Einfaldara og réttlátara almannatryggingakerfi Guðbjartur Hannesson skrifar 7. mars 2013 06:00 Í fjölmörg ár hefur verið rætt um brýna nauðsyn þess að endurskoða almannatryggingalöggjöfina í heild. Með margvíslegum breytingum sem á henni hafa verið gerðar í gegnum árin hefur löggjöfin orðið æ flóknari og óaðgengilegri og raunar illskiljanleg flestum. Henni hefur verið líkt við stagbætta flík, enda hafa stjórnvöld ítrekað gefið fögur fyrirheit um að endurskoða hana frá grunni. Má þar minnast áforma frá síðustu aldamótum sem minna varð úr en að var stefnt. Nú er brotið í blað þar sem fram er komið á Alþingi frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun almannatryggingalaga. Róttækar breytingar eru lagðar til á núverandi kerfi sem gera lagaumhverfið einfaldara, skýrara og gegnsærra. Undirbúningur hófst árið 2007 þegar verkefnisstjórn um endurskoðun almannatrygginga var skipuð. Hún skilaði tillögum sínum í október 2009 og voru í kjölfarið stigin stór skref til úrbóta fyrir lífeyrisþega og einföldunar á löggjöfinni, til dæmis með afnámi makatenginga. Í apríl 2011 var skipaður nýr starfshópur til að ljúka verkinu og semja drög að heildstæðu frumvarpi um málaflokkinn. Þar sátu fulltrúar þingflokkanna, ýmissa hagsmunaaðila auk starfsmanna velferðarráðuneytisins. Í júní 2012 samþykkti hópurinn tillögur um einföldun bótakerfisins og er frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi byggt á þeim.Aðgengileg löggjöf Breytingar samkvæmt nýju frumvarpi eru fjölmargar. Þær stærstu snúa að margvíslegum réttindamálum ellilífeyrisþega sem munu styrkja stöðu þeirra og einfalda kerfið til muna. Bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót verða sameinaðir. Dregið verður úr tekjutengingum og frítekjumörk verða afnumin. Ekki verður lengur horft til þess hvaðan tekjurnar koma, heldur lækkar lífeyrir nú um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur. Samkvæmt frumvarpinu verður dregið úr þessum áhrifum tekna í áföngum. Hlutfallið lækkar í 80% við gildistöku laganna 1. júlí 2013, verður síðan tug lægra 1. janúar ár hvert til ársins 2016 og lækkar loks í 45% hinn 1. janúar 2017. Í gildandi löggjöf skortir ákvæði um markmið almannatryggingakerfisins, framsetning laganna er óaðgengileg og vart nema á færi sérfræðinga að skilja og skýra réttindi hvers og eins lífeyrisþega. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að gagnvart lífeyrisþegum sé sérstaklega brýnt að ákvæði laga um réttindi þeirra séu skýr og að fyrir hendi séu almennar, aðgengilegar og skýrar reglur um inntak þeirrar aðstoðar sem fólk á rétt á samkvæmt lögunum. Í frumvarpinu er áhersla lögð á að mæta þessum ábendingum. Skýrt er kveðið á um markmið og tilgang laganna, framsetningin er öll bætt og einfölduð, ítarlega er kveðið á um málsmeðferð og stjórnsýslu og áhersla lögð á leiðbeiningar- og upplýsingaskyldu stjórnvalda.Orð skulu standa Mikilvægt er að halda því til haga að lífeyrisþegar eiga rétt á kjarabótum í óbreyttu kerfi sem svarar því að útgjöld ríkisins aukast um 3,7 milljarða króna á næstu tveimur árum. Þetta er vegna samkomulags stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum og vegna bráðabirgðaákvæðis frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar og fellur úr gildi í ársbyrjun 2014. Í kostnaðarumsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarp til almannatryggingalaga er horft fram hjá þessu sem veldur því að ráðuneytið ofmetur aukin útgjöld hins opinbera vegna kerfisbreytingarinnar sem nemur framangreindri fjárhæð. Hvort sem nýtt frumvarp verður að lögum á þessu þingi eða síðar þá eiga orð að standa. Langþráðum áfanga er náð með frumvarpinu sem hér er til umfjöllunar. Ég treysti því að þrotlaus vinna sem liggur að baki verði virt að verðleikum og frumvarpið nái fram að ganga enda snýst það um mikilvæga réttarbót og úrbætur sem eru löngu tímabærar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmörg ár hefur verið rætt um brýna nauðsyn þess að endurskoða almannatryggingalöggjöfina í heild. Með margvíslegum breytingum sem á henni hafa verið gerðar í gegnum árin hefur löggjöfin orðið æ flóknari og óaðgengilegri og raunar illskiljanleg flestum. Henni hefur verið líkt við stagbætta flík, enda hafa stjórnvöld ítrekað gefið fögur fyrirheit um að endurskoða hana frá grunni. Má þar minnast áforma frá síðustu aldamótum sem minna varð úr en að var stefnt. Nú er brotið í blað þar sem fram er komið á Alþingi frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun almannatryggingalaga. Róttækar breytingar eru lagðar til á núverandi kerfi sem gera lagaumhverfið einfaldara, skýrara og gegnsærra. Undirbúningur hófst árið 2007 þegar verkefnisstjórn um endurskoðun almannatrygginga var skipuð. Hún skilaði tillögum sínum í október 2009 og voru í kjölfarið stigin stór skref til úrbóta fyrir lífeyrisþega og einföldunar á löggjöfinni, til dæmis með afnámi makatenginga. Í apríl 2011 var skipaður nýr starfshópur til að ljúka verkinu og semja drög að heildstæðu frumvarpi um málaflokkinn. Þar sátu fulltrúar þingflokkanna, ýmissa hagsmunaaðila auk starfsmanna velferðarráðuneytisins. Í júní 2012 samþykkti hópurinn tillögur um einföldun bótakerfisins og er frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi byggt á þeim.Aðgengileg löggjöf Breytingar samkvæmt nýju frumvarpi eru fjölmargar. Þær stærstu snúa að margvíslegum réttindamálum ellilífeyrisþega sem munu styrkja stöðu þeirra og einfalda kerfið til muna. Bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót verða sameinaðir. Dregið verður úr tekjutengingum og frítekjumörk verða afnumin. Ekki verður lengur horft til þess hvaðan tekjurnar koma, heldur lækkar lífeyrir nú um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur. Samkvæmt frumvarpinu verður dregið úr þessum áhrifum tekna í áföngum. Hlutfallið lækkar í 80% við gildistöku laganna 1. júlí 2013, verður síðan tug lægra 1. janúar ár hvert til ársins 2016 og lækkar loks í 45% hinn 1. janúar 2017. Í gildandi löggjöf skortir ákvæði um markmið almannatryggingakerfisins, framsetning laganna er óaðgengileg og vart nema á færi sérfræðinga að skilja og skýra réttindi hvers og eins lífeyrisþega. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að gagnvart lífeyrisþegum sé sérstaklega brýnt að ákvæði laga um réttindi þeirra séu skýr og að fyrir hendi séu almennar, aðgengilegar og skýrar reglur um inntak þeirrar aðstoðar sem fólk á rétt á samkvæmt lögunum. Í frumvarpinu er áhersla lögð á að mæta þessum ábendingum. Skýrt er kveðið á um markmið og tilgang laganna, framsetningin er öll bætt og einfölduð, ítarlega er kveðið á um málsmeðferð og stjórnsýslu og áhersla lögð á leiðbeiningar- og upplýsingaskyldu stjórnvalda.Orð skulu standa Mikilvægt er að halda því til haga að lífeyrisþegar eiga rétt á kjarabótum í óbreyttu kerfi sem svarar því að útgjöld ríkisins aukast um 3,7 milljarða króna á næstu tveimur árum. Þetta er vegna samkomulags stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum og vegna bráðabirgðaákvæðis frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar og fellur úr gildi í ársbyrjun 2014. Í kostnaðarumsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarp til almannatryggingalaga er horft fram hjá þessu sem veldur því að ráðuneytið ofmetur aukin útgjöld hins opinbera vegna kerfisbreytingarinnar sem nemur framangreindri fjárhæð. Hvort sem nýtt frumvarp verður að lögum á þessu þingi eða síðar þá eiga orð að standa. Langþráðum áfanga er náð með frumvarpinu sem hér er til umfjöllunar. Ég treysti því að þrotlaus vinna sem liggur að baki verði virt að verðleikum og frumvarpið nái fram að ganga enda snýst það um mikilvæga réttarbót og úrbætur sem eru löngu tímabærar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun