Frelsinu fylgir ábyrgð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 14. mars 2013 06:00 Umræðan í aðdraganda komandi alþingiskosninga snýst um þessar mundir að mestu um fortíðina. Það er varla minnst á það hvernig eigi að greiða niður gífurlegar skuldir hins opinbera, koma á efnahagslegum stöðugleika og ná fram vaxandi kaupmætti. Krafist er að ríkið lækki skuldir þeirra sem keyptu skömmu fyrir hrun. Rökin eru þau að skuldirnar hafi stökkbreyst og að ósanngjarnt sé að þær verði greiddar að fullu. Nóg framboð er af stjórnmálaflokkum sem lofa skuldurum gulli og grænum skógum og skeyta lítið um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þessi þróun í þjóðfélaginu er mjög varasöm og minnir á upplausnarástandið á 13. öldinni, í aðdraganda þess að þjóðin lét frá sér sjálfstæðið vegna innri sundrungar. Rökin fyrir kröfunni eru röng. Skuldirnar hafa ekki stökkbreyst. Minnkandi verðgildi krónunnar gerir það að verkum að fleiri krónur þarf til þess að endurspegla sömu verðmæti. Það er kaupmátturinn sem féll, þess vegna eiga margir í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum. Lækkun skulda með lagasetningu þýðir einfaldlega að þær eru færðar til og aðrir einstaklingar borga. Þeir sem munu bera skuldatilfærsluna urðu fyrir sömu kjaraskerðingunni og skuldararnir. Hvers vegna eiga þeir að axla meiri byrðar en orðið er og hver eru rökin fyrir því að valdir skuldarar eigi að vera undanþegnir kjaraskerðingunni? Byrðarnar munu einkum lenda á gamla fólkinu, örorkulífeyrisþegum og heilbrigðiskerfinu. Þegar er meira en nóg í þeim efnum að gert og ekki á það bætandi. Einstaklingar og lánastofnanir búa við frelsi til þess að semja um fjárskuldbindingar. Því frelsi fylgir hins vegar ábyrgð. Það er verkefni þessara aðila að semja um viðbrögð þegar forsendur breytast verulega, eins og minnkandi kaupmáttur er dæmi um. Hvers vegna eru stjórnmálaflokkar að færa ábyrgðina frá viðskiptabönkunum yfir á ríkissjóð á því að takast á við afleiðingar lánveitinga sinna? Íslandsbanki skreytir sig með því að endurgreiða hluta af vöxtum viðskiptavina sinna. Bankinn hefur grætt 81 milljarð króna frá hruni. Það gengur ekki að breyta leikreglunum eftir á og afnema ábyrgðina. Það þarf að líta til framtíðar áður en það verður gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Sjá meira
Umræðan í aðdraganda komandi alþingiskosninga snýst um þessar mundir að mestu um fortíðina. Það er varla minnst á það hvernig eigi að greiða niður gífurlegar skuldir hins opinbera, koma á efnahagslegum stöðugleika og ná fram vaxandi kaupmætti. Krafist er að ríkið lækki skuldir þeirra sem keyptu skömmu fyrir hrun. Rökin eru þau að skuldirnar hafi stökkbreyst og að ósanngjarnt sé að þær verði greiddar að fullu. Nóg framboð er af stjórnmálaflokkum sem lofa skuldurum gulli og grænum skógum og skeyta lítið um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þessi þróun í þjóðfélaginu er mjög varasöm og minnir á upplausnarástandið á 13. öldinni, í aðdraganda þess að þjóðin lét frá sér sjálfstæðið vegna innri sundrungar. Rökin fyrir kröfunni eru röng. Skuldirnar hafa ekki stökkbreyst. Minnkandi verðgildi krónunnar gerir það að verkum að fleiri krónur þarf til þess að endurspegla sömu verðmæti. Það er kaupmátturinn sem féll, þess vegna eiga margir í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum. Lækkun skulda með lagasetningu þýðir einfaldlega að þær eru færðar til og aðrir einstaklingar borga. Þeir sem munu bera skuldatilfærsluna urðu fyrir sömu kjaraskerðingunni og skuldararnir. Hvers vegna eiga þeir að axla meiri byrðar en orðið er og hver eru rökin fyrir því að valdir skuldarar eigi að vera undanþegnir kjaraskerðingunni? Byrðarnar munu einkum lenda á gamla fólkinu, örorkulífeyrisþegum og heilbrigðiskerfinu. Þegar er meira en nóg í þeim efnum að gert og ekki á það bætandi. Einstaklingar og lánastofnanir búa við frelsi til þess að semja um fjárskuldbindingar. Því frelsi fylgir hins vegar ábyrgð. Það er verkefni þessara aðila að semja um viðbrögð þegar forsendur breytast verulega, eins og minnkandi kaupmáttur er dæmi um. Hvers vegna eru stjórnmálaflokkar að færa ábyrgðina frá viðskiptabönkunum yfir á ríkissjóð á því að takast á við afleiðingar lánveitinga sinna? Íslandsbanki skreytir sig með því að endurgreiða hluta af vöxtum viðskiptavina sinna. Bankinn hefur grætt 81 milljarð króna frá hruni. Það gengur ekki að breyta leikreglunum eftir á og afnema ábyrgðina. Það þarf að líta til framtíðar áður en það verður gert.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun