Góður svefn gulli betri Teitur Guðmundsson skrifar 12. mars 2013 06:00 Sú vísa er víst aldrei nógu oft kveðin að svefninn er okkur öllum mikilvægur, bæði andlega og líkamlega. Það er á þessum tíma sem líkaminn endurnærist og hleður batteríin svo við getum tekist á við næsta dag full af orku og fagnað þeim verkefnum sem hann færir okkur. Þegar við höfum upplifað það að vera svefnlaus skiljum við vel hversu stóran þátt í okkar daglega lífi svefninn spilar og við ættum ekki taka honum sem sjálfsögðum hlut, sérstaklega þegar við eldumst. Eitt af stærstu heilsufarsvandamálum samtímans eru svefnleysi og svefntruflanir, en við þekkjum ótalmargar birtingarmyndir þeirra. Ef við reynum að skilgreina svefnraskanir almennt má segja að þær séu ástand sem hefur áhrif á hversu mikið og hversu vel einstaklingurinn sefur, og þar af leiðandi geta svefnraskanirnar haft áhrif á einstaklinginn, til skemmri og lengri tíma. Svefnmynstur og svefnvenjur eru líklega stærsti þátturinn í vanda þeirra sem glíma við slíkar raskanir og oftsinnis gera einstaklingar sér ekki grein fyrir því og þurfa aðstoð til að breyta venjum sínum.Margslungið fyrirbæri Uppbygging svefns er margslungið fyrirbæri og skiptist í fjögur dýptarstig sem sveiflast frá léttum og yfir í djúpan svefn, auk þess að skilgreinast sem svefn með og án svokallaðs REM (Rapid Eye Movement) en á þeim tíma er okkur að dreyma. Sá hluti tímans sem okkur dreymir er um fjórðungur af svefni fullorðinna en allt að helmingur hjá börnum og eykst jafnan eftir því sem nær dregur morgni eða vökuástandi. Það er í NONREM-ástandinu sem við hvílumst og endurnærumst og svefntruflanir hafa allajafna mest áhrif á hinn djúpa svefn sem fer fram á þriðja og fjórða dýptarstigi. Þá er mikilvægt að hafa í huga að eðlilegur svefn breytist með aldrinum og er einnig að vissu leyti einstaklingsbundinn, en fullorðnir þurfa á bilinu 7-8 klukkustunda svefn á sólarhring að því talið er. Það er hægt að skipta svefnvandamálum í tilfallandi vandamál sem standa í viku eða skemur, bráðan svefnvanda sem stendur í mánuð eða skemur og krónískar svefntruflanir sem standa lengur yfir. Öll eiga svefnvandamálið það sammerkt að geta haft veruleg áhrif á andlega og líkamlega líðan, en orsakir og meðhöndlun geta verið mjög mismunandi. Algengar orsakir sem tengjast vanahegðun og er tiltölulega auðvelt að breyta til hins betra eru til dæmis koffíndrykkja seinnipart dags eða að kvöldi, reykingar, áfengisdrykkja, sjónvarpsgláp eða tölvunotkun fyrir svefn, þungar og kryddaðar máltíðir að kvöldi, að sofna með ljósin kveikt, lítil eða ónóg líkamleg hreyfing, of mikil líkamsþjálfun sérstaklega stuttu fyrir svefn, óreglulegur háttatími og vaktavinna. Þessi atriði, svo eitthvað sé nefnt, geta haft verulega slæm áhrif á svefninn okkar. Undirliggjandi sjúkdómar eða vandamál eru til dæmis kæfisvefn sem er oft vangreindur, verkjaheilkenni ýmiss konar, restless legs syndrome, geð- og kvíðasjúkdómar, hormónaójafnvægi kvenna í tíðahvörfum eða á meðgöngu, skjaldkirtilstruflanir, brjóstsviði, fíkniheilkenni, streita og álag og svona mætti eflaust lengi telja. Þeir sem eru vansvefta eru í aukinni hættu á að glíma við truflun á einbeitingu og þannig standa sig verr í vinnu, þeir geta verið beinlínis hættulegir við stjórn ökutækja og eru líklegri til að eiga í samskiptaerfiðleikum, vera uppstökkir og með lyndisraskanir. En fyrir utan þessa upptalningu eru svefntruflanir áhættuþáttur fyrir þróun alvarlegra sjúkdóma eins og til dæmis sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og heilabilun.Svefndagbók Greining á svefnvanda fer fyrst og fremst fram með svefndagbók til að átta sig á hegðunar- og neyslumynstri einstaklingsins, undirliggjandi sjúkdómum og lyfjanotkun. Greiningin fer einnig fram með flóknari aðferðum. eins og svefnriti sem getur greint á milli mismunandi orsaka eins og til dæmis kæfisvefns. Meðferð við slíkum truflunum byggir vitaskuld á eðli þeirra truflana sem hrjá einstakling hverju sinni en góður árangur næst með því að breyta út af slæmum venjum, borða léttar á kvöldin og flóknari kolvetni og prótein svo dæmi séu tekin. Gott er að stunda slökun og samtalsmeðferð, jafnvel kynlíf sem hefur slakandi og svefnbætandi áhrif. Þá beita margir hugrænni atferlismeðferð með góðum árangri og hefur komið á daginn að slík meðferð getur dugað jafnvel betur en lyfseðilsskyld svefnlyf sem oftar en ekki eru ofnotuð og fólk ánetjast að óþörfu. Sértækar meðferðir eins og við kæfisvefni eru fjölmargar en sumir þurfa að sofa með vél til að hvílast. Ef þú ert átt við svefnvanda að stríða ættir þú að skoða vel venjur þínar og ræða við lækninn þinn til að hægt sé að átta sig á því hvaða úrræði hentar þér, og reyndu að forðast sem lengst að nota svefnlyf sé það mögulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Sú vísa er víst aldrei nógu oft kveðin að svefninn er okkur öllum mikilvægur, bæði andlega og líkamlega. Það er á þessum tíma sem líkaminn endurnærist og hleður batteríin svo við getum tekist á við næsta dag full af orku og fagnað þeim verkefnum sem hann færir okkur. Þegar við höfum upplifað það að vera svefnlaus skiljum við vel hversu stóran þátt í okkar daglega lífi svefninn spilar og við ættum ekki taka honum sem sjálfsögðum hlut, sérstaklega þegar við eldumst. Eitt af stærstu heilsufarsvandamálum samtímans eru svefnleysi og svefntruflanir, en við þekkjum ótalmargar birtingarmyndir þeirra. Ef við reynum að skilgreina svefnraskanir almennt má segja að þær séu ástand sem hefur áhrif á hversu mikið og hversu vel einstaklingurinn sefur, og þar af leiðandi geta svefnraskanirnar haft áhrif á einstaklinginn, til skemmri og lengri tíma. Svefnmynstur og svefnvenjur eru líklega stærsti þátturinn í vanda þeirra sem glíma við slíkar raskanir og oftsinnis gera einstaklingar sér ekki grein fyrir því og þurfa aðstoð til að breyta venjum sínum.Margslungið fyrirbæri Uppbygging svefns er margslungið fyrirbæri og skiptist í fjögur dýptarstig sem sveiflast frá léttum og yfir í djúpan svefn, auk þess að skilgreinast sem svefn með og án svokallaðs REM (Rapid Eye Movement) en á þeim tíma er okkur að dreyma. Sá hluti tímans sem okkur dreymir er um fjórðungur af svefni fullorðinna en allt að helmingur hjá börnum og eykst jafnan eftir því sem nær dregur morgni eða vökuástandi. Það er í NONREM-ástandinu sem við hvílumst og endurnærumst og svefntruflanir hafa allajafna mest áhrif á hinn djúpa svefn sem fer fram á þriðja og fjórða dýptarstigi. Þá er mikilvægt að hafa í huga að eðlilegur svefn breytist með aldrinum og er einnig að vissu leyti einstaklingsbundinn, en fullorðnir þurfa á bilinu 7-8 klukkustunda svefn á sólarhring að því talið er. Það er hægt að skipta svefnvandamálum í tilfallandi vandamál sem standa í viku eða skemur, bráðan svefnvanda sem stendur í mánuð eða skemur og krónískar svefntruflanir sem standa lengur yfir. Öll eiga svefnvandamálið það sammerkt að geta haft veruleg áhrif á andlega og líkamlega líðan, en orsakir og meðhöndlun geta verið mjög mismunandi. Algengar orsakir sem tengjast vanahegðun og er tiltölulega auðvelt að breyta til hins betra eru til dæmis koffíndrykkja seinnipart dags eða að kvöldi, reykingar, áfengisdrykkja, sjónvarpsgláp eða tölvunotkun fyrir svefn, þungar og kryddaðar máltíðir að kvöldi, að sofna með ljósin kveikt, lítil eða ónóg líkamleg hreyfing, of mikil líkamsþjálfun sérstaklega stuttu fyrir svefn, óreglulegur háttatími og vaktavinna. Þessi atriði, svo eitthvað sé nefnt, geta haft verulega slæm áhrif á svefninn okkar. Undirliggjandi sjúkdómar eða vandamál eru til dæmis kæfisvefn sem er oft vangreindur, verkjaheilkenni ýmiss konar, restless legs syndrome, geð- og kvíðasjúkdómar, hormónaójafnvægi kvenna í tíðahvörfum eða á meðgöngu, skjaldkirtilstruflanir, brjóstsviði, fíkniheilkenni, streita og álag og svona mætti eflaust lengi telja. Þeir sem eru vansvefta eru í aukinni hættu á að glíma við truflun á einbeitingu og þannig standa sig verr í vinnu, þeir geta verið beinlínis hættulegir við stjórn ökutækja og eru líklegri til að eiga í samskiptaerfiðleikum, vera uppstökkir og með lyndisraskanir. En fyrir utan þessa upptalningu eru svefntruflanir áhættuþáttur fyrir þróun alvarlegra sjúkdóma eins og til dæmis sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og heilabilun.Svefndagbók Greining á svefnvanda fer fyrst og fremst fram með svefndagbók til að átta sig á hegðunar- og neyslumynstri einstaklingsins, undirliggjandi sjúkdómum og lyfjanotkun. Greiningin fer einnig fram með flóknari aðferðum. eins og svefnriti sem getur greint á milli mismunandi orsaka eins og til dæmis kæfisvefns. Meðferð við slíkum truflunum byggir vitaskuld á eðli þeirra truflana sem hrjá einstakling hverju sinni en góður árangur næst með því að breyta út af slæmum venjum, borða léttar á kvöldin og flóknari kolvetni og prótein svo dæmi séu tekin. Gott er að stunda slökun og samtalsmeðferð, jafnvel kynlíf sem hefur slakandi og svefnbætandi áhrif. Þá beita margir hugrænni atferlismeðferð með góðum árangri og hefur komið á daginn að slík meðferð getur dugað jafnvel betur en lyfseðilsskyld svefnlyf sem oftar en ekki eru ofnotuð og fólk ánetjast að óþörfu. Sértækar meðferðir eins og við kæfisvefni eru fjölmargar en sumir þurfa að sofa með vél til að hvílast. Ef þú ert átt við svefnvanda að stríða ættir þú að skoða vel venjur þínar og ræða við lækninn þinn til að hægt sé að átta sig á því hvaða úrræði hentar þér, og reyndu að forðast sem lengst að nota svefnlyf sé það mögulegt.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun