Píratar eru stjórnmálahreyfing internetsins Jón Þór Ólafsson og býður fram á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður. skrifa 7. mars 2013 06:00 Tölvunördar stofnuðu stórfyrirtæki upplýsingabyltingarinnar: Microsoft, Apple og Google. Tölvunördar sköpuðu stærstu samfélög internetsins: Facebook, Twitter og YouTube. Tölvunördar eru hetjurnar í dag og nú eru þeir ásamt stórum hópi tæknisinnaðs fólks um allan heim að færa sig inn á svið stjórnmálanna til að tryggja réttindi sín á internetinu.Stjórnmálaleg vakning Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, skrifaði grein titlaða „Handan upplýsingabyltingarinnar“ rétt fyrir aldamótin síðustu. Þar benti hann á að upplýsingabyltingin hefði hegðað sér eins og iðnbyltingin og prentbyltingin þar á undan. Í hálfa öld var nýja tæknin nánast alfarið notuð til að gera hraðar og ódýrar sömu gömlu hlutina. Að því kom svo að tæknin var notuð til að gera eitthvað alveg nýtt sem gjörbylti sviði viðskipta, stjórnmála og samfélaginu í heild. Drucker sagði nánast öruggt að upplýsingabyltingin myndi hegða sér eins innan 20 ára, en enginn gæti enn árið 1999 spáð fyrir um hver nýjungin yrði. Zbigniew Brzezinski, ráðgjafi Obama og gamall refur í alþjóðastjórnmálum, skrifaði svo níu árum á eftir Drucker grein í The New York Times sem hann titlaði: „Stjórnmálaleg vitundarvakning heimsins.“ Þar sagði hann að: „Í fyrsta skipti í sögunni er nærri allt mannkynið stjórnmálalega virkt, stjórnmálalega meðvitað og á stjórnmálaleg samskipti sín á milli.“ Þessi vakning hefur átt sér stað vegna Facebook, YouTube og annarra netsamfélaga sem komust fram hjá einokun margmiðlunarrisa og ríkisvalds á miðlun og túlkun upplýsinga. Rétt eins og prentvél Gutenbergs gerði fyrst Lúter og svo nýjum samfélögum, bæði trúar- og fræðimanna, fært að komast fram hjá einokun presta og prinsa á miðlun og túlkun upplýsinga. Stjórnmálaleg vakning prentbyltingarinnar færði í kjölfarið megnið af mannkyninu undan alræði presta og prinsa, og undir vald lýðræðislega kjörinna fulltrúa.Sjálfsvörn netsamfélaganna Tvíeyki margmiðlunarrisa og ríkisvalds reynir nú á öllum vígstöðvum að fá í gegn lög, eins og SOPA á síðasta ári, sem gefur þeim heimildir til að loka samfélögum internetsins. Píratar eru stjórnmálaarmur internetsins sem rís upp til að verja notendur þess og netsamfélög. Þeim finnst þeir vera að verja heimili sitt og fátt skapar meiri samstöðu og seiglu. Aðeins sjö árum frá stofnun fyrsta stjórnmálaflokks Pírata eru 600.000 skráðir Píratar með fleiri en 250 kjörna fulltrúa á löggjafarsamkundum um allan heim. Pírötum mun svo óhjákvæmilega halda áfram að fjölga ár frá ári þegar nýr árgangur ungs fólks sem býr á netinu nær kosningaaldri. Svo verði þeim að góðu sem vilja reyna að spyrna gegn stjórnmálalegri vakningu upplýsingabyltingarinnar.Framtíðarsýn Pírata Framtíðin er í höndum fólks sem skilur internetið, og framtíðin sem það mun skapa er falleg. Á netinu, sem mótar gildismat þeirra, eru samfélög samhjálpar og sjálfsákvörðunar, þar sem fólk hefur rétt til upplýsinga og ákvörðunar um málefni sem það varðar. Sívaxandi hluti þessa fólks er farinn að skipuleggja sig og hefur stofnað Pírataflokka í rúmlega sextíu löndum til að tryggja að stjórnkerfi og lög endurspegli þessi gildi netsamfélaganna. Hópur fólks sem vill slíkar lagabreytingar hérlendis tók nýlega upp merki Pírata og áherslur þeirra má sjá á piratar.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Tölvunördar stofnuðu stórfyrirtæki upplýsingabyltingarinnar: Microsoft, Apple og Google. Tölvunördar sköpuðu stærstu samfélög internetsins: Facebook, Twitter og YouTube. Tölvunördar eru hetjurnar í dag og nú eru þeir ásamt stórum hópi tæknisinnaðs fólks um allan heim að færa sig inn á svið stjórnmálanna til að tryggja réttindi sín á internetinu.Stjórnmálaleg vakning Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, skrifaði grein titlaða „Handan upplýsingabyltingarinnar“ rétt fyrir aldamótin síðustu. Þar benti hann á að upplýsingabyltingin hefði hegðað sér eins og iðnbyltingin og prentbyltingin þar á undan. Í hálfa öld var nýja tæknin nánast alfarið notuð til að gera hraðar og ódýrar sömu gömlu hlutina. Að því kom svo að tæknin var notuð til að gera eitthvað alveg nýtt sem gjörbylti sviði viðskipta, stjórnmála og samfélaginu í heild. Drucker sagði nánast öruggt að upplýsingabyltingin myndi hegða sér eins innan 20 ára, en enginn gæti enn árið 1999 spáð fyrir um hver nýjungin yrði. Zbigniew Brzezinski, ráðgjafi Obama og gamall refur í alþjóðastjórnmálum, skrifaði svo níu árum á eftir Drucker grein í The New York Times sem hann titlaði: „Stjórnmálaleg vitundarvakning heimsins.“ Þar sagði hann að: „Í fyrsta skipti í sögunni er nærri allt mannkynið stjórnmálalega virkt, stjórnmálalega meðvitað og á stjórnmálaleg samskipti sín á milli.“ Þessi vakning hefur átt sér stað vegna Facebook, YouTube og annarra netsamfélaga sem komust fram hjá einokun margmiðlunarrisa og ríkisvalds á miðlun og túlkun upplýsinga. Rétt eins og prentvél Gutenbergs gerði fyrst Lúter og svo nýjum samfélögum, bæði trúar- og fræðimanna, fært að komast fram hjá einokun presta og prinsa á miðlun og túlkun upplýsinga. Stjórnmálaleg vakning prentbyltingarinnar færði í kjölfarið megnið af mannkyninu undan alræði presta og prinsa, og undir vald lýðræðislega kjörinna fulltrúa.Sjálfsvörn netsamfélaganna Tvíeyki margmiðlunarrisa og ríkisvalds reynir nú á öllum vígstöðvum að fá í gegn lög, eins og SOPA á síðasta ári, sem gefur þeim heimildir til að loka samfélögum internetsins. Píratar eru stjórnmálaarmur internetsins sem rís upp til að verja notendur þess og netsamfélög. Þeim finnst þeir vera að verja heimili sitt og fátt skapar meiri samstöðu og seiglu. Aðeins sjö árum frá stofnun fyrsta stjórnmálaflokks Pírata eru 600.000 skráðir Píratar með fleiri en 250 kjörna fulltrúa á löggjafarsamkundum um allan heim. Pírötum mun svo óhjákvæmilega halda áfram að fjölga ár frá ári þegar nýr árgangur ungs fólks sem býr á netinu nær kosningaaldri. Svo verði þeim að góðu sem vilja reyna að spyrna gegn stjórnmálalegri vakningu upplýsingabyltingarinnar.Framtíðarsýn Pírata Framtíðin er í höndum fólks sem skilur internetið, og framtíðin sem það mun skapa er falleg. Á netinu, sem mótar gildismat þeirra, eru samfélög samhjálpar og sjálfsákvörðunar, þar sem fólk hefur rétt til upplýsinga og ákvörðunar um málefni sem það varðar. Sívaxandi hluti þessa fólks er farinn að skipuleggja sig og hefur stofnað Pírataflokka í rúmlega sextíu löndum til að tryggja að stjórnkerfi og lög endurspegli þessi gildi netsamfélaganna. Hópur fólks sem vill slíkar lagabreytingar hérlendis tók nýlega upp merki Pírata og áherslur þeirra má sjá á piratar.is.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun