Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar 4. nóvember 2025 15:02 Þjóðkirkja Íslands er í dag framsækin kirkjudeild og er sem slík óþreytandi að finna upp á nýjum leiðum til að boða fagnaðarerindið. Hún tók sig því nýlega til og bauð fermingarbörnum upp á kennslu í sjálfsfróun með guðlasts ívafi. Í stuttu máli þá var kynfræðingur fengin til að halda fyrirlestur og fór mikinn: Hún hvatti börnin til sjálfsfróunar og mun hafa hæðst að bæði Jesú Kristi, lærisveinum hans, Heilagri Guðsmóður og Heilagri Maríu Magdalenu að því virðist með hlátri viðstaddra presta að undirleik. Úrtölumenn telja þessa uppákomu til marks um það að ill öfl starfi innan kirkjunnar sem hafi það að meginmarkmiði sínu að grafa undan kristinni trú á Íslandi en það verður að teljast afar ólíklegt og jafnvel meinfýsið. Við verðum nefnilega að hafa í huga að flestir prestar þjóðkirkjunnar eru sjúklingar sem glíma við alvarlega fíkn. Fyrir rúmum tíu árum skrifaði rithöfundurinn Guðbergur Bergsson heitinn grein um þennan sjúkdóm, sem hann nefndi frjálslyndisfíknina. Hann taldi frjálslynt fólk bera öll einkenni fíkla: „Í öllum fjölmiðlum eru fíklar að sýna samúð og frjálslyndi. Þeir skjótast með látum út úr gluggaboru á klukkunni og gala eins og gaukur: Réttum ranglætið. Síðan er skellt aftur og fíkillinn “trekkir sig upp.” Það er gott að hafa þetta í huga. Prestar Þjóðkirkjunnar voru einfaldlega sólgnir í næsta skammt af fentanyl-frjálslyndi: almenna viðurkenningu í hinu frjálslynda stórsamfélagi. Það skipti litlu þó að virðingu við börn, foreldra þeirra, heilaga Guðsmóður og Drottin sjálfan væri fórnað á altarinu. Fíkillinn þarf sinn skammt og aðeins steinaldarmenn eru ekki færir um að sýna því skilning. En skilningur er eitt og ást er annað. Við verðum að velta því fyrir okkur hvernig við getum elskað þessa langt leiddu presta og veitt þeim einhverja líkn. Heilagur Tómas af Akvínó sagði jú að það að elska einhvern væri að vilja þeim það sem er þeim fyrir bestu. Í tilfelli fíkils er það yfirleitt tvennt: að svipta þá aðgengi af eiturlyfinu og veita þeim einhverskonar æðri tilgang. Í kjölfar sjálfsfróunaruppþotsins hlustaði ég á viðtal við ágætan og að því virðist allsgáðan prest, Séra Grétar Halldór Gunnarsson, en hann var víst einn af fáum prestum kirkjunnar sem gaf á sér færi til viðtals. Séra Grétar sagði að kynfræðsla væri ekki á dagskrá hjá sér í fermingarfræðslunni enda væri áherslan á kynna börnin fyrir grunnatriðum kristinnar trúar. Börnin kynnu enda fæst Faðirvorið þegar þau kæmu til hans og því væri mikið verk að vinna. Þetta viðmót prestsins er auðvitað gott, mögulega eins og best verður á kosið við núverandi aðstæður. Séra Grétar er varfærinn en hann er hrópandi í eyðimörkinni og það er mögulegt að hann myndi jafnvel skella í lás í Kópavogskirkju ef að sjálfsfróunar- og frjálslyndisfíkla bæri að garði. Viðtalið vakti mig til þó umhugsunar: Eru þrettán ára börn ekki alltof gömul til að vera læra grunnatriði trúarinnar? Eru þau ekki nógu þroskuð til að glíma við tiltölulega flókna guðfræði, kirkjusögu og myndmál, áhrif grískrar heimspeki á kristni og svo framvegis? Þau ættu að vera það. Þrettán ára börn eru engin kjánar, þvert á móti. En þau þurfa sterkari grunn og hann mætti rækta miklu fyrr. Ég bý sjálfur vel að því að hafa stundað nám í Landakotsskóla þegar hann var ennþá rekinn af kaþólsku kirkjunni. Þar lærði ég kristin fræði tvisvar í viku frá fimm ára aldri. Við lásum bæði Gamla og Nýja testamentið, sögurnar birtust mér ljóslifandi og merkilegt nokk þá skildi ég þær vel, vissulega öðruvísi en síðar meir, en þær voru sannar: Dularfullar, ógurlegar og ægifagrar. Ég hef aldrei gleymt því þegar Adam og Eva féllu í freistni og fálu sig í skömm sinni fyrir Guði, spennunni þegar Abraham leiddi Ísak upp á fjallið til að fórna honum, ógæfu Jobs, visku Salómons konungs, Maríu og Jósef á flótta með Jesúbarnið, svikum Júdasar og hápunktinum sjálfum: písl og upprisu Krists. Það er fjársjóður að njóta þessara sagna ómengaðra sem barn í réttu umhverfi, að upplifa þær jafn sterkt og aðeins börn eru fær um upplifa sögur og það er gríðarsterkur grunnur til framtíðar hvort sem það er í trú, sögu eða menningarlæsi síðar meir. Í raun er þekking á kristinni trú megingrundvöllur þess að skilja okkur sjálf og samfélagið allt. Langflestir Íslendingar tilheyra ennþá Þjóðkirkjunni, staða hennar er varin í stjórnarskrá, og hún gegnir ennþá því mikilvæga hlutverki að varðveita og efla kristna trú í landinu. Það er þó ekki gert þegar menn liggja á bakinu, örmagna af frjálslyndisfíkn. Það er gert þegar kirkjan gerist allsgáð, sækir í uppruna sinn og talar af sjálfstrausti, sannfærð um að hún hafi eitthvað að bjóða. Hún þarf að vera óhrædd að stunda trúboð, hvað sem öllum úrtölum líður. Það væri t.d eðlileg krafa af hennar hálfu að hinn kristni meirihluti landsmanna gæti gengið að kristnum fræðum vísum í almenningsskólum og að trú væri samofin skólastarfinu. Enginn væri betri talsmaður þess á Íslandi en öflug og samstíga þjóðkirkja. Staðreyndin er þó sú að Þjóðkirkjan hefur verið upptekin við eitthvað allt annað og í stað þess að sækja fram hefur hún hörfað. Hún virðist einfaldlega hafa kokgleypt þá hugmynd trúlausra að kristin trú eigi ekki að vera samofin samfélaginu. Því fer sem fer: Hið trúlausa rými er nefnilega hvorki dautt né hlutlaust, það þenst út og ryðst inn á kirkjugólfið og þá enda prestar sem talsmenn sjálfsfróunar og viðhlæjendur guðlasts. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Sjá meira
Þjóðkirkja Íslands er í dag framsækin kirkjudeild og er sem slík óþreytandi að finna upp á nýjum leiðum til að boða fagnaðarerindið. Hún tók sig því nýlega til og bauð fermingarbörnum upp á kennslu í sjálfsfróun með guðlasts ívafi. Í stuttu máli þá var kynfræðingur fengin til að halda fyrirlestur og fór mikinn: Hún hvatti börnin til sjálfsfróunar og mun hafa hæðst að bæði Jesú Kristi, lærisveinum hans, Heilagri Guðsmóður og Heilagri Maríu Magdalenu að því virðist með hlátri viðstaddra presta að undirleik. Úrtölumenn telja þessa uppákomu til marks um það að ill öfl starfi innan kirkjunnar sem hafi það að meginmarkmiði sínu að grafa undan kristinni trú á Íslandi en það verður að teljast afar ólíklegt og jafnvel meinfýsið. Við verðum nefnilega að hafa í huga að flestir prestar þjóðkirkjunnar eru sjúklingar sem glíma við alvarlega fíkn. Fyrir rúmum tíu árum skrifaði rithöfundurinn Guðbergur Bergsson heitinn grein um þennan sjúkdóm, sem hann nefndi frjálslyndisfíknina. Hann taldi frjálslynt fólk bera öll einkenni fíkla: „Í öllum fjölmiðlum eru fíklar að sýna samúð og frjálslyndi. Þeir skjótast með látum út úr gluggaboru á klukkunni og gala eins og gaukur: Réttum ranglætið. Síðan er skellt aftur og fíkillinn “trekkir sig upp.” Það er gott að hafa þetta í huga. Prestar Þjóðkirkjunnar voru einfaldlega sólgnir í næsta skammt af fentanyl-frjálslyndi: almenna viðurkenningu í hinu frjálslynda stórsamfélagi. Það skipti litlu þó að virðingu við börn, foreldra þeirra, heilaga Guðsmóður og Drottin sjálfan væri fórnað á altarinu. Fíkillinn þarf sinn skammt og aðeins steinaldarmenn eru ekki færir um að sýna því skilning. En skilningur er eitt og ást er annað. Við verðum að velta því fyrir okkur hvernig við getum elskað þessa langt leiddu presta og veitt þeim einhverja líkn. Heilagur Tómas af Akvínó sagði jú að það að elska einhvern væri að vilja þeim það sem er þeim fyrir bestu. Í tilfelli fíkils er það yfirleitt tvennt: að svipta þá aðgengi af eiturlyfinu og veita þeim einhverskonar æðri tilgang. Í kjölfar sjálfsfróunaruppþotsins hlustaði ég á viðtal við ágætan og að því virðist allsgáðan prest, Séra Grétar Halldór Gunnarsson, en hann var víst einn af fáum prestum kirkjunnar sem gaf á sér færi til viðtals. Séra Grétar sagði að kynfræðsla væri ekki á dagskrá hjá sér í fermingarfræðslunni enda væri áherslan á kynna börnin fyrir grunnatriðum kristinnar trúar. Börnin kynnu enda fæst Faðirvorið þegar þau kæmu til hans og því væri mikið verk að vinna. Þetta viðmót prestsins er auðvitað gott, mögulega eins og best verður á kosið við núverandi aðstæður. Séra Grétar er varfærinn en hann er hrópandi í eyðimörkinni og það er mögulegt að hann myndi jafnvel skella í lás í Kópavogskirkju ef að sjálfsfróunar- og frjálslyndisfíkla bæri að garði. Viðtalið vakti mig til þó umhugsunar: Eru þrettán ára börn ekki alltof gömul til að vera læra grunnatriði trúarinnar? Eru þau ekki nógu þroskuð til að glíma við tiltölulega flókna guðfræði, kirkjusögu og myndmál, áhrif grískrar heimspeki á kristni og svo framvegis? Þau ættu að vera það. Þrettán ára börn eru engin kjánar, þvert á móti. En þau þurfa sterkari grunn og hann mætti rækta miklu fyrr. Ég bý sjálfur vel að því að hafa stundað nám í Landakotsskóla þegar hann var ennþá rekinn af kaþólsku kirkjunni. Þar lærði ég kristin fræði tvisvar í viku frá fimm ára aldri. Við lásum bæði Gamla og Nýja testamentið, sögurnar birtust mér ljóslifandi og merkilegt nokk þá skildi ég þær vel, vissulega öðruvísi en síðar meir, en þær voru sannar: Dularfullar, ógurlegar og ægifagrar. Ég hef aldrei gleymt því þegar Adam og Eva féllu í freistni og fálu sig í skömm sinni fyrir Guði, spennunni þegar Abraham leiddi Ísak upp á fjallið til að fórna honum, ógæfu Jobs, visku Salómons konungs, Maríu og Jósef á flótta með Jesúbarnið, svikum Júdasar og hápunktinum sjálfum: písl og upprisu Krists. Það er fjársjóður að njóta þessara sagna ómengaðra sem barn í réttu umhverfi, að upplifa þær jafn sterkt og aðeins börn eru fær um upplifa sögur og það er gríðarsterkur grunnur til framtíðar hvort sem það er í trú, sögu eða menningarlæsi síðar meir. Í raun er þekking á kristinni trú megingrundvöllur þess að skilja okkur sjálf og samfélagið allt. Langflestir Íslendingar tilheyra ennþá Þjóðkirkjunni, staða hennar er varin í stjórnarskrá, og hún gegnir ennþá því mikilvæga hlutverki að varðveita og efla kristna trú í landinu. Það er þó ekki gert þegar menn liggja á bakinu, örmagna af frjálslyndisfíkn. Það er gert þegar kirkjan gerist allsgáð, sækir í uppruna sinn og talar af sjálfstrausti, sannfærð um að hún hafi eitthvað að bjóða. Hún þarf að vera óhrædd að stunda trúboð, hvað sem öllum úrtölum líður. Það væri t.d eðlileg krafa af hennar hálfu að hinn kristni meirihluti landsmanna gæti gengið að kristnum fræðum vísum í almenningsskólum og að trú væri samofin skólastarfinu. Enginn væri betri talsmaður þess á Íslandi en öflug og samstíga þjóðkirkja. Staðreyndin er þó sú að Þjóðkirkjan hefur verið upptekin við eitthvað allt annað og í stað þess að sækja fram hefur hún hörfað. Hún virðist einfaldlega hafa kokgleypt þá hugmynd trúlausra að kristin trú eigi ekki að vera samofin samfélaginu. Því fer sem fer: Hið trúlausa rými er nefnilega hvorki dautt né hlutlaust, það þenst út og ryðst inn á kirkjugólfið og þá enda prestar sem talsmenn sjálfsfróunar og viðhlæjendur guðlasts. Höfundur er listamaður og leikmaður í kaþólsku kirkjunni.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun