Takkaskórnir víkja fyrir tískunni 13. mars 2013 06:00 Knattspyrnukappinn Björn Jónsson spilar með KR-ingum en var hvattur til þess að taka þátt í RFF sem fer fram um helgina. Mynd/VALLI „Það var nú bara hún systir mín sem sagði mér frá þessu og hvatti mig til þess að fara í prufur,“ segir Björn Jónsson, knattspyrnumaður úr KR, en hann ætlar að setja svarthvítan búning Vesturbæjarliðsins á hilluna um helgina. Þess í stað ætlar Björn að ganga sýningarpallana á Reykjavík Fashion Festival en þetta mun vera frumraun hans í fyrirsætubransanum. Það voru hönnuðir íslenska fatamerkisins Hugins Munins sem fengu knattspyrnukappann til liðs við sig. „Ég fór á einhverja gönguæfingu um daginn, sem gekk alveg fínt held ég. Ég á allavega ekki að mæta á fleiri æfingar,“ segir Björn og kveðst ekki stressaður þrátt fyrir reynsluleysið á pöllunum. Björn þykir liðtækur knattspyrnumaður en hann spilaði með Skagamönnum upp alla yngri flokkana. Árið 2005 hélt hann í atvinnumennsku til hollenska liðsins Heerenveen en sneri heim árið 2011. Hann er nú á mála hjá KR-ingum en hefur þurft að glíma við meiðsli um langt skeið. „Ég er nýbúinn að ná mér af meiðslunum og var að byrja æfa aftur í þessum mánuði. Ég er ekki búinn að spila síðan í sumar. Það var líka þess vegna sem ég sagði já við þessu um helgina. Ég er hvort eð er alltaf meiddur.“ En hvað segja liðsfélagarnir í Vesturbænum um fyrirsætustarfið? „Þeir hafa staðið með mér og hvatt mig til þess að gera þetta,“ segir Björn, og tilhlökkun fyrir helgina leynir sér ekki. RFF Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Það var nú bara hún systir mín sem sagði mér frá þessu og hvatti mig til þess að fara í prufur,“ segir Björn Jónsson, knattspyrnumaður úr KR, en hann ætlar að setja svarthvítan búning Vesturbæjarliðsins á hilluna um helgina. Þess í stað ætlar Björn að ganga sýningarpallana á Reykjavík Fashion Festival en þetta mun vera frumraun hans í fyrirsætubransanum. Það voru hönnuðir íslenska fatamerkisins Hugins Munins sem fengu knattspyrnukappann til liðs við sig. „Ég fór á einhverja gönguæfingu um daginn, sem gekk alveg fínt held ég. Ég á allavega ekki að mæta á fleiri æfingar,“ segir Björn og kveðst ekki stressaður þrátt fyrir reynsluleysið á pöllunum. Björn þykir liðtækur knattspyrnumaður en hann spilaði með Skagamönnum upp alla yngri flokkana. Árið 2005 hélt hann í atvinnumennsku til hollenska liðsins Heerenveen en sneri heim árið 2011. Hann er nú á mála hjá KR-ingum en hefur þurft að glíma við meiðsli um langt skeið. „Ég er nýbúinn að ná mér af meiðslunum og var að byrja æfa aftur í þessum mánuði. Ég er ekki búinn að spila síðan í sumar. Það var líka þess vegna sem ég sagði já við þessu um helgina. Ég er hvort eð er alltaf meiddur.“ En hvað segja liðsfélagarnir í Vesturbænum um fyrirsætustarfið? „Þeir hafa staðið með mér og hvatt mig til þess að gera þetta,“ segir Björn, og tilhlökkun fyrir helgina leynir sér ekki.
RFF Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp