Þögnin er versti óvinurinn Guðbjartur Hannesson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Mikill fjöldi mála sem varða kynferðisbrot gegn börnum, gömul brot og ný, hefur borist lögregluyfirvöldum frá því að Kastljós tók til umfjöllunar málefni einstaklings sem á að baki langa sögu um slík brot. Það er eins og stífla hafi brostið. Fólk á öllum aldri sem margt hefur lengi borið harm sinn í hljóði, treystir sér nú loks til að segja sögu sína og varpa þannig af sér sligandi byrði sem enginn á að þurfa að bera, hvorki barn né fullorðinn, og alls ekki einn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem opinber umfjöllun og viðtöl við þolendur kynferðisofbeldis vekja upp umræðu og verða öðrum hvatning til að segja frá sambærilegri reynslu. Vakningin nú virðist þó sterkari en nokkru sinni. Samfélagið og stofnanir þess eiga að nýta sér þessa vakningu til að efla og bæta aðgerðir til að vernda börn gegn þessum hræðilega glæp. Nýlega var skipaður samráðshópur á vegum stjórnvalda til að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi, treysta burði réttarvörslukerfisins til að koma lögum yfir kynferðisbrotamenn, tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota og stuðla að markvissum forvörnum. Hópurinn á að skila tillögum um aðgerðir og lagabreytingar sem kunna að vera nauðsynlegar fyrir lok mars næstkomandi. Verkefni hópsins eru mikilvæg og leiða vonandi til margvíslegra úrbóta, því eins og dæmin sanna er margt sem þarf að bæta til að vernda börn gegn kynferðislegri misbeitingu og misnotkun.Skipulag barnaverndarstarfs Þótt kerfislegar úrbætur kunni að vera nauðsynlegar skulum við hafa hugfast að barnaverndarstarf á sér langa sögu og umgjörð þess hefur styrkst verulega í áranna rás. Réttur barna til verndar og umönnunar er skýr í barnaverndarlögum og þar er gerð nákvæm grein fyrir skipulagi barnaverndarstarfs, skyldum og ábyrgð einstakra aðila sem hlutverki hafa að gegna á þessu sviði. Yfirstjórn barnaverndarmála er í velferðarráðuneytinu en Barnaverndarstofa sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun annast meðal annars samhæfingu barnaverndarstarfs í landinu og gegnir afar veigamiklu hlutverki á þessu sviði. Barnahús er samstarfsvettvangur stofnana sem bera ábyrgð á rannsókn og meðferð vegna kynferðisofbeldis gegn börnum. Tilvísanir til Barnhúss berast frá barnaverndarnefndum. Barnaverndarnefndir starfa um allt land á vegum sveitarfélaga og það eru þær sem eru í beinu sambandi við börn og fjölskyldur þeirra þegar nauðsynlegt er að veita aðstoð eða grípa inn í aðstæður þegar grunur leikur á að velferð barna sé í hættu. Barnaverndarnefndir gegna því lykilhlutverki á sviði barnaverndar.Börn eiga alltaf að njóta vafans Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar hafi þeir ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða sé vanrækt á einhvern hátt. Þetta er skýrt í barnaverndarlögum og snýr að okkur öllum. Þá er sérstaklega kveðið á um tilkynningarskyldu ákveðinna starfsstétta til barnaverndarnefnda, en þetta eru leikskólastjórar, leikskólakennarar, dagmæður, skólastjórar, kennarar, prestar, læknar, tannlæknar, ljósmæður, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfar, náms- og starfsráðgjafar og þeir sem annast félagslega þjónustu eða ráðgjöf. Skylda þessara hópa er mjög rík og gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Loks er sérstaklega kveðið á um tilkynningarskyldu lögreglu í barnaverndarlögunum. Neyðarlínan, sími 112, tekur við símtölum vegna tilkynninga og vísar þeim áfram til hlutaðeigandi barnaverndarnefnda. Hjá barnaverndarnefndum starfar fagfólk sem hefur þekkingu og reynslu til að bregðast við málum sem tilkynnt er um og ýmis úrræði til að takast á við þau þannig að börnin fái nauðsynlega vernd og fjölskyldan viðeigandi aðstoð. Mikilvægt er að allir virði tilkynningarskyldu sína og láti vita hafi þeir grunsemdir um að velferð barna sé í hættu. Það er forsenda þess að barnaverndarnefndirnar geti rækt skyldur sínar. Fólk kann að veigra sér við því að tilkynna grunsemdir um brot gegn börnum með það í huga að í því geti falist ásökun á hendur einhverjum sem mögulega reynist röng. Við skulum hins vegar snúa þessu við. Hvernig skyldi þeim líða sem lætur undir höfuð leggjast að tilkynna grunsemdir um alvarlegt brot gegn barni ef síðar kemur í ljós að barnið sem átti í hlut hefur sætt kynferðislegu ofbeldi um langa hríð sem annars hefði verið hægt að stöðva?Mikilvæg vitundarvakning Í samræmi við ákvæði samnings Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gagnvart börnum hafa íslensk stjórnvöld ýtt úr vör átaki til vitundarvakningar með það að markmiði að fræða börn og starfsfólk grunnskóla um eðli og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og að skólar séu í stakk búnir til að bregðast við ef börn sýna þess merki að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kynferðisbrot gegn börnum er samfélagsmein sem krefst margvíslegra aðgerða svo árangur náist. Samfélagið allt þarf að vera meðvitað um vandann því í þessum erfiðu málum er þögnin versti óvinurinn. Þess vegna er vitundarvakning nauðsynleg. Við verðum að geta talað um þessi mál. Foreldrar þurfa að geta frætt börnin sín þannig að þau viti að ákveðin hegðun fullorðinna í þeirra garð er röng. Börn verða að vita að þau mega og eiga að segja frá ef þeim er misboðið á einhvern hátt og hafa vissu fyrir því að á þau sé hlustað. Við berum öll ábyrgð og verðum að axla hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi mála sem varða kynferðisbrot gegn börnum, gömul brot og ný, hefur borist lögregluyfirvöldum frá því að Kastljós tók til umfjöllunar málefni einstaklings sem á að baki langa sögu um slík brot. Það er eins og stífla hafi brostið. Fólk á öllum aldri sem margt hefur lengi borið harm sinn í hljóði, treystir sér nú loks til að segja sögu sína og varpa þannig af sér sligandi byrði sem enginn á að þurfa að bera, hvorki barn né fullorðinn, og alls ekki einn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem opinber umfjöllun og viðtöl við þolendur kynferðisofbeldis vekja upp umræðu og verða öðrum hvatning til að segja frá sambærilegri reynslu. Vakningin nú virðist þó sterkari en nokkru sinni. Samfélagið og stofnanir þess eiga að nýta sér þessa vakningu til að efla og bæta aðgerðir til að vernda börn gegn þessum hræðilega glæp. Nýlega var skipaður samráðshópur á vegum stjórnvalda til að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi, treysta burði réttarvörslukerfisins til að koma lögum yfir kynferðisbrotamenn, tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota og stuðla að markvissum forvörnum. Hópurinn á að skila tillögum um aðgerðir og lagabreytingar sem kunna að vera nauðsynlegar fyrir lok mars næstkomandi. Verkefni hópsins eru mikilvæg og leiða vonandi til margvíslegra úrbóta, því eins og dæmin sanna er margt sem þarf að bæta til að vernda börn gegn kynferðislegri misbeitingu og misnotkun.Skipulag barnaverndarstarfs Þótt kerfislegar úrbætur kunni að vera nauðsynlegar skulum við hafa hugfast að barnaverndarstarf á sér langa sögu og umgjörð þess hefur styrkst verulega í áranna rás. Réttur barna til verndar og umönnunar er skýr í barnaverndarlögum og þar er gerð nákvæm grein fyrir skipulagi