Við erum of grandalausir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2013 08:00 Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur áhyggjur af þróun mála. Mynd/Vilhelm Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur evrópska lögreglan, Europol, komið upp um gríðarlega spillingu í knattspyrnuheiminum. Átján mánaða rannsókn þeirra leiddi í ljós að úrslitum hefði verið hagrætt í 680 leikjum um allan heim. Ekki tókst það alltaf en leikmönnum eða dómurum var þó mútað. Rannsóknin teygði anga sína til 30 landa og Fréttablaðið spurði Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ, að því hvort rannsóknin hefði teygt anga sína til Íslands. „Við heyrðum aldrei neitt frá Europol. Ég myndi telja líklegt að við hefðum verið með í ráðum ef þeir vildu rannsaka Ísland," segir Þórir sem var þá nýbúinn að sjá fréttirnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Að sama skapi er þetta eitthvað sem menn hafa óttast í langan tíma." Þó svo að Ísland hafi ekki verið með í þessari rannsókn hafa komið upp slík mál á Íslandi. „Það hefur ekki komið upp mál þar sem er hægt að segja hreint að það hafi verið keypt þrjú stig. Það er ekkert staðfest tilvik. Það eru samt vísbendingar um að slíkt hafi verið reynt á Íslandi," segir Þórir en KSÍ kom í veg fyrir að Letti stofnaði 3. deildar lið á Íslandi í fyrra með eigin leikmönnum. Sami aðili hafði líka lýst yfir áhuga á því að taka yfir Grindavík. „Hver er fjárhagslegur ávinningur af því að stofna félag á Íslandi? Hvað er þar í gangi? Það blasti alveg við. Svo kom upp mál árið 2008 en leikmaður HK leitaði þá til leikmanns Grindavíkur um að hafa áhrif á gang mála. Grindvíkingurinn tilkynnti sínu félagi um málið og þeir fóru með það í okkur. Það mál var því stöðvað," segir Þórir, en báðir leikmenn eru af erlendu bergi brotnir. „Það var svindlari að spila á Íslandi síðasta sumar. Það er svo einfalt. Hann hefur játað það fyrir rétti," segir Þórir, en hann vísar þar til Erdzan Beciri, leikmanns Víkings Ólafsvíkur. Hann viðurkenndi að hafa þegið tæpar 2 milljónir króna fyrir að hafa áhrif á gang mála í Slóveníu. Aðeins þremur dögum síðar var hann orðinn leikmaður Víkings. Hvorki félagið né KSÍ vissu af þessum dómi Beciri, sem lék 11 leiki með Víkingi í fyrra. Hann var einnig leikmaður HK er það mál komst upp 2008. Ekki er þó vitað hvort hann sé HK-ingurinn sem var tilkynntur til KSÍ vegna þess máls. Beciri þessi hefur viðurkennt að hafa hagrætt úrslitum leikja í Króatíu og hann er grunaður um sömu iðju í fleiri löndum að því er fram kemur í frétt fótbolti.net á dögunum. „Það er óhætt að segja að við höfum áhyggjur af þróun mála enda hafa svona hlutir verið að gerast allt í kringum okkur. Fullt af málum í Finnlandi og frestaðir leikir í Noregi vegna gruns um svindl. Því miður er þetta úti um alla Evrópu," segir Þórir ákveðinn og bætir við: „Mesta hættan er sú að menn eru allt of grandalausir. Félögin og samfélagið halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi. Það er mesta hættan. Við megum hafa áhyggjur af þessu og vonandi verða þessar nýjustu fréttir til þess að vekja félögin og almenning til umhugsunar um meinið." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur evrópska lögreglan, Europol, komið upp um gríðarlega spillingu í knattspyrnuheiminum. Átján mánaða rannsókn þeirra leiddi í ljós að úrslitum hefði verið hagrætt í 680 leikjum um allan heim. Ekki tókst það alltaf en leikmönnum eða dómurum var þó mútað. Rannsóknin teygði anga sína til 30 landa og Fréttablaðið spurði Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ, að því hvort rannsóknin hefði teygt anga sína til Íslands. „Við heyrðum aldrei neitt frá Europol. Ég myndi telja líklegt að við hefðum verið með í ráðum ef þeir vildu rannsaka Ísland," segir Þórir sem var þá nýbúinn að sjá fréttirnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Að sama skapi er þetta eitthvað sem menn hafa óttast í langan tíma." Þó svo að Ísland hafi ekki verið með í þessari rannsókn hafa komið upp slík mál á Íslandi. „Það hefur ekki komið upp mál þar sem er hægt að segja hreint að það hafi verið keypt þrjú stig. Það er ekkert staðfest tilvik. Það eru samt vísbendingar um að slíkt hafi verið reynt á Íslandi," segir Þórir en KSÍ kom í veg fyrir að Letti stofnaði 3. deildar lið á Íslandi í fyrra með eigin leikmönnum. Sami aðili hafði líka lýst yfir áhuga á því að taka yfir Grindavík. „Hver er fjárhagslegur ávinningur af því að stofna félag á Íslandi? Hvað er þar í gangi? Það blasti alveg við. Svo kom upp mál árið 2008 en leikmaður HK leitaði þá til leikmanns Grindavíkur um að hafa áhrif á gang mála. Grindvíkingurinn tilkynnti sínu félagi um málið og þeir fóru með það í okkur. Það mál var því stöðvað," segir Þórir, en báðir leikmenn eru af erlendu bergi brotnir. „Það var svindlari að spila á Íslandi síðasta sumar. Það er svo einfalt. Hann hefur játað það fyrir rétti," segir Þórir, en hann vísar þar til Erdzan Beciri, leikmanns Víkings Ólafsvíkur. Hann viðurkenndi að hafa þegið tæpar 2 milljónir króna fyrir að hafa áhrif á gang mála í Slóveníu. Aðeins þremur dögum síðar var hann orðinn leikmaður Víkings. Hvorki félagið né KSÍ vissu af þessum dómi Beciri, sem lék 11 leiki með Víkingi í fyrra. Hann var einnig leikmaður HK er það mál komst upp 2008. Ekki er þó vitað hvort hann sé HK-ingurinn sem var tilkynntur til KSÍ vegna þess máls. Beciri þessi hefur viðurkennt að hafa hagrætt úrslitum leikja í Króatíu og hann er grunaður um sömu iðju í fleiri löndum að því er fram kemur í frétt fótbolti.net á dögunum. „Það er óhætt að segja að við höfum áhyggjur af þróun mála enda hafa svona hlutir verið að gerast allt í kringum okkur. Fullt af málum í Finnlandi og frestaðir leikir í Noregi vegna gruns um svindl. Því miður er þetta úti um alla Evrópu," segir Þórir ákveðinn og bætir við: „Mesta hættan er sú að menn eru allt of grandalausir. Félögin og samfélagið halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi. Það er mesta hættan. Við megum hafa áhyggjur af þessu og vonandi verða þessar nýjustu fréttir til þess að vekja félögin og almenning til umhugsunar um meinið."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti