Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Uppbygging atvinnulífsins Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2013 06:00 Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG tók við stjórn landsins fyrir hartnær fjórum árum voru atvinnumálin þegar sett í forgang. Þörfin var enda brýn, eftir fordæmalaust hrun í íslensku hagkerfi þar sem 15-20 þúsund störf töpuðust. Síðan þá hefur atvinnuleysi minnkað um helming og hefur atvinnulausum fækkað um meira en 10.000. Nú eru fleiri starfandi konur en voru fyrir hrun og er atvinnuþátttaka á Íslandi ein sú mesta í heimi.Atvinnuvegafjárfesting á uppleið Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand um allan heim hefur hagvöxtur verið viðvarandi á Íslandi undanfarin rúm tvö ár og það umtalsvert hærri en í flestum okkar helstu samanburðarlöndum. Fjárfesting í hagkerfinu er nú um 15% af landsframleiðslu en sameiginlegt markmið aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda hefur verið um 20% og þangað eigum við að sjálfsögðu að stefna. Það er ánægjulegt að atvinnuvegafjárfestingin er á uppleið og nálgast nú 30 ára meðaltal. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér.Fjárfest fyrir um 200 milljarða Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir margvíslegum atvinnuskapandi verkefnum á kjörtímabilinu, bæði almennum og sértækum. Þúsundir starfa hafa þannig skapast hjá iðnaðarmönnum á grundvelli átaksins „Allir vinna“ og á grundvelli laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hafa þegar verið undirritaðir stórir fjárfestingarsamningar. Samtals er þar um 1.300 ársverk að tefla og samanlagt nema fjárfestingarnar í öllum verkefnunum 180 til 200 milljörðum króna.Orkuöflun og skapandi greinar Stækkun álversins í Straumsvík skiptir einnig miklu máli en nú er auk þess unnið að framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun og stækkun Kárahnjúkavirkjunar með framkvæmdum við Sauðárveitu. Landsvirkjun hefur einnig unnið að ýmsum undirbúningsverkefnum vegna fyrirhugaðra virkjana í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum en í kjölfar alþjóðlegs útboðs var gerður 2,9 milljarða kr. samningur um ráðgjöf við hönnun og gerð útboðsgagna. Þá eru fjölmörg önnur fjárfestingarverkefni í vinnslu eða þegar hafin, s.s. við gagnaver, fiskeldi, kísilver og önnur mannfrek verkefni. Lög um endurgreiðslu skatta vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hafa einnig reynst okkur vel og stuðlað að vexti fjölmargra fyrirtækja, ekki síst sprotafyrirtækja í hugbúnaðargeiranum.Þúsundir nýrra starfa Á þessu ári verður yfir 10 milljörðum varið til sérstakra fjárfestingarverkefna samkvæmt fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlunin á að örva hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi sem styðst við hugvit og nýsköpun, en á þremur árum má reikna með að hún skapi allt að 4.000 bein störf og enn fleiri óbein. Fjárfestingaráætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og er ætlað að treysta innviði og vöxt samfélagsins, ekki síst skapandi greinar í gegnum Kvikmyndasjóð og Verkefnasjóð skapandi greina og græna hagkerfið. Grænn fjárfestingarsjóður verður settur á fót með hálfum milljarði úr að spila á þessu ári og 1,3 milljarðar króna fara í stærstu opinberu rannsóknasjóðina, sem er um tvöföldun á fyrri framlögum.500 milljónir í uppbyggingu Ferðaþjónustan hefur vaxið hratt á kjörtímabilinu en hún aflar mikilvægs gjaldeyris og skapar fjölda starfa. Um fimmtungi fleiri ferðamenn komu til landsins í fyrra en árið áður, ekki síst vegna árangursríks markaðstarfs ferðaþjónustunnar og stjórnvalda undir yfirskriftinni „Inspired by Iceland“. Samkvæmt fjárfestingaráætluninni mun hálfur milljarður renna í uppbyggingu ferðamannastaða á þessu ári og á grundvelli hennar verður einnig unnt að hefja framkvæmdir við Norðfjarðargöng á árinu. Þá hefur verið undirritaður 8,7 milljarða króna lánasamningur vegna framkvæmdar við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Nýverið var enn fremur samþykkt að verja 400 milljónum króna í sóknaráætlanir sem skiptast milli átta landshluta.Fleiri flytja til landsins Atvinnumálin eru og hafa verið forgangsmál þessarar ríkisstjórnar. Árangurinn sjáum við í viðvarandi hagvexti, fjölgun starfa, lækkun atvinnuleysis og bættum hag launafólks. Í síðustu viku birtist enn einn ánægjulegur vitnisburður þess að við séum farin að sjá til lands. Í fyrsta sinn frá hruni er fjöldi þeirra sem flytjast til landsins mun meiri en þeirra sem flytja frá landinu og í fyrsta sinn frá hruni fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því. Má telja það meðal ánægjulegustu merkja um bata íslenska hagkerfisins og aukna bjartsýni enda eru hagvaxtarhorfur betri hér á landi en víðast hvar í hinum vestræna heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG tók við stjórn landsins fyrir hartnær fjórum árum voru atvinnumálin þegar sett í forgang. Þörfin var enda brýn, eftir fordæmalaust hrun í íslensku hagkerfi þar sem 15-20 þúsund störf töpuðust. Síðan þá hefur atvinnuleysi minnkað um helming og hefur atvinnulausum fækkað um meira en 10.000. Nú eru fleiri starfandi konur en voru fyrir hrun og er atvinnuþátttaka á Íslandi ein sú mesta í heimi.Atvinnuvegafjárfesting á uppleið Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand um allan heim hefur hagvöxtur verið viðvarandi á Íslandi undanfarin rúm tvö ár og það umtalsvert hærri en í flestum okkar helstu samanburðarlöndum. Fjárfesting í hagkerfinu er nú um 15% af landsframleiðslu en sameiginlegt markmið aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda hefur verið um 20% og þangað eigum við að sjálfsögðu að stefna. Það er ánægjulegt að atvinnuvegafjárfestingin er á uppleið og nálgast nú 30 ára meðaltal. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér.Fjárfest fyrir um 200 milljarða Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir margvíslegum atvinnuskapandi verkefnum á kjörtímabilinu, bæði almennum og sértækum. Þúsundir starfa hafa þannig skapast hjá iðnaðarmönnum á grundvelli átaksins „Allir vinna“ og á grundvelli laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hafa þegar verið undirritaðir stórir fjárfestingarsamningar. Samtals er þar um 1.300 ársverk að tefla og samanlagt nema fjárfestingarnar í öllum verkefnunum 180 til 200 milljörðum króna.Orkuöflun og skapandi greinar Stækkun álversins í Straumsvík skiptir einnig miklu máli en nú er auk þess unnið að framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun og stækkun Kárahnjúkavirkjunar með framkvæmdum við Sauðárveitu. Landsvirkjun hefur einnig unnið að ýmsum undirbúningsverkefnum vegna fyrirhugaðra virkjana í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum en í kjölfar alþjóðlegs útboðs var gerður 2,9 milljarða kr. samningur um ráðgjöf við hönnun og gerð útboðsgagna. Þá eru fjölmörg önnur fjárfestingarverkefni í vinnslu eða þegar hafin, s.s. við gagnaver, fiskeldi, kísilver og önnur mannfrek verkefni. Lög um endurgreiðslu skatta vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hafa einnig reynst okkur vel og stuðlað að vexti fjölmargra fyrirtækja, ekki síst sprotafyrirtækja í hugbúnaðargeiranum.Þúsundir nýrra starfa Á þessu ári verður yfir 10 milljörðum varið til sérstakra fjárfestingarverkefna samkvæmt fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlunin á að örva hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi sem styðst við hugvit og nýsköpun, en á þremur árum má reikna með að hún skapi allt að 4.000 bein störf og enn fleiri óbein. Fjárfestingaráætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og er ætlað að treysta innviði og vöxt samfélagsins, ekki síst skapandi greinar í gegnum Kvikmyndasjóð og Verkefnasjóð skapandi greina og græna hagkerfið. Grænn fjárfestingarsjóður verður settur á fót með hálfum milljarði úr að spila á þessu ári og 1,3 milljarðar króna fara í stærstu opinberu rannsóknasjóðina, sem er um tvöföldun á fyrri framlögum.500 milljónir í uppbyggingu Ferðaþjónustan hefur vaxið hratt á kjörtímabilinu en hún aflar mikilvægs gjaldeyris og skapar fjölda starfa. Um fimmtungi fleiri ferðamenn komu til landsins í fyrra en árið áður, ekki síst vegna árangursríks markaðstarfs ferðaþjónustunnar og stjórnvalda undir yfirskriftinni „Inspired by Iceland“. Samkvæmt fjárfestingaráætluninni mun hálfur milljarður renna í uppbyggingu ferðamannastaða á þessu ári og á grundvelli hennar verður einnig unnt að hefja framkvæmdir við Norðfjarðargöng á árinu. Þá hefur verið undirritaður 8,7 milljarða króna lánasamningur vegna framkvæmdar við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Nýverið var enn fremur samþykkt að verja 400 milljónum króna í sóknaráætlanir sem skiptast milli átta landshluta.Fleiri flytja til landsins Atvinnumálin eru og hafa verið forgangsmál þessarar ríkisstjórnar. Árangurinn sjáum við í viðvarandi hagvexti, fjölgun starfa, lækkun atvinnuleysis og bættum hag launafólks. Í síðustu viku birtist enn einn ánægjulegur vitnisburður þess að við séum farin að sjá til lands. Í fyrsta sinn frá hruni er fjöldi þeirra sem flytjast til landsins mun meiri en þeirra sem flytja frá landinu og í fyrsta sinn frá hruni fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því. Má telja það meðal ánægjulegustu merkja um bata íslenska hagkerfisins og aukna bjartsýni enda eru hagvaxtarhorfur betri hér á landi en víðast hvar í hinum vestræna heimi.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun