Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Sigrar í jafnréttismálum Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 22. janúar 2013 07:00 Hugsjónin um jafnrétti kynjanna er einn af hornsteinum ríkisstjórnarinnar. Til að tryggja að jafnréttismálin séu jafnan til umræðu í breiðum hópi ráðherra úr báðum stjórnarflokkunum er starfrækt sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynjanna undir forystu forsætisráðherra. Aldrei áður hefur jafnréttismálum verið gert jafn hátt undir höfði af nokkurri ríkisstjórn hér á landi. Einstök frammistaða Íslands á þessu sviði — og vaxandi árangur ár frá ári — hefur verið staðfestur af fjöldamörgun alþjóðastofnunum. Þeirra þekktust er Alþjóða efnahagsráðið sem hefur skipað Íslandi fjögur ár í röð í efsta sæti í mælingum sínum á jafnrétti í heiminum.Fallnir múrar – brotin glerþök Jafnrétti kynjanna snýst ekki bara um lagabókstaf og formleg réttindi heldur ekki síður um hvort konur eigi jafnan aðgang að völdum og hafi jöfn áhrif á mótun samfélagsins. Þar höfum við þurft að fella múra og rjúfa glerþök. Í fyrsta skipti í Íslandssögunni gerðist það á þessu kjörtímabili að hlutur kynjanna í ráðherraembættum varð jafn og í fyrsta skipti gegna konur embættum fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Með lagabreytingum á árinu 2010 var konum ruddur vegurinn að stórauknum hlut í stjórnum hlutafélaga og lífeyrissjóða með lögum um 40% kynjakvóta sem taka gildi í september á þessu ári. Áhrifa þessarar lagabreytingar er þegar farið að gæta og konum í fararbroddi í atvinnulífinu fer fjölgandi. Núverandi ríkisstjórn er sú fyrsta í sögunni sem nær lögbundnum hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda.Launamunur kynjanna Þó dregið hafi úr launamun kynjanna á kjörtímabilinu er þar mikið verk óunnið. Búið er að taka á kynbundnum launamun í öllum ráðuneytum og nýlega var samþykkt ítarleg framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem inniheldur enn fleiri róttækar aðgerðir á sviði launajafnréttis. Starfandi er aðgerðahópur á vegum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem samræmir aðgerðir í þeim efnum og vinnur að innleiðingu jafnlaunastaðals sem nú er tilbúinn, en unnið hefur verið að á undanförnum árum.Ný sókn er hafin Með skýrri forgangsröðun ríkisstjórnarinnar var staðinn vörður um almannaþjónustuna og atvinnu kvenna og nú er það efnahagslega svigrúm sem skapast hefur nýtt til nýrrar sóknar m.a. til að hækka aftur fæðingarorlofsgreiðslur, barnabætur og lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá hafa styrkveitingar hafist að nýju úr Jafnréttissjóði, sem var tímabundið lagður til hliðar í kjölfar kreppunnar.Gegn kynbundnu ofbeldi Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur frá fyrsta degi verið á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Unnið hefur verið eftir fyrstu aðgerðaáætlun Íslands gegn mansali, alþjóðlegir samningar gegn mansali og gegn kynferðislegri misnotkun á börnum hafa verið fullgiltir og Evrópuráðssamningur gegn kynbundnu ofbeldi undirritaður af Íslands hálfu. Ákvæði sem heimila brottflutning ofbeldismanna af heimili, hin svokallaða austurríska leið, hafa verið leidd í lög. Kaup á vændi hafa verið gerð refsiverð og nektarstaðir bannaðir. Stutt hefur verið fjárhagslega við aðgerðir grasrótarsamtaka, s.s. stofnun Kristínarhúss og kaup Kvennaathvarfs á stærra húsnæði og á þremur árum verður 114 milljónum króna varið til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá eru aðeins fáeinir dagar síðan ríkisstjórnin setti á fót samráðshóp til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þannig vinnast sigrarnir í jafnréttismálum, hver á fætur öðrum, undir forystu okkar jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Hugsjónin um jafnrétti kynjanna er einn af hornsteinum ríkisstjórnarinnar. Til að tryggja að jafnréttismálin séu jafnan til umræðu í breiðum hópi ráðherra úr báðum stjórnarflokkunum er starfrækt sérstök ráðherranefnd um jafnrétti kynjanna undir forystu forsætisráðherra. Aldrei áður hefur jafnréttismálum verið gert jafn hátt undir höfði af nokkurri ríkisstjórn hér á landi. Einstök frammistaða Íslands á þessu sviði — og vaxandi árangur ár frá ári — hefur verið staðfestur af fjöldamörgun alþjóðastofnunum. Þeirra þekktust er Alþjóða efnahagsráðið sem hefur skipað Íslandi fjögur ár í röð í efsta sæti í mælingum sínum á jafnrétti í heiminum.Fallnir múrar – brotin glerþök Jafnrétti kynjanna snýst ekki bara um lagabókstaf og formleg réttindi heldur ekki síður um hvort konur eigi jafnan aðgang að völdum og hafi jöfn áhrif á mótun samfélagsins. Þar höfum við þurft að fella múra og rjúfa glerþök. Í fyrsta skipti í Íslandssögunni gerðist það á þessu kjörtímabili að hlutur kynjanna í ráðherraembættum varð jafn og í fyrsta skipti gegna konur embættum fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Með lagabreytingum á árinu 2010 var konum ruddur vegurinn að stórauknum hlut í stjórnum hlutafélaga og lífeyrissjóða með lögum um 40% kynjakvóta sem taka gildi í september á þessu ári. Áhrifa þessarar lagabreytingar er þegar farið að gæta og konum í fararbroddi í atvinnulífinu fer fjölgandi. Núverandi ríkisstjórn er sú fyrsta í sögunni sem nær lögbundnum hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda.Launamunur kynjanna Þó dregið hafi úr launamun kynjanna á kjörtímabilinu er þar mikið verk óunnið. Búið er að taka á kynbundnum launamun í öllum ráðuneytum og nýlega var samþykkt ítarleg framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem inniheldur enn fleiri róttækar aðgerðir á sviði launajafnréttis. Starfandi er aðgerðahópur á vegum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem samræmir aðgerðir í þeim efnum og vinnur að innleiðingu jafnlaunastaðals sem nú er tilbúinn, en unnið hefur verið að á undanförnum árum.Ný sókn er hafin Með skýrri forgangsröðun ríkisstjórnarinnar var staðinn vörður um almannaþjónustuna og atvinnu kvenna og nú er það efnahagslega svigrúm sem skapast hefur nýtt til nýrrar sóknar m.a. til að hækka aftur fæðingarorlofsgreiðslur, barnabætur og lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Þá hafa styrkveitingar hafist að nýju úr Jafnréttissjóði, sem var tímabundið lagður til hliðar í kjölfar kreppunnar.Gegn kynbundnu ofbeldi Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi hefur frá fyrsta degi verið á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Unnið hefur verið eftir fyrstu aðgerðaáætlun Íslands gegn mansali, alþjóðlegir samningar gegn mansali og gegn kynferðislegri misnotkun á börnum hafa verið fullgiltir og Evrópuráðssamningur gegn kynbundnu ofbeldi undirritaður af Íslands hálfu. Ákvæði sem heimila brottflutning ofbeldismanna af heimili, hin svokallaða austurríska leið, hafa verið leidd í lög. Kaup á vændi hafa verið gerð refsiverð og nektarstaðir bannaðir. Stutt hefur verið fjárhagslega við aðgerðir grasrótarsamtaka, s.s. stofnun Kristínarhúss og kaup Kvennaathvarfs á stærra húsnæði og á þremur árum verður 114 milljónum króna varið til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá eru aðeins fáeinir dagar síðan ríkisstjórnin setti á fót samráðshóp til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þannig vinnast sigrarnir í jafnréttismálum, hver á fætur öðrum, undir forystu okkar jafnaðarmanna.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun