Umhverfismál á kosningavetri Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finnist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðingur um allt frá Aðalnámskrá til Rammaáætlunar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórnmálum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti.Höfum val Andstæðingar virkjana þurfa oft að sitja undir þeim ásökunum að þeir séu á móti rafmagni og boði bara myrkur og kulda með skoðunum sínum. Þetta er alrangt enda er staðreyndin sú að Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga feikinóg af grænni raforku. Þó að okkur muni fjölga umtalsvert og allir verði á rafbílum er og verður nóg til af raforku handa öllum. Allar stórvirkjanir sem risið hafa undanfarin ár hafa verið fyrir sérstaka stórnotendur, en almenn notkun (öll heimili, opinbert húsnæði og fyrirtæki utan stóriðju) dekkar einungis um 20% af heildarraforkunotkun landsins. Við höfum því val um hvort virkja skuli eður ei en flestar aðrar þjóðir þurfa hins vegar bráðnauðsynlega að virkja endurnýjanlega orkugjafa til að draga úr hlutfalli jarðefnaeldsneytis í raforkukerfi sínu.„Stóriðja og álverssinnar!“ Alhæfingar ná enn hærri hæðum þegar stóriðju ber á góma. Það hentar vel íslenskri alhæfingarumræðuhefð að flokka þetta allt saman í einn pakka. Í mínum huga er synd að hið opna orð „stóriðja“ hafi án frekari skilgreiningar fengið neikvæðan stimpil. Enginn spyr „hvað er stóriðja?“ Er stóriðja einungis skilgreind út frá orkunotkun? Eru allir sáttir við stóriðju sem er pláss- og úrgangsfrek ef ekki þarf að virkja fyrir hana? Er álver stóriðja en ekki risavaxin tómatarækt eða gagnaver? Ástæðan fyrir því að íslensk orka er seld til stóriðju er einfaldlega sú að við eigum umframorkuauðlindir en erum jafnframt í lokuðu raforkukerfi og getum ekki selt umframframleiðslu á stærri raforkumarkað. Staðan er því afar einföld, þ.e. að EF við ákveðum að virkja eru einu mögulegu kaupendurnir ný fyrirtæki sem nota orkuna við framleiðslu sína. Í lokuðu raforkukerfi er eina leiðin til að gera stærri virkjanaframkvæmdir raunhæfar að fyrirframselja orku til kaupenda. Það vill svo til að mögulegt er að selja orku hér á landi á samkeppnishæfu verði en flest annað, eins og flutningur efnis, laun o.s.frv. er oft á tíðum alls ekki eins hagstætt hér á landi. Því stærri hluti sem orkukaup eru í rekstrarkostnaði fyrirtækis, þeim mun álitlegri er framleiðsla á Íslandi. Fjöldi álvera á Íslandi er af mörgum talinn bera vott um hugmyndaleysi eða áráttu ráðamanna. Líklegri skýring er sú að óvíða er hlutfall orku í rekstrarkostnaði hærra en einmitt í áliðnaði og því er Ísland álitlegur kostur fyrir álfyrirtæki, flóknara er það ekki.Einföldunin verst Verst er þó einföldunin í umhverfismálum. Það er afar þægilegt að vera umhverfisvænn á Íslandi, það eina sem þú þarft að gera er að vera á móti virkjunum og stóriðju, sama hvað það þýðir. Það er að mínu mati magnað að mál eins og úrgangur, endurvinnsla, orkunýtni, frárennsli, útblástur, sorp, þungmálmar, áburðarnotkun, eiturefni, olíuknúnar fiskveiðar og samgöngur eru nánast aldrei til umræðu þegar umhverfismál eru rædd á vettvangi stjórnmála. Spyr einhver um stefnu flokkanna í þessum málum? Nei, höldum endilega áfram að nota allan tímann til að rífast um hvort virkja eigi endurnýjanlega orku eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finnist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðingur um allt frá Aðalnámskrá til Rammaáætlunar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórnmálum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti.Höfum val Andstæðingar virkjana þurfa oft að sitja undir þeim ásökunum að þeir séu á móti rafmagni og boði bara myrkur og kulda með skoðunum sínum. Þetta er alrangt enda er staðreyndin sú að Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga feikinóg af grænni raforku. Þó að okkur muni fjölga umtalsvert og allir verði á rafbílum er og verður nóg til af raforku handa öllum. Allar stórvirkjanir sem risið hafa undanfarin ár hafa verið fyrir sérstaka stórnotendur, en almenn notkun (öll heimili, opinbert húsnæði og fyrirtæki utan stóriðju) dekkar einungis um 20% af heildarraforkunotkun landsins. Við höfum því val um hvort virkja skuli eður ei en flestar aðrar þjóðir þurfa hins vegar bráðnauðsynlega að virkja endurnýjanlega orkugjafa til að draga úr hlutfalli jarðefnaeldsneytis í raforkukerfi sínu.„Stóriðja og álverssinnar!“ Alhæfingar ná enn hærri hæðum þegar stóriðju ber á góma. Það hentar vel íslenskri alhæfingarumræðuhefð að flokka þetta allt saman í einn pakka. Í mínum huga er synd að hið opna orð „stóriðja“ hafi án frekari skilgreiningar fengið neikvæðan stimpil. Enginn spyr „hvað er stóriðja?“ Er stóriðja einungis skilgreind út frá orkunotkun? Eru allir sáttir við stóriðju sem er pláss- og úrgangsfrek ef ekki þarf að virkja fyrir hana? Er álver stóriðja en ekki risavaxin tómatarækt eða gagnaver? Ástæðan fyrir því að íslensk orka er seld til stóriðju er einfaldlega sú að við eigum umframorkuauðlindir en erum jafnframt í lokuðu raforkukerfi og getum ekki selt umframframleiðslu á stærri raforkumarkað. Staðan er því afar einföld, þ.e. að EF við ákveðum að virkja eru einu mögulegu kaupendurnir ný fyrirtæki sem nota orkuna við framleiðslu sína. Í lokuðu raforkukerfi er eina leiðin til að gera stærri virkjanaframkvæmdir raunhæfar að fyrirframselja orku til kaupenda. Það vill svo til að mögulegt er að selja orku hér á landi á samkeppnishæfu verði en flest annað, eins og flutningur efnis, laun o.s.frv. er oft á tíðum alls ekki eins hagstætt hér á landi. Því stærri hluti sem orkukaup eru í rekstrarkostnaði fyrirtækis, þeim mun álitlegri er framleiðsla á Íslandi. Fjöldi álvera á Íslandi er af mörgum talinn bera vott um hugmyndaleysi eða áráttu ráðamanna. Líklegri skýring er sú að óvíða er hlutfall orku í rekstrarkostnaði hærra en einmitt í áliðnaði og því er Ísland álitlegur kostur fyrir álfyrirtæki, flóknara er það ekki.Einföldunin verst Verst er þó einföldunin í umhverfismálum. Það er afar þægilegt að vera umhverfisvænn á Íslandi, það eina sem þú þarft að gera er að vera á móti virkjunum og stóriðju, sama hvað það þýðir. Það er að mínu mati magnað að mál eins og úrgangur, endurvinnsla, orkunýtni, frárennsli, útblástur, sorp, þungmálmar, áburðarnotkun, eiturefni, olíuknúnar fiskveiðar og samgöngur eru nánast aldrei til umræðu þegar umhverfismál eru rædd á vettvangi stjórnmála. Spyr einhver um stefnu flokkanna í þessum málum? Nei, höldum endilega áfram að nota allan tímann til að rífast um hvort virkja eigi endurnýjanlega orku eða ekki.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun