Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Jöfnuður og bætt lífskjör Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2013 06:00 Jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð eru pólitísk grundvallargildi. Það sama á við um markaðsfrelsi og trúna á að markaðurinn leysi öll helstu þjóðfélagslegu vandamálin. Við erum reynslunni ríkari um það hvert óheft og áhættusækin markaðshyggja getur leitt okkur. Í öllu uppbyggingar- og endurreisnarstarfi liðinna fjögurra ára hafa stjórnarflokkarnir lagt ríka áherslu á það hlutverk ríkisvaldsins að vernda mannréttindi og öryggi borgaranna og stuðla að félagslegu réttlæti, ekki síst til að auka jöfnuð. Fjöldi athugana sýnir að aukinn jöfnuður og betri lífskjör og lífsgæði haldast í hendur. Þess vegna er sú vegferð samfélagsumbóta, sem fyrsta meirihlutastjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks stendur nú fyrir, afar merkileg. Breski fræðimaðurinn R. Wilkinson segir enda að ójöfnuður hafi verstu áhrifin á þá sem eru í tekjulægsta hópi samfélagsins, en aukinn jöfnuður feli einnig í sér ávinninga fyrir þá sem mest hafa handa á milli. Aukinn efnahagslegur jöfnuður færi öllum betri lífskjör. Aukinn jöfnuður Undir forystu jafnaðarstjórnar Samfylkingar og VG undanfarin fjögur ár hafa orðið gagnger umskipti í þessum efnum. Komið var böndum á ójöfnuðinn sem grafið hafði um sig á löngum valdaferli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Á innan við tíu árum hafði hlutur hinna ríkustu í heildartekjum þjóðarinnar aukist úr fjórum til fimm prósentum í um tuttugu prósent. Á sama tíma minnkaði skattbyrði þessa hóps stig af stigi en skattbyrði annarra jókst að sama skapi. Þessi stefna framkallaði á einum áratug meiri stéttskiptingu á Íslandi en við höfðum áður séð. Með margvíslegum aðgerðum hefur dregið svo mjög úr ójöfnuði að nú er hann með því minnsta sem gerist í heiminum. Ójöfnuður ráðstöfunartekna í landinu er um helmingi minni nú en árið 2007 þegar hann varð mestur. Á svonefndum GINI-kvarða varð ójöfnuður skattskyldra tekna heil 0,43 stig skömmu fyrir hrun en er nú kominn niður í um 0,23 (því meira sem talan nálgast 0 því meiri er jöfnuðurinn.) Sanngjarnari og minni skattar Margir undrast að á sama tíma og jöfnuður eykst hér á landi dregur úr skattheimtu sem hlutfalli af landsframleiðslu. Ísland er í 16. sæti meðal 30 landa ESB og EFTA sem nýleg gögn Eurostat um skattbyrði ná til. Nærri 36 prósent landsframleiðslunnar renna nú til hins opinbera í formi tekjuskatts, virðisaukaskatts og launatengdra gjalda. Þetta hlutfall var yfir 40% árið 2007. Í hópi Norðurlandanna mælist skattbyrðin minnst hér á landi og nær allar viðskiptaþjóðir okkar í Evrópu innheimta meiri skatta sem hlutfall af landsframleiðslu en gert er hér á landi. Þrátt fyrir minnkandi hlutfall skatta hefur ríkisstjórnin varið stærri hluta ríkisútgjalda til velferðarmála og aukins jöfnuðar. Yfir 100 milljörðum króna hefur verið varið í barnabætur og vaxtabætur á kjörtímabilinu. Þá hafa íbúðaeigendur fengið um 35% vaxtakostnaðar vegna húsnæðislána endurgreiddan úr ríkissjóði og var þetta hlutfall næstum tvöfaldað á liðnum tveimur árum. Sé litið til tekjulægstu 10% heimila árið 2010 þá niðurgreiddi ríkið næstum því helming alls vaxtakostnaðar þess hóps. Réttlæti og minni fátækt Alþjóðleg samanburðargögn sýna einnig að fátækt meðal barna er hvergi minni en hér á landi og hið sama á við um hættuna á fátækt og félagslegri einangrun landsmanna og fjölda þeirra undir lágtekjumörkum. Hvergi í Evrópu er staðan betri að þessu leyti. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til þess hvernig stjórnvöld kappkostuðu að hlífa eins og kostur var þeim samfélagshópum sem lakast stóðu og færa byrðarnar sem mest á breiðari bökin. Samkvæmt skýrslu Þjóðmálastofnunar HÍ tókst þetta bærilega. Meðalrýrnun ráðstöfunartekna fjölskyldna árin 2008-2010 var um 20% en hjá lágtekjufólki rýrnuðu kjörin um 9%. Hjá millitekjufólki var kjaraskerðingin um 14% en hjá hátekjufólki um 38%. Það er ánægjulegt til þess að vita að þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar hrunsins eru Íslendingar nú með allra ánægðustu þjóðum með líf sitt. Samkvæmt könnun sem Eurobarometer birti í desember síðastliðnum líta þeir nánustu framtíð bjartari augum í efnahagslegu tilliti en aðrar Evrópuþjóðir. Enn er þó margt ógert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Sjá meira
Jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð eru pólitísk grundvallargildi. Það sama á við um markaðsfrelsi og trúna á að markaðurinn leysi öll helstu þjóðfélagslegu vandamálin. Við erum reynslunni ríkari um það hvert óheft og áhættusækin markaðshyggja getur leitt okkur. Í öllu uppbyggingar- og endurreisnarstarfi liðinna fjögurra ára hafa stjórnarflokkarnir lagt ríka áherslu á það hlutverk ríkisvaldsins að vernda mannréttindi og öryggi borgaranna og stuðla að félagslegu réttlæti, ekki síst til að auka jöfnuð. Fjöldi athugana sýnir að aukinn jöfnuður og betri lífskjör og lífsgæði haldast í hendur. Þess vegna er sú vegferð samfélagsumbóta, sem fyrsta meirihlutastjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks stendur nú fyrir, afar merkileg. Breski fræðimaðurinn R. Wilkinson segir enda að ójöfnuður hafi verstu áhrifin á þá sem eru í tekjulægsta hópi samfélagsins, en aukinn jöfnuður feli einnig í sér ávinninga fyrir þá sem mest hafa handa á milli. Aukinn efnahagslegur jöfnuður færi öllum betri lífskjör. Aukinn jöfnuður Undir forystu jafnaðarstjórnar Samfylkingar og VG undanfarin fjögur ár hafa orðið gagnger umskipti í þessum efnum. Komið var böndum á ójöfnuðinn sem grafið hafði um sig á löngum valdaferli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Á innan við tíu árum hafði hlutur hinna ríkustu í heildartekjum þjóðarinnar aukist úr fjórum til fimm prósentum í um tuttugu prósent. Á sama tíma minnkaði skattbyrði þessa hóps stig af stigi en skattbyrði annarra jókst að sama skapi. Þessi stefna framkallaði á einum áratug meiri stéttskiptingu á Íslandi en við höfðum áður séð. Með margvíslegum aðgerðum hefur dregið svo mjög úr ójöfnuði að nú er hann með því minnsta sem gerist í heiminum. Ójöfnuður ráðstöfunartekna í landinu er um helmingi minni nú en árið 2007 þegar hann varð mestur. Á svonefndum GINI-kvarða varð ójöfnuður skattskyldra tekna heil 0,43 stig skömmu fyrir hrun en er nú kominn niður í um 0,23 (því meira sem talan nálgast 0 því meiri er jöfnuðurinn.) Sanngjarnari og minni skattar Margir undrast að á sama tíma og jöfnuður eykst hér á landi dregur úr skattheimtu sem hlutfalli af landsframleiðslu. Ísland er í 16. sæti meðal 30 landa ESB og EFTA sem nýleg gögn Eurostat um skattbyrði ná til. Nærri 36 prósent landsframleiðslunnar renna nú til hins opinbera í formi tekjuskatts, virðisaukaskatts og launatengdra gjalda. Þetta hlutfall var yfir 40% árið 2007. Í hópi Norðurlandanna mælist skattbyrðin minnst hér á landi og nær allar viðskiptaþjóðir okkar í Evrópu innheimta meiri skatta sem hlutfall af landsframleiðslu en gert er hér á landi. Þrátt fyrir minnkandi hlutfall skatta hefur ríkisstjórnin varið stærri hluta ríkisútgjalda til velferðarmála og aukins jöfnuðar. Yfir 100 milljörðum króna hefur verið varið í barnabætur og vaxtabætur á kjörtímabilinu. Þá hafa íbúðaeigendur fengið um 35% vaxtakostnaðar vegna húsnæðislána endurgreiddan úr ríkissjóði og var þetta hlutfall næstum tvöfaldað á liðnum tveimur árum. Sé litið til tekjulægstu 10% heimila árið 2010 þá niðurgreiddi ríkið næstum því helming alls vaxtakostnaðar þess hóps. Réttlæti og minni fátækt Alþjóðleg samanburðargögn sýna einnig að fátækt meðal barna er hvergi minni en hér á landi og hið sama á við um hættuna á fátækt og félagslegri einangrun landsmanna og fjölda þeirra undir lágtekjumörkum. Hvergi í Evrópu er staðan betri að þessu leyti. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til þess hvernig stjórnvöld kappkostuðu að hlífa eins og kostur var þeim samfélagshópum sem lakast stóðu og færa byrðarnar sem mest á breiðari bökin. Samkvæmt skýrslu Þjóðmálastofnunar HÍ tókst þetta bærilega. Meðalrýrnun ráðstöfunartekna fjölskyldna árin 2008-2010 var um 20% en hjá lágtekjufólki rýrnuðu kjörin um 9%. Hjá millitekjufólki var kjaraskerðingin um 14% en hjá hátekjufólki um 38%. Það er ánægjulegt til þess að vita að þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar hrunsins eru Íslendingar nú með allra ánægðustu þjóðum með líf sitt. Samkvæmt könnun sem Eurobarometer birti í desember síðastliðnum líta þeir nánustu framtíð bjartari augum í efnahagslegu tilliti en aðrar Evrópuþjóðir. Enn er þó margt ógert.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar