Lög gegn vanda sem er ekki til Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. janúar 2013 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. Í greinargerð með frumvarpsdrögum, sem ráðherrann hefur lagt fram til kynningar, segir að heimildir útlendinga til fjárfestinga í fasteignum á Íslandi hafi verið rýmkaðar verulega undanfarin ár, eftir að Ísland gerðist aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Það er rétt og það er líka áreiðanlega rétt að ein afleiðing þeirrar rýmkunar er að útlendingar, reyndar bæði frá ríkjum utan og innan EES, hafa eignazt hér bæði hús- og jarðeignir. Að mati Ögmundar Jónassonar hefur þessi þróun þýtt að „erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum, kaupa jarðir og leggja byggðarlögin í rúst" eins og hann orðaði það í fréttum Ríkissjónvarpsins. Við þessa lýsingu kannast enginn annar, enda á hún ekki við nein rök að styðjast. Auknum fjárfestingum útlendinga í hús- og landareignum á Íslandi hafa ekki fylgt nein sérstök vandamál. Engar af þeim hrakspám, sem hafðar voru uppi um þessi mál þegar EES-samningurinn var til umræðu, hafa rætzt. Ráðherrann virðist vilja þrengja lagaheimildirnar til að bregðast til vandamáli sem er ekki til. Lagabreytingar af þessu tagi væru misráðnar. Þær myndu í fyrsta lagi stuðla að lækkun á verði fasteigna með því að minnka hóp hugsanlegra kaupenda. Það er ekki núverandi eigendum í hag, allra sízt þeim sem eiga eignir utan eftirsóttustu þéttbýlissvæða. Takmarkanir á rétti erlendra ríkisborgara, þar með talinna EES-borgara, til að eiga hér fasteignir, gætu líka leitt af sér breytingar á rétti íslenzkra ríkisborgara í öðrum ríkjum. Við getum að minnsta kosti ekki ætlazt til að Íslendingar njóti réttinda í öðrum ríkjum, sem þegnar þeirra njóta ekki á Íslandi. Áherzla frumvarpsins á að útlendingar, sem á annað borð fá að eiga fasteignir á Íslandi, eigi hvorki vatns- né veiðiréttindi, ber í þriðja lagi vott um að höfundarnir hafi enga trú á innlendu regluverki um meðferð þessara réttinda. Ef erlendir eigendur vatns- eða veiðiréttar geta misnotað þau gegn almannahagsmunum, hljóta innlendir eigendur að geta það líka. Loks væri það ákaflega misráðið á þessum tímapunkti, þar sem áform um að auka erlenda fjárfestingu á Íslandi eftir hrun hafa að stórum hluta farið út um þúfur, að leggja enn fleiri steina í götu erlendra fjárfesta en núverandi ríkisstjórn hefur þegar gert. Það er gamalt trix stjórnmálamanna, ekki sízt þegar kosningar nálgast, að spila á minnimáttarkennd og ótta gagnvart útlendingum. Enda segist innanríkisráðherrann viss um að kjósendur muni styrkja málstað hans í komandi kosningum. Hér er hins vegar verið að hræða fólk með vandamáli sem á sér ekki stoð í veruleikanum, en hætta á að ýmis ný yrðu búin til í leiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. Í greinargerð með frumvarpsdrögum, sem ráðherrann hefur lagt fram til kynningar, segir að heimildir útlendinga til fjárfestinga í fasteignum á Íslandi hafi verið rýmkaðar verulega undanfarin ár, eftir að Ísland gerðist aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Það er rétt og það er líka áreiðanlega rétt að ein afleiðing þeirrar rýmkunar er að útlendingar, reyndar bæði frá ríkjum utan og innan EES, hafa eignazt hér bæði hús- og jarðeignir. Að mati Ögmundar Jónassonar hefur þessi þróun þýtt að „erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum, kaupa jarðir og leggja byggðarlögin í rúst" eins og hann orðaði það í fréttum Ríkissjónvarpsins. Við þessa lýsingu kannast enginn annar, enda á hún ekki við nein rök að styðjast. Auknum fjárfestingum útlendinga í hús- og landareignum á Íslandi hafa ekki fylgt nein sérstök vandamál. Engar af þeim hrakspám, sem hafðar voru uppi um þessi mál þegar EES-samningurinn var til umræðu, hafa rætzt. Ráðherrann virðist vilja þrengja lagaheimildirnar til að bregðast til vandamáli sem er ekki til. Lagabreytingar af þessu tagi væru misráðnar. Þær myndu í fyrsta lagi stuðla að lækkun á verði fasteigna með því að minnka hóp hugsanlegra kaupenda. Það er ekki núverandi eigendum í hag, allra sízt þeim sem eiga eignir utan eftirsóttustu þéttbýlissvæða. Takmarkanir á rétti erlendra ríkisborgara, þar með talinna EES-borgara, til að eiga hér fasteignir, gætu líka leitt af sér breytingar á rétti íslenzkra ríkisborgara í öðrum ríkjum. Við getum að minnsta kosti ekki ætlazt til að Íslendingar njóti réttinda í öðrum ríkjum, sem þegnar þeirra njóta ekki á Íslandi. Áherzla frumvarpsins á að útlendingar, sem á annað borð fá að eiga fasteignir á Íslandi, eigi hvorki vatns- né veiðiréttindi, ber í þriðja lagi vott um að höfundarnir hafi enga trú á innlendu regluverki um meðferð þessara réttinda. Ef erlendir eigendur vatns- eða veiðiréttar geta misnotað þau gegn almannahagsmunum, hljóta innlendir eigendur að geta það líka. Loks væri það ákaflega misráðið á þessum tímapunkti, þar sem áform um að auka erlenda fjárfestingu á Íslandi eftir hrun hafa að stórum hluta farið út um þúfur, að leggja enn fleiri steina í götu erlendra fjárfesta en núverandi ríkisstjórn hefur þegar gert. Það er gamalt trix stjórnmálamanna, ekki sízt þegar kosningar nálgast, að spila á minnimáttarkennd og ótta gagnvart útlendingum. Enda segist innanríkisráðherrann viss um að kjósendur muni styrkja málstað hans í komandi kosningum. Hér er hins vegar verið að hræða fólk með vandamáli sem á sér ekki stoð í veruleikanum, en hætta á að ýmis ný yrðu búin til í leiðinni.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun