Fótbolti

Brekka fyrir Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi þarf að vera í toppformi í kvöld.nordicphotos/getty
Messi þarf að vera í toppformi í kvöld.nordicphotos/getty
Tveir leikir fara fram í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Schalke tekur á móti Galatasaray en fyrri leikur liðanna fór 1-1. Barcelona hefur aftur á móti verk að vinna gegn AC Milan þar sem liðið tapaði fyrri leiknum, 2-0. Börsungar hafa misst fótanna undanfarnar vikur en leikmenn hafa ekki gefist upp.

„Þeir stuðningsmenn sem hafa ekki trú á því að við getum snúið þessari rimmu við eru vinsamlegast beðnir um að halda sig heima. Þeir eiga að gefa einhverjum sem hefur trú á okkur miðann," sagði varnarmaður Barcelona, Gerard Pique.

„Við getum unnið þennan leik og rúmlega það. Við þurfum á 90 þúsund manns sem hafa trú á okkur að halda í stúkunni."

Leikirnir hefjast klukkan 19.45 og eru í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×