barnaverndarstarfs, skyldum og ábyrgð einstakra aðila sem hlutverki hafa að gegna á þessu sviði. Yfirstjórn barnaverndarmála er í velferðarráðuneytinu en Barnaverndarstofa sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun annast meðal annars samhæfingu barnaverndarstarfs í landinu og gegnir afar veigamiklu hlutverki á þessu sviði. Barnahús er samstarfsvettvangur stofnana sem bera ábyrgð á rannsókn og meðferð vegna kynferðisofbeldis gegn börnum. Tilvísanir til Barnhúss berast frá barnaverndarnefndum. Barnaverndarnefndir starfa um allt land á vegum sveitarfélaga og það eru þær sem eru í beinu sambandi við börn og fjölskyldur þeirra þegar nauðsynlegt er að veita aðstoð eða grípa inn í aðstæður þegar grunur leikur á að velferð barna sé í hættu. Barnaverndarnefndir gegna því lykilhlutverki á sviði barnaverndar.Börn eiga alltaf að njóta vafans Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarnefndar hafi þeir ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða sé vanrækt á einhvern hátt. Þetta er skýrt í barnaverndarlögum og snýr að okkur öllum. Þá er sérstaklega kveðið á um tilkynningarskyldu ákveðinna starfsstétta til barnaverndarnefnda, en þetta eru leikskólastjórar, leikskólakennarar, dagmæður, skólastjórar, kennarar, prestar, læknar, tannlæknar, ljósmæður, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfar, náms- og starfsráðgjafar og þeir sem annast félagslega þjónustu eða ráðgjöf. Skylda þessara hópa er mjög rík og gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Loks er sérstaklega kveðið á um tilkynningarskyldu lögreglu í barnaverndarlögunum. Neyðarlínan, sími 112, tekur við símtölum vegna tilkynninga og vísar þeim áfram til hlutaðeigandi barnaverndarnefnda. Hjá barnaverndarnefndum starfar fagfólk sem hefur þekkingu og reynslu til að bregðast við málum sem tilkynnt er um og ýmis úrræði til að takast á við þau þannig að börnin fái nauðsynlega vernd og fjölskyldan viðeigandi aðstoð. Mikilvægt er að allir virði tilkynningarskyldu sína og láti vita hafi þeir grunsemdir um að velferð barna sé í hættu. Það er forsenda þess að barnaverndarnefndirnar geti rækt skyldur sínar. Fólk kann að veigra sér við því að tilkynna grunsemdir um brot gegn börnum með það í huga að í því geti falist ásökun á hendur einhverjum sem mögulega reynist röng. Við skulum hins vegar snúa þessu við. Hvernig skyldi þeim líða sem lætur undir höfuð leggjast að tilkynna grunsemdir um alvarlegt brot gegn barni ef síðar kemur í ljós að barnið sem átti í hlut hefur sætt kynferðislegu ofbeldi um langa hríð sem annars hefði verið hægt að stöðva?Mikilvæg vitundarvakning Í samræmi við ákvæði samnings Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gagnvart börnum hafa íslensk stjórnvöld ýtt úr vör átaki til vitundarvakningar með það að markmiði að fræða börn og starfsfólk grunnskóla um eðli og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og að skólar séu í stakk búnir til að bregðast við ef börn sýna þess merki að hafa orðið fyrir ofbeldi. Kynferðisbrot gegn börnum er samfélagsmein sem krefst margvíslegra aðgerða svo árangur náist. Samfélagið allt þarf að vera meðvitað um vandann því í þessum erfiðu málum er þögnin versti óvinurinn. Þess vegna er vitundarvakning nauðsynleg. Við verðum að geta talað um þessi mál. Foreldrar þurfa að geta frætt börnin sín þannig að þau viti að ákveðin hegðun fullorðinna í þeirra garð er röng. Börn verða að vita að þau mega og eiga að segja frá ef þeim er misboðið á einhvern hátt og hafa vissu fyrir því að á þau sé hlustað. Við berum öll ábyrgð og verðum að axla hana.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun