Gylliboð og galdralausnir Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Flestir þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga næsta vor eru sammála um að setja þurfi í forgang að leysa skuldavanda heimilanna. Há greiðslubyrði stökkbreyttra lána, síaukin skattbyrði, hækkandi vöruverð og fá atvinnutækifæri hafa þau áhrif að kaupmáttur heimilanna rýrnar stöðugt og venjulegt fólk á fullt í fangi með að halda sér á floti. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er hversu langt sumir flokkarnir ganga í því að bjóða gylliboð og galdralausnir sem ekki hafa verið hugsaðar til enda. Sumir þessara flokka komast t.d. upp með að slá um sig frösum sem líklegt má telja að fólk vilji heyra, líkt og „látum auðmenn borga brúsann“, „afnemum verðtrygginguna“ eða „lækkum verðtryggð húsnæðislán“, án þess að vera krafðir skýringa á því hvernig uppfylla eigi þessi loforð eða hvaða keðjuverkun það hrindir af stað í hagkerfinu. Hver man ekki eftir kosningafrasa Framsóknarflokksins hér um árið þegar framsóknarmenn börðu sér á brjóst og stuðluðu að því að bjóða fólki 90% húsnæðislán? Hvaða afleiðingar hafði það? Jú, fólk fékk að taka hærra lán sem hafði þau einu áhrif að fasteignaverð hækkaði samhliða. Þetta kosningaloforð var því bjarnargreiði fyrir marga og nú lofar sami flokkur að hann láti þessi lán hverfa. Margir eru því miður í þeirri stöðu í dag að vera orðnir það langeygir eftir lausnum og hafa það litla trú á framtíðinni að þeir eru nánast reiðubúnir að stökkva á hvað sem er. Sama hversu ótrúlega það hljómar, það getur ekki verið verra en núverandi ástand. En það er bara ekki rétt. Við búum í mjög viðkvæmu hagkerfi sem er í dag varið með verðtryggingu og höftum og allar aðgerðir sem miða að því að koma okkur á réttan kjöl verða að vera úthugsaðar og öfgalausar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram tillögur að slíkum aðgerðum sem allar miða að því að létta á greiðslubyrði heimilanna og lækka skuldir. Engar öfgar, engin gylliboð, bara raunhæfar lausnir. Þessar lausnir voru kynntar á síðasta landsfundi og fela m.a. í sér skattaafslátt til að auðvelda afborganir af húsnæðislánum, að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól lána, að lækka tekjuskatt og að afnema stimpilgjöld. Flokkurinn leggur jafnframt mikla áherslu á afnám gjaldeyrishaftanna sem forsendu efnahagsbata og vill gefa fólki val um að taka verðtryggð eða óverðtryggð lán, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hugsunin er sú að samspil margra þátta leysi skuldavanda heimilanna. Vandi heimilanna er misjafn og þess vegna þurfa lausnirnar að vera það líka. Ég vara fólk við að stökkva á gylliboð og galdralausnir án þess að fá skýringar eða svör við því hvernig fara eigi að hlutunum. Það er ekki nóg að ætla að setja málið í nefnd og svara eftir kosningar. Lærum af reynslunni og tökum skynsamar ákvarðanir varðandi framtíðina. Þannig, og eingöngu þannig, náum við að snúa blaðinu við og horfa fram á bjartari tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga næsta vor eru sammála um að setja þurfi í forgang að leysa skuldavanda heimilanna. Há greiðslubyrði stökkbreyttra lána, síaukin skattbyrði, hækkandi vöruverð og fá atvinnutækifæri hafa þau áhrif að kaupmáttur heimilanna rýrnar stöðugt og venjulegt fólk á fullt í fangi með að halda sér á floti. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er hversu langt sumir flokkarnir ganga í því að bjóða gylliboð og galdralausnir sem ekki hafa verið hugsaðar til enda. Sumir þessara flokka komast t.d. upp með að slá um sig frösum sem líklegt má telja að fólk vilji heyra, líkt og „látum auðmenn borga brúsann“, „afnemum verðtrygginguna“ eða „lækkum verðtryggð húsnæðislán“, án þess að vera krafðir skýringa á því hvernig uppfylla eigi þessi loforð eða hvaða keðjuverkun það hrindir af stað í hagkerfinu. Hver man ekki eftir kosningafrasa Framsóknarflokksins hér um árið þegar framsóknarmenn börðu sér á brjóst og stuðluðu að því að bjóða fólki 90% húsnæðislán? Hvaða afleiðingar hafði það? Jú, fólk fékk að taka hærra lán sem hafði þau einu áhrif að fasteignaverð hækkaði samhliða. Þetta kosningaloforð var því bjarnargreiði fyrir marga og nú lofar sami flokkur að hann láti þessi lán hverfa. Margir eru því miður í þeirri stöðu í dag að vera orðnir það langeygir eftir lausnum og hafa það litla trú á framtíðinni að þeir eru nánast reiðubúnir að stökkva á hvað sem er. Sama hversu ótrúlega það hljómar, það getur ekki verið verra en núverandi ástand. En það er bara ekki rétt. Við búum í mjög viðkvæmu hagkerfi sem er í dag varið með verðtryggingu og höftum og allar aðgerðir sem miða að því að koma okkur á réttan kjöl verða að vera úthugsaðar og öfgalausar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram tillögur að slíkum aðgerðum sem allar miða að því að létta á greiðslubyrði heimilanna og lækka skuldir. Engar öfgar, engin gylliboð, bara raunhæfar lausnir. Þessar lausnir voru kynntar á síðasta landsfundi og fela m.a. í sér skattaafslátt til að auðvelda afborganir af húsnæðislánum, að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól lána, að lækka tekjuskatt og að afnema stimpilgjöld. Flokkurinn leggur jafnframt mikla áherslu á afnám gjaldeyrishaftanna sem forsendu efnahagsbata og vill gefa fólki val um að taka verðtryggð eða óverðtryggð lán, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hugsunin er sú að samspil margra þátta leysi skuldavanda heimilanna. Vandi heimilanna er misjafn og þess vegna þurfa lausnirnar að vera það líka. Ég vara fólk við að stökkva á gylliboð og galdralausnir án þess að fá skýringar eða svör við því hvernig fara eigi að hlutunum. Það er ekki nóg að ætla að setja málið í nefnd og svara eftir kosningar. Lærum af reynslunni og tökum skynsamar ákvarðanir varðandi framtíðina. Þannig, og eingöngu þannig, náum við að snúa blaðinu við og horfa fram á bjartari tíma.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar