Kort af Íslandi fyrir alla Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. janúar 2013 06:00 Á hverjum degi neytum við sjálfsagt mun meiri landupplýsinga en nokkurt okkar órar fyrir. Veðurkort eftir kvöldfréttirnar, leiðsögukerfi í bílum og gervihnattatengdir farsímar. Allt eru þetta sívaxandi þættir í nútímalífi sem byggja á landupplýsingum. Sömu grunnupplýsingarnar skipta öllu máli þegar mannvirki eru reist eða samsetning þjóðarinnar greind. Fjölmargar stéttir eru með öllu háðar því í störfum sínum að hafa landupplýsingar aðgengilegar. Stafræn kort gegna sífellt auknu hlutverki, hvort sem það er vegna rafrænnar stjórnsýslu, skipulagsmála, náttúruverndar, rannsókna, orkumála, almannavarna eða upplýsinga um náttúruna og umhverfismál. Þá eru slíkar upplýsingar undirstaða ferðalaga og útivistar almennings þar sem kort eru notuð í leiðsögutækjum og farsímum til upplýsingamiðlunar. Örnefni eru einnig mikilvæg sem lyklar að sögu, menningu og búskaparháttum þjóðarinnar. Landmælingar Íslands hafa um langt skeið haft með höndum skipulega söfnun þessara gagna og því að byggja upp stafræna kortagrunna og aðgang að gögnum á vefnum. Hingað til hefur þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að opinberum landupplýsingum á stafrænu formi, en færst hefur í aukana að slík gögn hafi verið gerð aðgengileg án gjaldtöku í nágrannalöndum okkar. Þetta er ekki að ástæðulausu – í nýlegri erlendri rannsókn kemur fram að í þeim löndum þar sem opinber kortagögn og landupplýsingar eru án gjaldtöku er vöxtur fyrirtækja sem reiða sig á slík gögn 15% meiri en í þeim löndum þar sem gögnin eru seld. Í ljósi þessa hef ég ákveðið, að tillögu Landmælinga Íslands, að stafræn gögn stofnunarinnar verði gerð gjaldfrjáls og aðgengileg öllum sem á þurfa að halda. Um er að ræða gögn sem unnin hafa verið fyrir almannafé. Með þessari breytingu er almenningi tryggður gjaldfrjáls og greiður aðgangur að þeim. Þetta mun styðja aukna notkun þeirra og ekki síst stuðla að nýsköpun í einkageiranum og í opinberri þjónustu. Landmælingar Íslands hafa þegar gert kortagögn og loftmyndir aðgengileg til niðurhals á vef sínum, www.lmi.is, án gjaldtöku. Aðgengi að stafrænum gögnum Landmælinga er mikilvæg varða í átt til opnara og gagnsærra samfélags. Þetta er í anda þeirra áherslna að svo ríkir hagsmunir eigi að vera í þágu almennings en ekki vara á markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverjum degi neytum við sjálfsagt mun meiri landupplýsinga en nokkurt okkar órar fyrir. Veðurkort eftir kvöldfréttirnar, leiðsögukerfi í bílum og gervihnattatengdir farsímar. Allt eru þetta sívaxandi þættir í nútímalífi sem byggja á landupplýsingum. Sömu grunnupplýsingarnar skipta öllu máli þegar mannvirki eru reist eða samsetning þjóðarinnar greind. Fjölmargar stéttir eru með öllu háðar því í störfum sínum að hafa landupplýsingar aðgengilegar. Stafræn kort gegna sífellt auknu hlutverki, hvort sem það er vegna rafrænnar stjórnsýslu, skipulagsmála, náttúruverndar, rannsókna, orkumála, almannavarna eða upplýsinga um náttúruna og umhverfismál. Þá eru slíkar upplýsingar undirstaða ferðalaga og útivistar almennings þar sem kort eru notuð í leiðsögutækjum og farsímum til upplýsingamiðlunar. Örnefni eru einnig mikilvæg sem lyklar að sögu, menningu og búskaparháttum þjóðarinnar. Landmælingar Íslands hafa um langt skeið haft með höndum skipulega söfnun þessara gagna og því að byggja upp stafræna kortagrunna og aðgang að gögnum á vefnum. Hingað til hefur þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að opinberum landupplýsingum á stafrænu formi, en færst hefur í aukana að slík gögn hafi verið gerð aðgengileg án gjaldtöku í nágrannalöndum okkar. Þetta er ekki að ástæðulausu – í nýlegri erlendri rannsókn kemur fram að í þeim löndum þar sem opinber kortagögn og landupplýsingar eru án gjaldtöku er vöxtur fyrirtækja sem reiða sig á slík gögn 15% meiri en í þeim löndum þar sem gögnin eru seld. Í ljósi þessa hef ég ákveðið, að tillögu Landmælinga Íslands, að stafræn gögn stofnunarinnar verði gerð gjaldfrjáls og aðgengileg öllum sem á þurfa að halda. Um er að ræða gögn sem unnin hafa verið fyrir almannafé. Með þessari breytingu er almenningi tryggður gjaldfrjáls og greiður aðgangur að þeim. Þetta mun styðja aukna notkun þeirra og ekki síst stuðla að nýsköpun í einkageiranum og í opinberri þjónustu. Landmælingar Íslands hafa þegar gert kortagögn og loftmyndir aðgengileg til niðurhals á vef sínum, www.lmi.is, án gjaldtöku. Aðgengi að stafrænum gögnum Landmælinga er mikilvæg varða í átt til opnara og gagnsærra samfélags. Þetta er í anda þeirra áherslna að svo ríkir hagsmunir eigi að vera í þágu almennings en ekki vara á markaði.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun