Af hverju Dögun? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Ég tel mig vera bæði hugsjónamanneskju og raunsæismanneskju þegar kemur að pólitík. Þau gildi sem ég vil hafa að leiðarljósi í lífi mínu og því samfélagi sem ég bý í eru jafnrétti og mannúð. Ég er fyrst og fremst jafnaðarmanneskja og það er ekkert launungarmál að ég hef lengst af kosið Samfylkinguna, þar sem mér hefur fundist hún góð blanda af hugsjónum og raunsæi. Ég hef haft þá trú að þessi ríkisstjórn væri að gera sitt besta í hræðilegum aðstæðum. Það hafa hins vegar runnið á mig tvær grímur undanfarnar vikur hvað varðar trú mína á ríkisstjórnina og þá sérstaklega í stjórnarskrármálinu. Ég leyfi mér að efast um það að skjal sem hefur verið unnið af þjóðkjörnum einstaklingum í nokkur ár og fengið nákvæma endurskoðun og gagnrýni frá fræðasamfélaginu sé „hroðvirknislega unnið plagg“ sem fólk vill bara þvinga í gegn. Það hefur komið skýrt fram í málflutningi sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarið að þeir vilja alls ekki auðlindir í þjóðareigu. Andstæða þeirra við nýja stjórnarskrá á sér því augljósar ástæður. Að þykjast vera fylgjandi nýrri stjórnarskrá en vilja geyma hana fram á næsta þing og „vona“ að hún verði tekin upp þar og samþykkt er hins vegar ekki raunsæi að mínu mati. Hvað þá hugsjón.Ekki raunsæi Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkurnar á annarri vinstristjórn ekki miklar og því finnst mér mjög mikilvægt að ganga frá stjórnarskrármálinu hratt og örugglega núna fyrir kosningar. Ef við samþykkjum hana núna þarf næsta þing alla vega að hafna tilteknum atriðum og það verður þá mjög skýrt hver þau verða. Ég sætti mig ekki lengur við meðvirk stjórnvöld sem þykjast starfa af hugsjón og vinna að hagsmunum fólksins. Af hverju í ósköpunum var umræða um nýja stjórnarskrá ekki löngu hafin? Fólkið í þessu landi á rétt á að kosið verði um nýja stjórnarskrá á þessu þingi eins og lofað var og þjóðarviljinn sýndi í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Við eigum rétt á að vita hverjir það eru á þingi okkar Íslendinga sem í raun virða þjóðarviljann og hverjir ekki. Ég er búin að fá leiða á því að verða vitni að því að á Alþingi virðast vinna flokkar fyrir hagsmuni flokka og formenn þeirra. Við í Dögun erum samtök um lýðræði og réttlæti sem hafna foringjaræði og þeirri spillingu sem það nærir og hefur gert á Íslandi allt of lengi. Þess vegna vel ég að bjóða mig fram og starfa með Dögun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Ég tel mig vera bæði hugsjónamanneskju og raunsæismanneskju þegar kemur að pólitík. Þau gildi sem ég vil hafa að leiðarljósi í lífi mínu og því samfélagi sem ég bý í eru jafnrétti og mannúð. Ég er fyrst og fremst jafnaðarmanneskja og það er ekkert launungarmál að ég hef lengst af kosið Samfylkinguna, þar sem mér hefur fundist hún góð blanda af hugsjónum og raunsæi. Ég hef haft þá trú að þessi ríkisstjórn væri að gera sitt besta í hræðilegum aðstæðum. Það hafa hins vegar runnið á mig tvær grímur undanfarnar vikur hvað varðar trú mína á ríkisstjórnina og þá sérstaklega í stjórnarskrármálinu. Ég leyfi mér að efast um það að skjal sem hefur verið unnið af þjóðkjörnum einstaklingum í nokkur ár og fengið nákvæma endurskoðun og gagnrýni frá fræðasamfélaginu sé „hroðvirknislega unnið plagg“ sem fólk vill bara þvinga í gegn. Það hefur komið skýrt fram í málflutningi sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarið að þeir vilja alls ekki auðlindir í þjóðareigu. Andstæða þeirra við nýja stjórnarskrá á sér því augljósar ástæður. Að þykjast vera fylgjandi nýrri stjórnarskrá en vilja geyma hana fram á næsta þing og „vona“ að hún verði tekin upp þar og samþykkt er hins vegar ekki raunsæi að mínu mati. Hvað þá hugsjón.Ekki raunsæi Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkurnar á annarri vinstristjórn ekki miklar og því finnst mér mjög mikilvægt að ganga frá stjórnarskrármálinu hratt og örugglega núna fyrir kosningar. Ef við samþykkjum hana núna þarf næsta þing alla vega að hafna tilteknum atriðum og það verður þá mjög skýrt hver þau verða. Ég sætti mig ekki lengur við meðvirk stjórnvöld sem þykjast starfa af hugsjón og vinna að hagsmunum fólksins. Af hverju í ósköpunum var umræða um nýja stjórnarskrá ekki löngu hafin? Fólkið í þessu landi á rétt á að kosið verði um nýja stjórnarskrá á þessu þingi eins og lofað var og þjóðarviljinn sýndi í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Við eigum rétt á að vita hverjir það eru á þingi okkar Íslendinga sem í raun virða þjóðarviljann og hverjir ekki. Ég er búin að fá leiða á því að verða vitni að því að á Alþingi virðast vinna flokkar fyrir hagsmuni flokka og formenn þeirra. Við í Dögun erum samtök um lýðræði og réttlæti sem hafna foringjaræði og þeirri spillingu sem það nærir og hefur gert á Íslandi allt of lengi. Þess vegna vel ég að bjóða mig fram og starfa með Dögun.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun