Stærsta dópmálið á Íslandi í langan tíma Stígur Helgason skrifar 2. febrúar 2013 06:00 Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík Fíkniefni Kókaín Fimm manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um tengsl við risavaxið amfetamínsmyglmál. Málið er það stærsta sem hefur komið upp á Íslandi um langa hríð og aðgerðir vegna þess standa enn. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu í gær að efnin hefðu komið til landsins í nokkrum póstsendingum og að lagt hefði verið hald á þau í síðustu viku. Tollayfirvöld fundu efnin með aðstoð fíkniefnaleitarhunda. Þau munu hafa komið hingað frá Danmörku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að um amfetamín sé að ræða, bæði í duft- og vökvaformi, og að magnið hlaupi á tugum kílóa. Endanleg greining á efninu og magni þess liggur hins vegar ekki fyrir. Mennirnir fimm sem sitja í gæsluvarðhaldi eru á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldri og eru bæði íslenskir og litháískir. Tveir þeirra voru á föstudaginn fyrir rúmri viku úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 8. febrúar og hinir þrír voru handteknir eftir helgina og úrskurðaðir í varðhald til 7. febrúar. Flestir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður í mismiklum mæli. Aðgerðum vegna málsins er hins vegar ekki lokið. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að síðast í gær hafi verið gerð húsleit á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á tvær tölvur í eigu Íslendings sem hefur um þriggja ára skeið sætt rannsókn vegna annars umfangsmikils sakamáls. Hann var handtekinn og yfirheyrður síðdegis en sleppt að því loknu. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að líklegt sé að enn fleiri verði handteknir vegna málsins á næstu dögum. Við rannsókn málsins hefur lögreglan notið aðstoðar kollega sinna í Danmörku. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Fimm manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um tengsl við risavaxið amfetamínsmyglmál. Málið er það stærsta sem hefur komið upp á Íslandi um langa hríð og aðgerðir vegna þess standa enn. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu í gær að efnin hefðu komið til landsins í nokkrum póstsendingum og að lagt hefði verið hald á þau í síðustu viku. Tollayfirvöld fundu efnin með aðstoð fíkniefnaleitarhunda. Þau munu hafa komið hingað frá Danmörku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að um amfetamín sé að ræða, bæði í duft- og vökvaformi, og að magnið hlaupi á tugum kílóa. Endanleg greining á efninu og magni þess liggur hins vegar ekki fyrir. Mennirnir fimm sem sitja í gæsluvarðhaldi eru á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldri og eru bæði íslenskir og litháískir. Tveir þeirra voru á föstudaginn fyrir rúmri viku úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 8. febrúar og hinir þrír voru handteknir eftir helgina og úrskurðaðir í varðhald til 7. febrúar. Flestir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður í mismiklum mæli. Aðgerðum vegna málsins er hins vegar ekki lokið. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að síðast í gær hafi verið gerð húsleit á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á tvær tölvur í eigu Íslendings sem hefur um þriggja ára skeið sætt rannsókn vegna annars umfangsmikils sakamáls. Hann var handtekinn og yfirheyrður síðdegis en sleppt að því loknu. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að líklegt sé að enn fleiri verði handteknir vegna málsins á næstu dögum. Við rannsókn málsins hefur lögreglan notið aðstoðar kollega sinna í Danmörku.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira