Í þágu barna Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. janúar 2013 08:00 Ný lög um fæðingarorlof tóku gildi nú um áramótin. Með nýju lögunum er fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf og er sú breyting sannarlega til hagsbóta bæði fyrir börn og foreldra. Orlofsrétturinn er sem fyrr þrískiptur; réttindi móður, réttindi föður og sameiginlegur réttur sem foreldrar ráða sjálfir hvort þeirra nýtir. Sú breyting sem varð á frumvarpinu á síðustu metrunum var afar mikilvæg. Í stað þess að þriggja mánaða lengingin legðist jafnt við alla hluta orlofsins er sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig aukinn úr þremur mánuðum í fimm og sameiginlegi rétturinn verður þá tveir mánuðir í stað þriggja áður. Þá er einnig mikilvæg sú breyting að einhleypum foreldrum, konum sem hafa gengist undir tæknifrjóvgun og einhleypu fólki sem ættleiðir börn, er þrátt fyrir þetta tryggður fullur réttur til fæðingarorlofs. Þannig er börnum einhleypra foreldra tryggður jafnlangur tími í samvistum við foreldri þótt aðeins eitt foreldri sé til staðar. Reynslan hefur sýnt að sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs er að stærstum hluta nýttur af konum. Þannig hefur framkvæmd níu mánaða orlofsins, eins og gilti til áramótanna, verið sú að mæður hafa í langflestum tilvikum tekið orlof í sex mánuði og feður þrjá. Með því að leggja einn mánuð við hvern hluta orlofsréttarins væri líklegt að þorri kvenna yrði enn lengur frá vinnu en verið hefur. Því var það talið þjóna jafnréttishugsuninni sem liggur að baki lögunum betur að styrkja óframseljanlegan rétt beggja foreldra og draga fremur úr þeim sameiginlega. Á það hefur verið bent að ástæðan fyrir því að konur taka frekar sameiginlega hluta fæðingarorlofsins en karlar sé sú að þeir hafi iðulega hærri tekjur en þær. Því komi orlof konunnar ekki eins við heimilisbókhaldið og orlof karlsins. Þetta er því miður staðreynd því kynbundinn launamunur er hér óþolandi, auk þess sem mörg störf sem konur stunda frekar en karlar, svo sem umönnunar- og uppeldisstörf, eru verr metin til launa en störf sem krefjast sambærilegrar menntunar en fleiri karlar stunda. Við þessu á ekki að bregðast með því að konur taki enn lengra fæðingarorlof en áður heldur með því að halda áfram að berjast fyrir jafnari launum karla og kvenna. Réttur beggja foreldra og þar með sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er einn af bautasteinunum í vegferðinni í átt til jafnréttis kynjanna. Ávinningurinn er tvíþættur. Í fyrsta lagi sá að feður eiga þess kost að vera heima með börnum sínum og sinna heimilinu í kjölfar fæðingar barns. Þetta er bæði til hagsbóta fyrir feðurna og börnin, sem fá aukið tækifæri til að tengjast föður á fyrstu árum ævinnar. Í öðru lagi jafnar minni framseljanlegur réttur stöðu kynjanna á vinnumarkaði vegna þess að kyn skiptir minna máli með tilliti til þess hversu líklegt er að starfsmaður fari í fæðingarorlof og hversu lengi. Þetta atriði vegur síðan þungt í baráttunni fyrir jafnari launum kynja þannig að þar er ávinningurinn tvöfaldur. Breytingin er síðan ekki síður til hagsbóta fyrir þá feður sem kjósa að vera heima og annast barn sitt og heimili á fyrstu mánuðum ævi þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Ný lög um fæðingarorlof tóku gildi nú um áramótin. Með nýju lögunum er fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf og er sú breyting sannarlega til hagsbóta bæði fyrir börn og foreldra. Orlofsrétturinn er sem fyrr þrískiptur; réttindi móður, réttindi föður og sameiginlegur réttur sem foreldrar ráða sjálfir hvort þeirra nýtir. Sú breyting sem varð á frumvarpinu á síðustu metrunum var afar mikilvæg. Í stað þess að þriggja mánaða lengingin legðist jafnt við alla hluta orlofsins er sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig aukinn úr þremur mánuðum í fimm og sameiginlegi rétturinn verður þá tveir mánuðir í stað þriggja áður. Þá er einnig mikilvæg sú breyting að einhleypum foreldrum, konum sem hafa gengist undir tæknifrjóvgun og einhleypu fólki sem ættleiðir börn, er þrátt fyrir þetta tryggður fullur réttur til fæðingarorlofs. Þannig er börnum einhleypra foreldra tryggður jafnlangur tími í samvistum við foreldri þótt aðeins eitt foreldri sé til staðar. Reynslan hefur sýnt að sameiginlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs er að stærstum hluta nýttur af konum. Þannig hefur framkvæmd níu mánaða orlofsins, eins og gilti til áramótanna, verið sú að mæður hafa í langflestum tilvikum tekið orlof í sex mánuði og feður þrjá. Með því að leggja einn mánuð við hvern hluta orlofsréttarins væri líklegt að þorri kvenna yrði enn lengur frá vinnu en verið hefur. Því var það talið þjóna jafnréttishugsuninni sem liggur að baki lögunum betur að styrkja óframseljanlegan rétt beggja foreldra og draga fremur úr þeim sameiginlega. Á það hefur verið bent að ástæðan fyrir því að konur taka frekar sameiginlega hluta fæðingarorlofsins en karlar sé sú að þeir hafi iðulega hærri tekjur en þær. Því komi orlof konunnar ekki eins við heimilisbókhaldið og orlof karlsins. Þetta er því miður staðreynd því kynbundinn launamunur er hér óþolandi, auk þess sem mörg störf sem konur stunda frekar en karlar, svo sem umönnunar- og uppeldisstörf, eru verr metin til launa en störf sem krefjast sambærilegrar menntunar en fleiri karlar stunda. Við þessu á ekki að bregðast með því að konur taki enn lengra fæðingarorlof en áður heldur með því að halda áfram að berjast fyrir jafnari launum karla og kvenna. Réttur beggja foreldra og þar með sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er einn af bautasteinunum í vegferðinni í átt til jafnréttis kynjanna. Ávinningurinn er tvíþættur. Í fyrsta lagi sá að feður eiga þess kost að vera heima með börnum sínum og sinna heimilinu í kjölfar fæðingar barns. Þetta er bæði til hagsbóta fyrir feðurna og börnin, sem fá aukið tækifæri til að tengjast föður á fyrstu árum ævinnar. Í öðru lagi jafnar minni framseljanlegur réttur stöðu kynjanna á vinnumarkaði vegna þess að kyn skiptir minna máli með tilliti til þess hversu líklegt er að starfsmaður fari í fæðingarorlof og hversu lengi. Þetta atriði vegur síðan þungt í baráttunni fyrir jafnari launum kynja þannig að þar er ávinningurinn tvöfaldur. Breytingin er síðan ekki síður til hagsbóta fyrir þá feður sem kjósa að vera heima og annast barn sitt og heimili á fyrstu mánuðum ævi þess.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun