Í gær létust 17 og nærri fimmtíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp á aðallestarstöð borgarinnar. Árásin í morgun átti sér stað nærri fjölförnum götumarkaði og er talið að einnig sé um sjálfsmorðsárás að ræða. Rússnesk yfirvöld óttast frekari hryðjuverkárásir á næstu vikum áður en vetrarólympíuleikarnir í borginni Sochi hefjast í byrjun febrúarmánaðar. Grunur leikur á að herskáir Tétjénar beri ábyrgð á árásunum en leiðtogi þeirra, Doku Umarov, lýsti því yfir í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að hægt verði að halda leikana í Sochi. Talsmaður Alþjóða Ólympíusambandsins sagði í samtali við Reuters fréttastofuna í morgun að sambandið hafi fulla trú á getu Rússa til að tryggja öryggi keppenda og almennings á leikunum. Sex til átta keppendur frá Íslandi taka þátt í leikunum en Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að ÍSÍ horfi til Alþjóða Ólympíusambandins varðandi öryggi keppenda. „Alþjóða Ólympíunefndin segir okkur að það verði allt gert til að tryggja öryggi íþróttafólks og áhorfenda og allra þeirra sem verða í Sochi. En þetta hlýtur að vekja hjá manni ákveðinn ugg en við verðum að fylgjast með og sjá hvað Alþjóða Ólympíunefndin mun gera. Ég trúi ekki að þeir muni setja okkur í þá aðstöðu að það sé eitthvað ótryggt ástand,“ segir Líney. Hún segir að það hafi ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku á leikunum. „Við þurfum að meta það en það hefur ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku. Við munum fylgjast vel með og ef að ástandið verður þannig að við treystum okkur ekki til að tryggja öryggi okkar keppenda þá hljótum við að þurfa að setjast niður og taka ákvörðun um það hvort farið verður eða ekki,“ segir Líney.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira