Fake it till you become it Charlotte Bøving skrifar 14. janúar 2013 06:00 Ég sá athyglisverðan fyrirlestur með Amy Cuddy á ted.com/talks um daginn, sem hún kallar Your body language shapes who you are. Flest okkar þekkja líkamstjáningu þeirra sem eru leiðir, reiðir, glaðir, orkumiklir og kraftlausir. Við vitum eins og af eðlishvöt hvernig líkaminn bregst við þessum tilfinningum. Og ef þú ert ekki viss, prófaðu að fylgjast með tveggja til fjögurra ára gömlu barni. Líkamar lítilla barna tjá tilfinningar þeirra undir eins (það er ekki fyrr en seinna að við förum að fela það hvernig okkur líður). Ekki er nóg með að við bregðumst líkamlega við tilfinningum okkar (a.m.k. þegar við erum ein eða hjá sálfræðingnum eða góðum vini) heldur bregðast tilfinningar og hugsanir líka við því sem við ákveðum að gera með líkama okkar. Sem leikari vinnur maður mjög mikið með líkama og tilfinningar, og samspil þeirra. Ef ég til dæmis þarf að leika manneskju sem af einhverri ástæðu finnur til kraftleysis eða smæðar geri ég það líkamlega með því að taka sem minnst pláss. Til dæmis með því að sitja hokin, snúa tám og hnjám saman og jafnvel draga axlirnar upp á við. Þegar ég sit svona vekur það hjá mér ákveðnar tilfinningar og hugsanir um sjálfa mig og heiminn. – Prófið bara! Ef ég aftur á móti þarf að leika kraftmikla og áhrifaríka manneskju sem hefur allt sitt á hreinu og heilmikla trú á sjálfri sér (með réttu eða ekki), þá leik ég mér að því að opna mig líkamlega og reyna að taka sem mest pláss. Sitjandi get ég hallað mér aftur í stólnum, spennt greipar aftan á hnakka og skellt fótunum upp á borð. Nú líður mér skyndilega eins og ég sé mikil þótt mér hafi rétt áðan fundist ég aum. Ég sé sjálfa mig og heiminn á gjörólíka vegu. Kannski líður manni ágætlega í báðum þessum stellingum en oft kjósum við aðra þeirra umfram hina. Kraftmikil eða kraftlaus. En ef raunverulega er hægt að breyta tilfinningum sínum og hugsunum með því að skipta um líkamsstöðu er spurningin bara hvernig og hversu lengi beri að þjálfa líkamann í stellingu til þess að hún hætti að virðast gervileg og verði þess í stað eðlilegur hluti manns sjálfs. Eins og Amy Cuddy segir í lok fyrirlesturs síns: "Don't fake it till you make it. Fake it till you become it." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun
Ég sá athyglisverðan fyrirlestur með Amy Cuddy á ted.com/talks um daginn, sem hún kallar Your body language shapes who you are. Flest okkar þekkja líkamstjáningu þeirra sem eru leiðir, reiðir, glaðir, orkumiklir og kraftlausir. Við vitum eins og af eðlishvöt hvernig líkaminn bregst við þessum tilfinningum. Og ef þú ert ekki viss, prófaðu að fylgjast með tveggja til fjögurra ára gömlu barni. Líkamar lítilla barna tjá tilfinningar þeirra undir eins (það er ekki fyrr en seinna að við förum að fela það hvernig okkur líður). Ekki er nóg með að við bregðumst líkamlega við tilfinningum okkar (a.m.k. þegar við erum ein eða hjá sálfræðingnum eða góðum vini) heldur bregðast tilfinningar og hugsanir líka við því sem við ákveðum að gera með líkama okkar. Sem leikari vinnur maður mjög mikið með líkama og tilfinningar, og samspil þeirra. Ef ég til dæmis þarf að leika manneskju sem af einhverri ástæðu finnur til kraftleysis eða smæðar geri ég það líkamlega með því að taka sem minnst pláss. Til dæmis með því að sitja hokin, snúa tám og hnjám saman og jafnvel draga axlirnar upp á við. Þegar ég sit svona vekur það hjá mér ákveðnar tilfinningar og hugsanir um sjálfa mig og heiminn. – Prófið bara! Ef ég aftur á móti þarf að leika kraftmikla og áhrifaríka manneskju sem hefur allt sitt á hreinu og heilmikla trú á sjálfri sér (með réttu eða ekki), þá leik ég mér að því að opna mig líkamlega og reyna að taka sem mest pláss. Sitjandi get ég hallað mér aftur í stólnum, spennt greipar aftan á hnakka og skellt fótunum upp á borð. Nú líður mér skyndilega eins og ég sé mikil þótt mér hafi rétt áðan fundist ég aum. Ég sé sjálfa mig og heiminn á gjörólíka vegu. Kannski líður manni ágætlega í báðum þessum stellingum en oft kjósum við aðra þeirra umfram hina. Kraftmikil eða kraftlaus. En ef raunverulega er hægt að breyta tilfinningum sínum og hugsunum með því að skipta um líkamsstöðu er spurningin bara hvernig og hversu lengi beri að þjálfa líkamann í stellingu til þess að hún hætti að virðast gervileg og verði þess í stað eðlilegur hluti manns sjálfs. Eins og Amy Cuddy segir í lok fyrirlesturs síns: "Don't fake it till you make it. Fake it till you become it."
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun