Opin gögn og upplýst þjóð Katrín Júlíusdóttir skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Hvað greiði ég fyrir mennta- og heilbrigðiskerfið? Hvernig verja ráðherrar ráðstöfunarfé sínu? Við hvaða fyrirtæki skipta opinberar stofnanir? Oft heyrast spurningar á borð við þessar en misjafnt er hvort opinber gögn liggja fyrir sem svara þeim. Að mínu mati eiga upplýsingar sem varða það hvernig skattfé almennings er varið að vera öllum aðgengilegar. Með tölvutækni nútímans er það líka vel mögulegt. Á þetta hefur Bretinn Tim Berners-Lee, sem oft er nefndur faðir internetsins, bent. Hann hefur nýlega sagt að næsta bylting á netinu muni snúast um opið aðgengi að gögnum. Árið 2009 skoraði Tim á stjórnvöld, menntastofnanir og fyrirtæki að opna gögn. Áskorunin snýst um að birta fjölda gagnapakka á netinu. Þar eru þeir aðgengilegir öllum, þeim má dreifa og miðla á hvaða sniði sem er, undir opnum leyfisskilmálum.Fyrstu skrefin Á örfáum árum hefur orðið mikil þróun í þessum málaflokki um allan heim. Bretar og Bandaríkjamenn hafa verið í broddi fylkingar og lagt áherslu á aukið aðgengi að gögnum. Sem dæmi birta bresk stjórnvöld meira en 9.000 gagnapakka á vefsíðunni data.gov.uk. Þar getur fólk til dæmis skoðað útgjöld ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Þá má nálgast annars konar upplýsingar, t.d. landfræðilegar. Hér á landi erum við skemmra á veg komin í þessum málum. Í því skyni að auka birtingu fjárhagsupplýsinga ríkisins setti ég á dögunum, ásamt forsætisráðherra, á fót starfshóp sem vinna á tillögur í þessum efnum. Hópurinn er að skoða hver ættu að vera fyrstu skref ráðuneytisins í birtingu fjárhagsupplýsinga og skilar hann tillögum sínum á næstu vikum. Vonast er til að vinna hópsins geti nýst í framhaldinu við stefnumótun og opnun fleiri gagnapakka. Takmarkið ætti að mínu mati að vera að gögn um tekjur og útgjöld ríkisins séu aðgengileg hverjum þeim sem vill kynna sér þau. Ný upplýsingalög gefa tóninn fyrir þessa vinnu. Þar er skýrt tekið fram að persónugreinanleg gögn eru undanskilin birtingu.Nýsköpun og hagræðing Fyrir utan sjónarmið um lýðræði og gagnsæi sem liggja að baki birtingu opinberra gagna eru önnur veigamikil rök. Opin gögn geta stuðlað að nýsköpun í samfélaginu. Gott dæmi eru fyrirtæki eins og Datamarket og vefsíðan Gogn.in, en þau vinna með þau gögn sem eru aðgengileg í dag. Þá má einnig stuðla að hagræðingu í opinberri stjórnsýslu, t.d. með sjálfsafgreiðslu á fyrirspurnum, vinnusparnaði við gagnagreiningu og einföldun á mati áhrifa efnahagslegra aðgerða. Frjáls aðgangur að gögnum á borð við fjárhagsupplýsingar ríkisins leiðir til upplýstara samfélags og aukins valds almennings. Birting þeirra veitir aðhald og hvetur til ráðdeildar. Þess vegna er hún brýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvað greiði ég fyrir mennta- og heilbrigðiskerfið? Hvernig verja ráðherrar ráðstöfunarfé sínu? Við hvaða fyrirtæki skipta opinberar stofnanir? Oft heyrast spurningar á borð við þessar en misjafnt er hvort opinber gögn liggja fyrir sem svara þeim. Að mínu mati eiga upplýsingar sem varða það hvernig skattfé almennings er varið að vera öllum aðgengilegar. Með tölvutækni nútímans er það líka vel mögulegt. Á þetta hefur Bretinn Tim Berners-Lee, sem oft er nefndur faðir internetsins, bent. Hann hefur nýlega sagt að næsta bylting á netinu muni snúast um opið aðgengi að gögnum. Árið 2009 skoraði Tim á stjórnvöld, menntastofnanir og fyrirtæki að opna gögn. Áskorunin snýst um að birta fjölda gagnapakka á netinu. Þar eru þeir aðgengilegir öllum, þeim má dreifa og miðla á hvaða sniði sem er, undir opnum leyfisskilmálum.Fyrstu skrefin Á örfáum árum hefur orðið mikil þróun í þessum málaflokki um allan heim. Bretar og Bandaríkjamenn hafa verið í broddi fylkingar og lagt áherslu á aukið aðgengi að gögnum. Sem dæmi birta bresk stjórnvöld meira en 9.000 gagnapakka á vefsíðunni data.gov.uk. Þar getur fólk til dæmis skoðað útgjöld ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Þá má nálgast annars konar upplýsingar, t.d. landfræðilegar. Hér á landi erum við skemmra á veg komin í þessum málum. Í því skyni að auka birtingu fjárhagsupplýsinga ríkisins setti ég á dögunum, ásamt forsætisráðherra, á fót starfshóp sem vinna á tillögur í þessum efnum. Hópurinn er að skoða hver ættu að vera fyrstu skref ráðuneytisins í birtingu fjárhagsupplýsinga og skilar hann tillögum sínum á næstu vikum. Vonast er til að vinna hópsins geti nýst í framhaldinu við stefnumótun og opnun fleiri gagnapakka. Takmarkið ætti að mínu mati að vera að gögn um tekjur og útgjöld ríkisins séu aðgengileg hverjum þeim sem vill kynna sér þau. Ný upplýsingalög gefa tóninn fyrir þessa vinnu. Þar er skýrt tekið fram að persónugreinanleg gögn eru undanskilin birtingu.Nýsköpun og hagræðing Fyrir utan sjónarmið um lýðræði og gagnsæi sem liggja að baki birtingu opinberra gagna eru önnur veigamikil rök. Opin gögn geta stuðlað að nýsköpun í samfélaginu. Gott dæmi eru fyrirtæki eins og Datamarket og vefsíðan Gogn.in, en þau vinna með þau gögn sem eru aðgengileg í dag. Þá má einnig stuðla að hagræðingu í opinberri stjórnsýslu, t.d. með sjálfsafgreiðslu á fyrirspurnum, vinnusparnaði við gagnagreiningu og einföldun á mati áhrifa efnahagslegra aðgerða. Frjáls aðgangur að gögnum á borð við fjárhagsupplýsingar ríkisins leiðir til upplýstara samfélags og aukins valds almennings. Birting þeirra veitir aðhald og hvetur til ráðdeildar. Þess vegna er hún brýn.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun