Fótbolti

United tekið fyrir hjá UEFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri United, meinaði sínum mönnum að fara í viðtöl eftir leik.
Alex Ferguson, stjóri United, meinaði sínum mönnum að fara í viðtöl eftir leik. Nordic Photos / Getty Images
Manchester United verður mögulega refsað fyrir að fara ekki að reglum eftir leik liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gær. Real Madrid vann leikinn, 2-1, en hvorki knattspyrnustjóri United, Alex Ferguson, né leikmenn liðsins mættu í viðtöl eftir leik.

United-menn voru ósáttir við rauða spjaldið sem Nani fékk í leiknum fyrir brot á Alvaro Arbeloa. Aganefnd UEFA tekur nú málið fyrir og ákveður hvort Nani fái meira en eins leiks bann, sem er lágmarksrefsing fyrir rautt spjald.

Mike Phelan, aðstoðarstjóri Ferguson, mætti á blaðamannafund eftir leikinn og sagði Ferguson og leikmenn United niðurbrotna eftir leikinn. Madrídingar unnu rimmuna samanlagt, 3-2, og komast þar með í fjórðungsúrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×