Framsókn fyrir heimilin Sigrún Magnúsdóttir skrifar 11. mars 2013 06:00 Þann 1. mars sl. sátum við undirritaðar áhugaverða ráðstefnu sem haldin var undir kjörorðinu „Heimili – meira en hús“. Var ráðstefnan haldin sameiginlega af félögum sem berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Mörg fróðleg erindi voru flutt er lýstu vel þeim fjölmörgu hindrunum sem fólk með fötlun þarf að yfirstíga eða kljást við. Meginþema þingsins var hvernig hægt væri að búa fötluðum sjálfstætt heimili og hvernig það væri fyrir fatlaðan einstakling að flytja úr foreldrahúsum. Dagný Kristjánsdóttir lýsti á áhrifaríkan hátt hvernig upplifun það hefði verið að flytja frá foreldrum sínum og hefja sjálfstætt líf í eigin íbúð. Bar erindi hennar yfirskriftina „Að byrja nýtt líf“. Hamingja hennar yfir sjálfstæðinu að búa á sínu eigin heimili var einlæg og mættu margir jafnaldrar hennar læra af henni. Hún hefur t.d. þá reglu að bjóða foreldrunum í mat einu sinni í viku. Stórkostlegt. Jafnframt lýsti hún vel þrá sinni að gefa af sér fyrir aðra. Með dugnaði og styrkri aðstoð foreldra og bræðra sem og Flensborgarskóla er hún komin í diplómanám í Háskóla Íslands. Hún vonast til að geta liðsinnt börnum á leikskólum í framtíðinni. Heimili er og verður grundvallareining í okkar samfélagi. Heimili geta verið af ýmsum toga. Heimili táknar ekki einungis skjól utan um svokallaða kjarnafjölskyldu. Stefnuskrá Landssamtakanna Þroskahjálpar byggir í grundvallaratriðum á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Íslendingar hafa undirritað og tekur hún mið af mannréttindum sem flestir njóta nú þegar. Eitt stefnumarkmið Þroskahjálpar ber heitið „Allir eiga rétt á heimili“ og þýðir að í nútímasamfélagi verði litið á eigið heimili sem sjálfsögð mannréttindi, enda tengist það sjálfsmynd, friðhelgi einkalífs og sjálfstæði órjúfanlegum böndum. Síðan segir: „Fólk með sérstakar þarfir vegna fötlunar á tilkall til þessara mannréttinda eins og allir aðrir.“ Öllum einstaklingum á að líða vel á heimilum sínum og eiga rétt á að eiga sitt heimili. Það á við um fatlaða sem ófatlaða einstaklinga. Framsókn ætlar sér að vera öflugur málsvari heimilanna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þann 1. mars sl. sátum við undirritaðar áhugaverða ráðstefnu sem haldin var undir kjörorðinu „Heimili – meira en hús“. Var ráðstefnan haldin sameiginlega af félögum sem berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Mörg fróðleg erindi voru flutt er lýstu vel þeim fjölmörgu hindrunum sem fólk með fötlun þarf að yfirstíga eða kljást við. Meginþema þingsins var hvernig hægt væri að búa fötluðum sjálfstætt heimili og hvernig það væri fyrir fatlaðan einstakling að flytja úr foreldrahúsum. Dagný Kristjánsdóttir lýsti á áhrifaríkan hátt hvernig upplifun það hefði verið að flytja frá foreldrum sínum og hefja sjálfstætt líf í eigin íbúð. Bar erindi hennar yfirskriftina „Að byrja nýtt líf“. Hamingja hennar yfir sjálfstæðinu að búa á sínu eigin heimili var einlæg og mættu margir jafnaldrar hennar læra af henni. Hún hefur t.d. þá reglu að bjóða foreldrunum í mat einu sinni í viku. Stórkostlegt. Jafnframt lýsti hún vel þrá sinni að gefa af sér fyrir aðra. Með dugnaði og styrkri aðstoð foreldra og bræðra sem og Flensborgarskóla er hún komin í diplómanám í Háskóla Íslands. Hún vonast til að geta liðsinnt börnum á leikskólum í framtíðinni. Heimili er og verður grundvallareining í okkar samfélagi. Heimili geta verið af ýmsum toga. Heimili táknar ekki einungis skjól utan um svokallaða kjarnafjölskyldu. Stefnuskrá Landssamtakanna Þroskahjálpar byggir í grundvallaratriðum á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Íslendingar hafa undirritað og tekur hún mið af mannréttindum sem flestir njóta nú þegar. Eitt stefnumarkmið Þroskahjálpar ber heitið „Allir eiga rétt á heimili“ og þýðir að í nútímasamfélagi verði litið á eigið heimili sem sjálfsögð mannréttindi, enda tengist það sjálfsmynd, friðhelgi einkalífs og sjálfstæði órjúfanlegum böndum. Síðan segir: „Fólk með sérstakar þarfir vegna fötlunar á tilkall til þessara mannréttinda eins og allir aðrir.“ Öllum einstaklingum á að líða vel á heimilum sínum og eiga rétt á að eiga sitt heimili. Það á við um fatlaða sem ófatlaða einstaklinga. Framsókn ætlar sér að vera öflugur málsvari heimilanna í landinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar