Hægagangurinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. janúar 2013 06:00 Samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær, um að hægja á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, er augljóslega tekin með hagsmuni Vinstri grænna í huga. Flokkurinn treystir sér ekki til að hefja viðræður um erfiðustu málin; landbúnað, sjávarútveg og tengd mál, í aðdraganda kosninga. Út frá hagsmunum Íslands í aðildarferlinu getur þó vel verið að þetta sé skynsamleg ákvörðun. Veruleg hætta er á að umræðan um samningsafstöðu Íslands í þessum viðkvæmustu málum verði ekki málefnaleg í aðdraganda kosninga og að kosningaveturinn einkennist af upphlaupum og ofurdramatík, sem myndi fremur skaða málstað Íslands í viðræðunum en hitt. Það er skynsamlegra að ræða þau mál við ESB þegar kosningaslagurinn er frá. Almennt talað er ekki ástæða til að flýta sér um of í viðræðunum. Lengi hefur legið fyrir að tal Samfylkingarfólks um að hægt væri að ljúka þeim fyrir kosningar væri óraunhæft. Þar kemur ýmislegt til. Á löngu tímabili tafði hluti VG, undir forystu Jóns Bjarnasonar, vinnuna í landbúnaðarmálum. Makríldeilan hefur sett strik í reikninginn í sjávarútvegsmálum. Sömuleiðis getur verið ráð að bíða og sjá hvernig gengur að vinna á skulda- og ríkisfjármálavanda ríkja á evrusvæðinu áður en Íslendingar gera upp hug sinn til ESB-aðildar. Vert er að hafa í huga að með ákvörðun gærdagsins er ekki gert hlé á samningaviðræðunum. Viðræðum um ellefu kafla af 33 í löggjöf ESB er lokið. Í sextán halda viðræður áfram og ekki er líklegt að mikið beri þar í milli. Á heildina litið hafa aðildarviðræðurnar gengið ágætlega. Stóra spurningin er hins vegar hvað gerist eftir kosningar. Stjórnarflokkarnir eru afar ólíklegir til að halda meirihluta á þingi, jafnvel þótt svo ósennilega vildi til að VG vildi halda áfram samstarfi upp á sömu býti í Evrópumálunum; að vera með aðildarviðræðum en á móti aðild. Samfylkingin og Björt framtíð, sem vilja ljúka aðildarviðræðum, munu varla ná meirihluta heldur. Og svo mikið ber á milli andstæðinga ESB-aðildar, til dæmis VG og Sjálfstæðisflokksins, í öðrum málum að vandséð er hvernig á að verða stjórnarsamstarf úr því. Tillaga sjálfstæðismanna, framsóknarmanna og Jóns Bjarnasonar er að gera hlé á viðræðunum og halda svo þjóðaratkvæðagreiðslu til að ákveða hvort taka eigi upp þráðinn á ný. Slík atkvæðagreiðsla gæti verið eina leiðin til að höggva á hnútinn. Mjög afgerandi ókostur við þá leið er hins vegar að þá þarf þjóðin að taka afstöðu án þess að aðildarsamningur liggi fyrir. Umræðan er líklegri en ella til að byggjast á ófullkomnum upplýsingum, órökstuddum upphrópunum og hræðsluáróðri. Það er óábyrgt af flokkum sem ekki hafa lagt fram raunhæfa áætlun um hvernig sé hægt að koma Íslandi út úr gjaldeyrishöftum að berjast fyrir því að lokað verði einu leiðinni sem sýnt hefur verið fram á að sé fær, að ganga í ESB og taka upp evru, áður en fyrir liggur hvaða samningur er í boði. Skynsamlega, ábyrga leiðin í málinu er að klára aðildarviðræður á þeim tíma sem þarf til verksins og leyfa svo þjóðinni að taka afstöðu til aðildarsamningsins með hliðsjón af stöðu mála bæði hér og í ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær, um að hægja á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, er augljóslega tekin með hagsmuni Vinstri grænna í huga. Flokkurinn treystir sér ekki til að hefja viðræður um erfiðustu málin; landbúnað, sjávarútveg og tengd mál, í aðdraganda kosninga. Út frá hagsmunum Íslands í aðildarferlinu getur þó vel verið að þetta sé skynsamleg ákvörðun. Veruleg hætta er á að umræðan um samningsafstöðu Íslands í þessum viðkvæmustu málum verði ekki málefnaleg í aðdraganda kosninga og að kosningaveturinn einkennist af upphlaupum og ofurdramatík, sem myndi fremur skaða málstað Íslands í viðræðunum en hitt. Það er skynsamlegra að ræða þau mál við ESB þegar kosningaslagurinn er frá. Almennt talað er ekki ástæða til að flýta sér um of í viðræðunum. Lengi hefur legið fyrir að tal Samfylkingarfólks um að hægt væri að ljúka þeim fyrir kosningar væri óraunhæft. Þar kemur ýmislegt til. Á löngu tímabili tafði hluti VG, undir forystu Jóns Bjarnasonar, vinnuna í landbúnaðarmálum. Makríldeilan hefur sett strik í reikninginn í sjávarútvegsmálum. Sömuleiðis getur verið ráð að bíða og sjá hvernig gengur að vinna á skulda- og ríkisfjármálavanda ríkja á evrusvæðinu áður en Íslendingar gera upp hug sinn til ESB-aðildar. Vert er að hafa í huga að með ákvörðun gærdagsins er ekki gert hlé á samningaviðræðunum. Viðræðum um ellefu kafla af 33 í löggjöf ESB er lokið. Í sextán halda viðræður áfram og ekki er líklegt að mikið beri þar í milli. Á heildina litið hafa aðildarviðræðurnar gengið ágætlega. Stóra spurningin er hins vegar hvað gerist eftir kosningar. Stjórnarflokkarnir eru afar ólíklegir til að halda meirihluta á þingi, jafnvel þótt svo ósennilega vildi til að VG vildi halda áfram samstarfi upp á sömu býti í Evrópumálunum; að vera með aðildarviðræðum en á móti aðild. Samfylkingin og Björt framtíð, sem vilja ljúka aðildarviðræðum, munu varla ná meirihluta heldur. Og svo mikið ber á milli andstæðinga ESB-aðildar, til dæmis VG og Sjálfstæðisflokksins, í öðrum málum að vandséð er hvernig á að verða stjórnarsamstarf úr því. Tillaga sjálfstæðismanna, framsóknarmanna og Jóns Bjarnasonar er að gera hlé á viðræðunum og halda svo þjóðaratkvæðagreiðslu til að ákveða hvort taka eigi upp þráðinn á ný. Slík atkvæðagreiðsla gæti verið eina leiðin til að höggva á hnútinn. Mjög afgerandi ókostur við þá leið er hins vegar að þá þarf þjóðin að taka afstöðu án þess að aðildarsamningur liggi fyrir. Umræðan er líklegri en ella til að byggjast á ófullkomnum upplýsingum, órökstuddum upphrópunum og hræðsluáróðri. Það er óábyrgt af flokkum sem ekki hafa lagt fram raunhæfa áætlun um hvernig sé hægt að koma Íslandi út úr gjaldeyrishöftum að berjast fyrir því að lokað verði einu leiðinni sem sýnt hefur verið fram á að sé fær, að ganga í ESB og taka upp evru, áður en fyrir liggur hvaða samningur er í boði. Skynsamlega, ábyrga leiðin í málinu er að klára aðildarviðræður á þeim tíma sem þarf til verksins og leyfa svo þjóðinni að taka afstöðu til aðildarsamningsins með hliðsjón af stöðu mála bæði hér og í ESB.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun