Ertu með sterk bein? Teitur Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Þegar við erum í blóma lífsins þá finnst okkur sem við séum ósigrandi, sjúkdómar eru hjá flestum sem betur fer víðs fjarri og hrörnun er ekki farin að eiga sér stað að neinu marki. Við erum jafnvel að misbjóða líkamanum um stundarsakir, en hann fyrirgefur yfirleitt fljótt og vel svo lengi sem við hættum því. Það einkennir forvarnir að þær eru jafnan hugsaðar til lengri tíma og árangur erfiðis okkar kemur hugsanlega ekki fram fyrr en eftir mörg ár. Það rýrir þó á engan hátt mikilvægi þeirra, þvert á móti mætti segja að ef við hugsum ekki okkar gang þá getum við misst af lestinni. Þessi hugsunarháttur á vel við þegar við horfum til fjölmargra atriða er varða heilsu okkar. Það má taka dæmi af þeim sem reykir og gerir um langt árabil að hann er ef svo mætti að orði komast að taka stöðugt út úr bankanum, en leggja ekkert inn. Þeir sem hafa vit á peningum átta sig á því að það gengur ekki til lengdar og á einhverjum tímapunkti eru engar innistæður lengur og þá fara sjúkdómarnir að herja á viðkomandi. Það getur gerst hægt, en einnig afar skyndilega og án fyrirvara eins og við heila- og hjartaáföll.Jafnvægi mikilvægt Þegar við horfum til beinanna þá er ljóst að við þurfum að leggja inn í beinabankann reglubundið frá barnæsku til að byggja upp beinmassa okkar og styrkja beinin, en einnig til að verjast beinþynningu og aukinni hættu á beinbrotum með tilheyrandi óþægindum, verkjum, hreyfiskerðingu og jafnvel færniskerðingu. Beinin okkar eru lifandi vefur sem er stöðugt að endurnýja sig og þarfnast ákveðinna næringarefna til viðbótar við reglubundna hreyfingu og áreynslu hvers konar til að viðhalda styrk sínum. Erfðir skipta auðvitað máli en þegar við erum að vaxa úr grasi er líklega hvað mikilvægast að borða nægjanlegt magn af kalki og D-vítamíni auk þess að neysla á próteini skilar auknum beinmassa. Þó ber samkvæmt rannsóknum að varast of mikla próteinneyslu þar sem slíkt ástand getur virkað þveröfugt og aukið kalkútskilnað og þar með kalktap úr beinum. Þarna eins og svo víða annars staðar er mikilvægt að halda jafnvægi.Beinþynning Hreyfing í hvaða formi sem er og reglubundin áreynsla skilar sterkari beinum og er því mikilvægt að börn og unglingar stundi íþróttir, en það á einnig við um hina fullorðnu. Beinmassinn nær hámarki á kynþroskaaldrinum og fram undir tvítugt en beinin endurnýja sig alla ævina. Um miðjan aldur snýst þetta við og það eykst beintap en slíkt kallast beinþynning og er hún algengari hjá konum en körlum, sérstaklega eftir tíðahvörf. Þá hefur verið bent á það að sá beinvefur og massi sem safnast saman hjá konum á kynþroskaaldrinum 11-13 ára jafngildi beintapinu sem verður á 30 árum eftir tíðahvörf og því augljóslega mikilvægt að okkur gangi vel á þessum tíma að fylla á forðabúr beinanna. Rýrnun á beinmassa eða beinþynning er vandamál beggja kynja þó konur séu með aukið beintap sérstaklega um og eftir tíðahvörf, því er nauðsynlegt að huga vel að hreyfingu og reglubundinni inntöku af kalki og D-vítamíni til að vega á móti slíku. En einnig eru notuð lyf til að bæta beinþéttni. Ýmsir þættir hafa áhrif og geta hraðað ferli beinþynningar, en grannar, eldri konur með ættarsögu eru í hvað mestri hættu. Þá hafa sum lyf einnig áhrif til hins verra eins og til dæmis magasýrulyf, krampalyf, þunglyndislyf og svo auðvitað sykursterar sem eru oft notaðir í bólgueyðandi tilgangi til lengri tíma hjá gigtarsjúkum svo dæmi séu tekin. Því er gott að láta fylgjast með beinþéttni en slíkt er hægt að gera með tiltölulega einfaldri mælingu. Þeir sem eru í aukinni hættu á að fá beinþynningu ættu að láta skoða sig til að meta það hvar þeir standa og fá ráðleggingar um meðferð gerist hennar þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Þegar við erum í blóma lífsins þá finnst okkur sem við séum ósigrandi, sjúkdómar eru hjá flestum sem betur fer víðs fjarri og hrörnun er ekki farin að eiga sér stað að neinu marki. Við erum jafnvel að misbjóða líkamanum um stundarsakir, en hann fyrirgefur yfirleitt fljótt og vel svo lengi sem við hættum því. Það einkennir forvarnir að þær eru jafnan hugsaðar til lengri tíma og árangur erfiðis okkar kemur hugsanlega ekki fram fyrr en eftir mörg ár. Það rýrir þó á engan hátt mikilvægi þeirra, þvert á móti mætti segja að ef við hugsum ekki okkar gang þá getum við misst af lestinni. Þessi hugsunarháttur á vel við þegar við horfum til fjölmargra atriða er varða heilsu okkar. Það má taka dæmi af þeim sem reykir og gerir um langt árabil að hann er ef svo mætti að orði komast að taka stöðugt út úr bankanum, en leggja ekkert inn. Þeir sem hafa vit á peningum átta sig á því að það gengur ekki til lengdar og á einhverjum tímapunkti eru engar innistæður lengur og þá fara sjúkdómarnir að herja á viðkomandi. Það getur gerst hægt, en einnig afar skyndilega og án fyrirvara eins og við heila- og hjartaáföll.Jafnvægi mikilvægt Þegar við horfum til beinanna þá er ljóst að við þurfum að leggja inn í beinabankann reglubundið frá barnæsku til að byggja upp beinmassa okkar og styrkja beinin, en einnig til að verjast beinþynningu og aukinni hættu á beinbrotum með tilheyrandi óþægindum, verkjum, hreyfiskerðingu og jafnvel færniskerðingu. Beinin okkar eru lifandi vefur sem er stöðugt að endurnýja sig og þarfnast ákveðinna næringarefna til viðbótar við reglubundna hreyfingu og áreynslu hvers konar til að viðhalda styrk sínum. Erfðir skipta auðvitað máli en þegar við erum að vaxa úr grasi er líklega hvað mikilvægast að borða nægjanlegt magn af kalki og D-vítamíni auk þess að neysla á próteini skilar auknum beinmassa. Þó ber samkvæmt rannsóknum að varast of mikla próteinneyslu þar sem slíkt ástand getur virkað þveröfugt og aukið kalkútskilnað og þar með kalktap úr beinum. Þarna eins og svo víða annars staðar er mikilvægt að halda jafnvægi.Beinþynning Hreyfing í hvaða formi sem er og reglubundin áreynsla skilar sterkari beinum og er því mikilvægt að börn og unglingar stundi íþróttir, en það á einnig við um hina fullorðnu. Beinmassinn nær hámarki á kynþroskaaldrinum og fram undir tvítugt en beinin endurnýja sig alla ævina. Um miðjan aldur snýst þetta við og það eykst beintap en slíkt kallast beinþynning og er hún algengari hjá konum en körlum, sérstaklega eftir tíðahvörf. Þá hefur verið bent á það að sá beinvefur og massi sem safnast saman hjá konum á kynþroskaaldrinum 11-13 ára jafngildi beintapinu sem verður á 30 árum eftir tíðahvörf og því augljóslega mikilvægt að okkur gangi vel á þessum tíma að fylla á forðabúr beinanna. Rýrnun á beinmassa eða beinþynning er vandamál beggja kynja þó konur séu með aukið beintap sérstaklega um og eftir tíðahvörf, því er nauðsynlegt að huga vel að hreyfingu og reglubundinni inntöku af kalki og D-vítamíni til að vega á móti slíku. En einnig eru notuð lyf til að bæta beinþéttni. Ýmsir þættir hafa áhrif og geta hraðað ferli beinþynningar, en grannar, eldri konur með ættarsögu eru í hvað mestri hættu. Þá hafa sum lyf einnig áhrif til hins verra eins og til dæmis magasýrulyf, krampalyf, þunglyndislyf og svo auðvitað sykursterar sem eru oft notaðir í bólgueyðandi tilgangi til lengri tíma hjá gigtarsjúkum svo dæmi séu tekin. Því er gott að láta fylgjast með beinþéttni en slíkt er hægt að gera með tiltölulega einfaldri mælingu. Þeir sem eru í aukinni hættu á að fá beinþynningu ættu að láta skoða sig til að meta það hvar þeir standa og fá ráðleggingar um meðferð gerist hennar þörf.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun