Hin hliðin Þorsteinn Pálsson skrifar 9. mars 2013 06:00 Þrátt fyrir sundrungu og upplausn sem alls staðar blasir við hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna nýlega sameinast um eitt veigamikið viðfangsefni. Þeir segja réttilega einum rómi: Ísland hefur sterka stöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum í þrotabú gömlu bankanna og hana á að fullnýta. Það yrði sannarlega mikill ávinningur ef þessi samstaða yrði til þess að vel tækist til við lausn á þeim vanda sem leiðir af þeim eignum erlendu kröfuhafanna sem mældar eru í íslenskum krónum. Þar með mætti losa einn af þeim fjölmörgu hnútum sem halda krónunni í fjötrum. En þetta viðfangsefni er líkt teningi að því leyti að á því eru margar hliðar. Þversögnin er sú að styrkleiki Íslands gegn kröfuhöfunum felst í höftunum. Verðmæti eigna kröfuhafanna rýrnar í réttu hlutfalli við hörkuna í haftareglunum. Það leiðir af því að krónan er ekki gjaldgeng mynt. Hún er einfaldlega einskis virði í höndum þeirra sem þurfa að breyta henni í verðmæti utan landsteinanna. Þetta skilja kröfuhafarnir. Um leið er þetta ánægjulega hliðin á samstöðu stjórnmálaleiðtoganna. Hin hliðin birtist í samstöðu þeirra um að segja fólkinu í landinu ekki frá þeirri staðreynd sem fylgir eins og skugginn sólarljósinu. Hún er sú að bókfært virði eigna Íslendinga í krónum er jafn falskt og útlendinganna. Þær eru einhvers virði í viðskiptum innanlands en lítils virði í stærra samhengi. Sviðsljósinu er alltént ekki varpað á þessa hlið.Sundurlyndisfjandinn Að því er varðar þá hlið sem veit beint að almenningi skiptir þetta ekki öllu máli. Tiltölulega fáir vilja selja húsin sín og kaupa önnur erlendis. En þegar kemur að lífeyrissjóðunum og þeim sem skapa eiga verðmætin í milliríkjaverslun kárnar gamanið. Sterka staðan gagnvart erlendum kröfuhöfum kemur í reynd með sama þunga niður á þessum íslensku undirstöðum lífskjara og velferðar. Fyrirtækin og launamenn eru á vissan hátt í sömu stöðu og kröfuhafarnir. Þegar kemur að því að svara hvernig höggva eigi að rótum þess vanda ræður sundurlyndisfjandinn aftur ríkjum. Þó svo að eignir erlendu kröfuhafanna sem mældar eru í krónum gufuðu algjörlega upp fer því fjarri að það jafnvægi hafi skapast að unnt verði að aflétta gjaldeyrishöftum. Það er aðeins skref í þá átt. Með innlendri mynt verða höft eða varúðarreglur um alla framtíð ríkari hér en í viðskiptalöndunum. Samkeppnisstaðan heldur því áfram að versna. Það rýrir lífskjörin og veikir velferðarkerfið. Það sem meira er: Ekkert bendir til að unnt verði að létta átthagafjötrunum af lífeyrissjóðunum. Raunvirði eigna þeirra mun rýrna að sama skapi. Ávöxtunarmöguleikar þeirra þrengjast í réttu hlutfalli. Lífeyririnn mun því skerðast meir en almenn laun. Þetta er sá fórnarkostnaður sem almenningur verður að axla til þess að stjórnmálamennirnir geti sjálfir sagt að þeir haldi fullveldisréttinum yfir gjaldmiðlinum. Þeir tveir flokkar sem segjast vilja taka upp evru eru í reynd ekki að stefna í þá átt. Ástæðan er sú að þeir eru andvígir því að reka sjávarútveginn á grundvelli markaðslögmála. En það er aftur forsenda fyrir því að hér sé unnt að búa við stöðuga mynt án sífelldra gengisfellinga. Stjórnmálaflokkarnir eru því allir undir sömu sök seldir í þessu efni.Spuninn Annað mál er þessu skylt: Morgunblaðið og forseti Íslands náðu sem kunnugt er að sameina þjóðina gegn ríkisstjórninni og forystu Sjálfstæðisflokksins þegar síðasti Icesave-samningurinn var borinn undir þjóðaratkvæði. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að Framsóknarflokkurinn hefur stóraukið fylgi sitt á kostnað Sjálfstæðisflokksins eftir að EFTA-dómurinn féll Íslandi í hag. Forseti Íslands hefur farið um heiminn og sagt að Íslendingar hafi leyst skuldavanda sinn með lýðræðisbyltingu hans sjálfs. En það er eins með þetta og sterku stöðuna gagnvart erlendu kröfuhöfunum að hliðarnar á teningnum eru fleiri. Icesave-skuldin féll ekki niður með þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hún féll ekki niður með EFTA-dómnum. Þrotabú gamla Landsbankans þarf að sjálfsögðu að standa skil á þessari skuld. Ein af stærstu eignum þess er skuldabréf sem nýi Landsbankinn þarf að greiða. Hann á ekki gjaldeyri til að borga með og Seðlabankinn ekki heldur. Stór hluti þessa vanda er þannig enn óleystur í banka skattborgaranna. Spuninn um þetta mál hefur ekki aðeins skekkt málefnalega samkeppnisstöðu stjórnmálaflokkanna. Hann hefur leitt til þess að ekki er unnt að varpa ljósi á allar hliðar skuldavandanns. Fyrir vikið geta stjórnmálamenn ekki rætt eðli hans og dýpt af hreinskilni. Lausnirnar verða í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir sundrungu og upplausn sem alls staðar blasir við hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna nýlega sameinast um eitt veigamikið viðfangsefni. Þeir segja réttilega einum rómi: Ísland hefur sterka stöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum í þrotabú gömlu bankanna og hana á að fullnýta. Það yrði sannarlega mikill ávinningur ef þessi samstaða yrði til þess að vel tækist til við lausn á þeim vanda sem leiðir af þeim eignum erlendu kröfuhafanna sem mældar eru í íslenskum krónum. Þar með mætti losa einn af þeim fjölmörgu hnútum sem halda krónunni í fjötrum. En þetta viðfangsefni er líkt teningi að því leyti að á því eru margar hliðar. Þversögnin er sú að styrkleiki Íslands gegn kröfuhöfunum felst í höftunum. Verðmæti eigna kröfuhafanna rýrnar í réttu hlutfalli við hörkuna í haftareglunum. Það leiðir af því að krónan er ekki gjaldgeng mynt. Hún er einfaldlega einskis virði í höndum þeirra sem þurfa að breyta henni í verðmæti utan landsteinanna. Þetta skilja kröfuhafarnir. Um leið er þetta ánægjulega hliðin á samstöðu stjórnmálaleiðtoganna. Hin hliðin birtist í samstöðu þeirra um að segja fólkinu í landinu ekki frá þeirri staðreynd sem fylgir eins og skugginn sólarljósinu. Hún er sú að bókfært virði eigna Íslendinga í krónum er jafn falskt og útlendinganna. Þær eru einhvers virði í viðskiptum innanlands en lítils virði í stærra samhengi. Sviðsljósinu er alltént ekki varpað á þessa hlið.Sundurlyndisfjandinn Að því er varðar þá hlið sem veit beint að almenningi skiptir þetta ekki öllu máli. Tiltölulega fáir vilja selja húsin sín og kaupa önnur erlendis. En þegar kemur að lífeyrissjóðunum og þeim sem skapa eiga verðmætin í milliríkjaverslun kárnar gamanið. Sterka staðan gagnvart erlendum kröfuhöfum kemur í reynd með sama þunga niður á þessum íslensku undirstöðum lífskjara og velferðar. Fyrirtækin og launamenn eru á vissan hátt í sömu stöðu og kröfuhafarnir. Þegar kemur að því að svara hvernig höggva eigi að rótum þess vanda ræður sundurlyndisfjandinn aftur ríkjum. Þó svo að eignir erlendu kröfuhafanna sem mældar eru í krónum gufuðu algjörlega upp fer því fjarri að það jafnvægi hafi skapast að unnt verði að aflétta gjaldeyrishöftum. Það er aðeins skref í þá átt. Með innlendri mynt verða höft eða varúðarreglur um alla framtíð ríkari hér en í viðskiptalöndunum. Samkeppnisstaðan heldur því áfram að versna. Það rýrir lífskjörin og veikir velferðarkerfið. Það sem meira er: Ekkert bendir til að unnt verði að létta átthagafjötrunum af lífeyrissjóðunum. Raunvirði eigna þeirra mun rýrna að sama skapi. Ávöxtunarmöguleikar þeirra þrengjast í réttu hlutfalli. Lífeyririnn mun því skerðast meir en almenn laun. Þetta er sá fórnarkostnaður sem almenningur verður að axla til þess að stjórnmálamennirnir geti sjálfir sagt að þeir haldi fullveldisréttinum yfir gjaldmiðlinum. Þeir tveir flokkar sem segjast vilja taka upp evru eru í reynd ekki að stefna í þá átt. Ástæðan er sú að þeir eru andvígir því að reka sjávarútveginn á grundvelli markaðslögmála. En það er aftur forsenda fyrir því að hér sé unnt að búa við stöðuga mynt án sífelldra gengisfellinga. Stjórnmálaflokkarnir eru því allir undir sömu sök seldir í þessu efni.Spuninn Annað mál er þessu skylt: Morgunblaðið og forseti Íslands náðu sem kunnugt er að sameina þjóðina gegn ríkisstjórninni og forystu Sjálfstæðisflokksins þegar síðasti Icesave-samningurinn var borinn undir þjóðaratkvæði. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að Framsóknarflokkurinn hefur stóraukið fylgi sitt á kostnað Sjálfstæðisflokksins eftir að EFTA-dómurinn féll Íslandi í hag. Forseti Íslands hefur farið um heiminn og sagt að Íslendingar hafi leyst skuldavanda sinn með lýðræðisbyltingu hans sjálfs. En það er eins með þetta og sterku stöðuna gagnvart erlendu kröfuhöfunum að hliðarnar á teningnum eru fleiri. Icesave-skuldin féll ekki niður með þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hún féll ekki niður með EFTA-dómnum. Þrotabú gamla Landsbankans þarf að sjálfsögðu að standa skil á þessari skuld. Ein af stærstu eignum þess er skuldabréf sem nýi Landsbankinn þarf að greiða. Hann á ekki gjaldeyri til að borga með og Seðlabankinn ekki heldur. Stór hluti þessa vanda er þannig enn óleystur í banka skattborgaranna. Spuninn um þetta mál hefur ekki aðeins skekkt málefnalega samkeppnisstöðu stjórnmálaflokkanna. Hann hefur leitt til þess að ekki er unnt að varpa ljósi á allar hliðar skuldavandanns. Fyrir vikið geta stjórnmálamenn ekki rætt eðli hans og dýpt af hreinskilni. Lausnirnar verða í samræmi við það.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun