Hitti Justin Bieber og hágrét í klukkutíma Freyr Bjarnason skrifar 7. mars 2013 06:00 Auður Eva með átrúnaðargoði sínu Justin Bieber baksviðs í London. "Þegar ég sá hann fyrst fannst mér hann bara vera í þrívídd, þetta var svo óraunverulegt," segir Auður Eva Peiser Ívarsdóttir, sem hitti goðið sitt Justin Bieber baksviðs fyrir tónleika í London um síðustu helgi. Auður Eva, sem er á fimmtánda aldursári, vann svokallaðan "meet and greet"-miða í gegnum aðdáendasíðu hans. Hún þurfti að senda þangað tölvupóst með ljósmynd af öllu Justin Bieber-dótinu sem hún átti, ásamt fleiri upplýsingum. Að auki lét hún fylgja með aukalega tveggja blaðsíðna langt bréf um að hún væri frá Íslandi og að hún væri á leiðinni til London á tónleikana. Hún bætti við að hún hefði staðið fyrir Bieber-göngunni á Íslandi árið 2011 ásamt vinkonum sínum. "Það voru um tvö þúsund manns sem tóku þátt í þessari keppni en bara tíu sem unnu og ég var ein af þeim," segir Auður Eva, sem er enn í skýjunum. "Ég fékk að vita kvöldið fyrir tónleikana að ég fengi að hitta hann og ég grét og grét." Hún segir fundinn með Bieber hafa verið draumi líkastan. "Þegar ég labbaði inn til að stilla mér upp við hliðina á honum þá var hann brosandi og rosalega ánægður og ég varð mjög glöð að sjá það." Eftir að tekin hafði verið mynd af þeim saman föðmuðust þau áður en Bieber þurfti að fara og hitta fleira fólk. "Ég labbaði tvö skref frá honum í gegnum eitthvert tjald og þá datt ég í gólfið og fór að hágráta. Ég gat varla andað. Ég hljóp svo til mömmu í fangið á henni og hélt áfram að gráta. Ég grét í svona klukkutíma eftir þetta," segir hún hlæjandi. Auður Eva, sem er í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, segir Bieber vera fullkominn á alla vegu. "Hann er líka svo indæll. Ég er sko alls ekki búin að jafna mig og ég mun pottþétt aldrei gera það." Breskir fjölmiðlar greindu frá því daginn eftir tónleikana að þeim hefði seinkað um tvo tíma og vönduðu Bieber ekki kveðjurnar. Auður Eva segir það algjört kjaftæði. Tæknilegir örðugleikar hafi valdið því að þau þurftu að bíða í 45 mínútur eftir popparanum. "Þetta var ekki Justin að kenna og það var bara mjög illa gert af þeim af klína þessu öllu á hann."Jaden Smith var hress þegar hann hitti Auði Evu.Justin Bieber var ekki eina stjarnan sem Auður Eva hitti baksviðs því leikarinn Jaden Smith var einnig á svæðinu. Hann gaf henni miða með auglýsingu fyrir nýjustu kvikmynd sína After Earth sem kemur í bíó í júní. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
"Þegar ég sá hann fyrst fannst mér hann bara vera í þrívídd, þetta var svo óraunverulegt," segir Auður Eva Peiser Ívarsdóttir, sem hitti goðið sitt Justin Bieber baksviðs fyrir tónleika í London um síðustu helgi. Auður Eva, sem er á fimmtánda aldursári, vann svokallaðan "meet and greet"-miða í gegnum aðdáendasíðu hans. Hún þurfti að senda þangað tölvupóst með ljósmynd af öllu Justin Bieber-dótinu sem hún átti, ásamt fleiri upplýsingum. Að auki lét hún fylgja með aukalega tveggja blaðsíðna langt bréf um að hún væri frá Íslandi og að hún væri á leiðinni til London á tónleikana. Hún bætti við að hún hefði staðið fyrir Bieber-göngunni á Íslandi árið 2011 ásamt vinkonum sínum. "Það voru um tvö þúsund manns sem tóku þátt í þessari keppni en bara tíu sem unnu og ég var ein af þeim," segir Auður Eva, sem er enn í skýjunum. "Ég fékk að vita kvöldið fyrir tónleikana að ég fengi að hitta hann og ég grét og grét." Hún segir fundinn með Bieber hafa verið draumi líkastan. "Þegar ég labbaði inn til að stilla mér upp við hliðina á honum þá var hann brosandi og rosalega ánægður og ég varð mjög glöð að sjá það." Eftir að tekin hafði verið mynd af þeim saman föðmuðust þau áður en Bieber þurfti að fara og hitta fleira fólk. "Ég labbaði tvö skref frá honum í gegnum eitthvert tjald og þá datt ég í gólfið og fór að hágráta. Ég gat varla andað. Ég hljóp svo til mömmu í fangið á henni og hélt áfram að gráta. Ég grét í svona klukkutíma eftir þetta," segir hún hlæjandi. Auður Eva, sem er í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, segir Bieber vera fullkominn á alla vegu. "Hann er líka svo indæll. Ég er sko alls ekki búin að jafna mig og ég mun pottþétt aldrei gera það." Breskir fjölmiðlar greindu frá því daginn eftir tónleikana að þeim hefði seinkað um tvo tíma og vönduðu Bieber ekki kveðjurnar. Auður Eva segir það algjört kjaftæði. Tæknilegir örðugleikar hafi valdið því að þau þurftu að bíða í 45 mínútur eftir popparanum. "Þetta var ekki Justin að kenna og það var bara mjög illa gert af þeim af klína þessu öllu á hann."Jaden Smith var hress þegar hann hitti Auði Evu.Justin Bieber var ekki eina stjarnan sem Auður Eva hitti baksviðs því leikarinn Jaden Smith var einnig á svæðinu. Hann gaf henni miða með auglýsingu fyrir nýjustu kvikmynd sína After Earth sem kemur í bíó í júní.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið