55 kíló farin hjá Grétari Inga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2013 08:00 Grétar Ingi Erlendsson sést hér í leik á móti ÍR í vetur. Hann hefur skorað 11,4 stig að meðaltali á 21,2 mínútum í Dominos-deildinni á þessu tímabili. Mynd/Valli Körfuboltaævintýrið í Þorlákshöfn er enn í fullum gangi og liðið tekur á móti Stjörnunni í kvöld í toppbaráttuslag í Dominos-deildinni. Grétar Ingi Erlendsson er 29 ára miðherji liðsins sem sannar að uppkoma körfuboltaliðsins er ekki eina „kraftaverkið" tengt körfuboltanum í þessum rúmlega 1500 manna bæ. Fyrir tæpum tveimur árum var Grétar Ingi hættur í körfubolta og kominn upp í 170 kíló á vigtinni en í dag vegur hann 115 kíló og hefur því létt sig um 55 kíló á rúmlega 20 mánuðum. „Þegar konan var ólétt fór ég í einhvern pakka með henni. Ég hætti að æfa og fór að éta. Þetta varð alltaf meira og meira því maður gerði ekki neitt. Eftir smá tíma fór ég að hugsa hvað ég væri að gera mér því ég áttaði mig ekki á því hvað ég var orðinn stór og mikill. Ég sá jólamynd af okkur fjölskyldunni og þá fékk maður sjokk og kom niður á jörðina. Þá tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að vera feiti pabbinn sem gat ekki tekið þátt í neinu," rifjar Grétar upp. „Það fyrsta sem ég gerði var að byrja að hreyfa mig aftur. Ég fór og talaði við Benna (Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórsliðsins) sem þá var á sínu fyrsta tímabili með liðið. Hann var tilbúinn að leyfa mér að koma inn í þetta á mínum forsendum. Svo var það bara svo hrikalega gaman að maður gaf alltaf meira og meira í," segir Grétar. „Það er búið að vera afskaplega skemmtilegt að sjá umbreytinguna. Eftir jólin varð ég að taka til í fataskápnum því ég var farinn að vera í lörfum sem héngu utan á mér. Ég gaf fullt af fötum og það eru örugglega einhverjir íturvaxnir þriðja heims menn vel klæddir þessa dagana," segir Grétar Ingi og hann finnur mikinn mun inni á körfuboltavellinum. „Það er miklu auðveldara að fara upp og niður völlinn og maður lyftir sér hærra, hleypur hraðar og þetta skilar gríðarlega miklu inni á vellinum. Maður gat ekki verið að keppa og æfa á þessu stigi þegar maður var að bera 170 kílóin og gerði ekki mikið þá," segir Grétar. Hann er að glíma við meiðsli í fæti þessa dagana og verður ekki með í næstu leikjum liðsins. „Ég lenti í þessu líka í fyrra. Ég fór í hnénu og fór í aðgerð í desember. Ég kom þá inn í þetta í lok febrúar. Ætli þetta verði ekki eitthvað svipað þetta árið og svo hjálpar maður þeim að klára tímabilið og vonandi verður þetta eins og í fyrra og við förum alla leið," segir Grétar en Þórsliðið tapaði í lokaúrslitunum í fyrra á móti Grindavík. „Strákarnir í liðinu eru duglegir að hjálpa til og hvetja mann áfram. Svo er fólk í bænum alltaf að koma til manns. Maður finnur það alltaf að fólk á töluvert meira í manni en utanbæjarstrákunum og útlendingunum. Þegar okkur heimastrákunum gengur vel fáum við alveg að vita það og heyra það. Við sjáum það í aukningu á áhorfendum og öðru því það skiptir töluverðu máli fyrir svona klúbb að vera með öfluga heimastráka," segir Grétar og Þorlákshafnarbúar gera verið stoltir af honum og liðinu sínu. „Það er skemmtilegt að þessi litli klúbbur úti á landi er kominn í sömu umræðu og Grindavík og KR. Þetta er orðinn stór klúbbur í körfunni og er alltaf að vera stærri og stærri. Við finnum það hér í sveitarfélaginu hvað allir eru farnir að fylgjast vel með og hvað karfan er farin að skipta miklu máli hérna. Þetta er búið að vera rosa spennandi að fylgjast með þessu og gaman að fá að taka þátt í þessu," sagði Grétar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira
Körfuboltaævintýrið í Þorlákshöfn er enn í fullum gangi og liðið tekur á móti Stjörnunni í kvöld í toppbaráttuslag í Dominos-deildinni. Grétar Ingi Erlendsson er 29 ára miðherji liðsins sem sannar að uppkoma körfuboltaliðsins er ekki eina „kraftaverkið" tengt körfuboltanum í þessum rúmlega 1500 manna bæ. Fyrir tæpum tveimur árum var Grétar Ingi hættur í körfubolta og kominn upp í 170 kíló á vigtinni en í dag vegur hann 115 kíló og hefur því létt sig um 55 kíló á rúmlega 20 mánuðum. „Þegar konan var ólétt fór ég í einhvern pakka með henni. Ég hætti að æfa og fór að éta. Þetta varð alltaf meira og meira því maður gerði ekki neitt. Eftir smá tíma fór ég að hugsa hvað ég væri að gera mér því ég áttaði mig ekki á því hvað ég var orðinn stór og mikill. Ég sá jólamynd af okkur fjölskyldunni og þá fékk maður sjokk og kom niður á jörðina. Þá tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að vera feiti pabbinn sem gat ekki tekið þátt í neinu," rifjar Grétar upp. „Það fyrsta sem ég gerði var að byrja að hreyfa mig aftur. Ég fór og talaði við Benna (Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórsliðsins) sem þá var á sínu fyrsta tímabili með liðið. Hann var tilbúinn að leyfa mér að koma inn í þetta á mínum forsendum. Svo var það bara svo hrikalega gaman að maður gaf alltaf meira og meira í," segir Grétar. „Það er búið að vera afskaplega skemmtilegt að sjá umbreytinguna. Eftir jólin varð ég að taka til í fataskápnum því ég var farinn að vera í lörfum sem héngu utan á mér. Ég gaf fullt af fötum og það eru örugglega einhverjir íturvaxnir þriðja heims menn vel klæddir þessa dagana," segir Grétar Ingi og hann finnur mikinn mun inni á körfuboltavellinum. „Það er miklu auðveldara að fara upp og niður völlinn og maður lyftir sér hærra, hleypur hraðar og þetta skilar gríðarlega miklu inni á vellinum. Maður gat ekki verið að keppa og æfa á þessu stigi þegar maður var að bera 170 kílóin og gerði ekki mikið þá," segir Grétar. Hann er að glíma við meiðsli í fæti þessa dagana og verður ekki með í næstu leikjum liðsins. „Ég lenti í þessu líka í fyrra. Ég fór í hnénu og fór í aðgerð í desember. Ég kom þá inn í þetta í lok febrúar. Ætli þetta verði ekki eitthvað svipað þetta árið og svo hjálpar maður þeim að klára tímabilið og vonandi verður þetta eins og í fyrra og við förum alla leið," segir Grétar en Þórsliðið tapaði í lokaúrslitunum í fyrra á móti Grindavík. „Strákarnir í liðinu eru duglegir að hjálpa til og hvetja mann áfram. Svo er fólk í bænum alltaf að koma til manns. Maður finnur það alltaf að fólk á töluvert meira í manni en utanbæjarstrákunum og útlendingunum. Þegar okkur heimastrákunum gengur vel fáum við alveg að vita það og heyra það. Við sjáum það í aukningu á áhorfendum og öðru því það skiptir töluverðu máli fyrir svona klúbb að vera með öfluga heimastráka," segir Grétar og Þorlákshafnarbúar gera verið stoltir af honum og liðinu sínu. „Það er skemmtilegt að þessi litli klúbbur úti á landi er kominn í sömu umræðu og Grindavík og KR. Þetta er orðinn stór klúbbur í körfunni og er alltaf að vera stærri og stærri. Við finnum það hér í sveitarfélaginu hvað allir eru farnir að fylgjast vel með og hvað karfan er farin að skipta miklu máli hérna. Þetta er búið að vera rosa spennandi að fylgjast með þessu og gaman að fá að taka þátt í þessu," sagði Grétar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira