Ætla framboðin að rétta hlut öryrkja? Lilja Þorgeirsdóttir skrifar 5. apríl 2013 07:00 Mikil spenna ríkir meðal kjósenda í aðdraganda alþingiskosninga. Fólk vill sjá breytingar á stefnu í stjórnmálum á næsta kjörtímabili. Fjölmörg ný framboð hafa litið dagsins ljós sem ekki sér fyrir endann á. Þessi atburðarás er mjög merkileg þróun í íslenskri stjórnmálasögu en skiljanleg í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Öryrkjar og eldri borgarar hafa orðið fyrir umtalsverði skerðingu á tekjum ásamt réttindaskerðingu síðan kreppan skall á og krefjast svara um hvort framboðin ætli að rétta hlut þeirra ef þau komast í ríkisstjórn. Til að fá svör við því sendi kjarahópur Öryrkjabandalagsins þeim framboðum, sem bjóða fram á landsvísu, spurningar um þau kjaramál sem brenna helst á lífeyrisþegum. Sú spurning sem brennur einna mest á er sú hvort framboðin ætli sér að afturkalla og leiðrétta afturvirkt þá kjara- og réttindaskerðingu lífeyrisþega, sem innleidd var fyrst á árinu 2009 og hefur haldið áfram til dagsins í dag. Þau framboð sem svara því játandi eru spurð hvernig og hvenær það verði að veruleika. Ástæðan fyrir þeirri spurningu er að þann 1. janúar 2009 var 69. grein almannatryggingalaga tekin úr sambandi með fjárlögum þannig að bætur hækkuðu minna en þær hefðu átt að gera. Öryrkjar urðu þannig fyrstir fyrir kjaraskerðingu vegna efnahagshrunsins og hefur hún haldið áfram, nú síðast í janúar 2013, þrátt fyrir að um tímabundnar aðgerðir hafi verið ræða í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu og stjórnvöld hafi lýst því yfir að hagur ríkisins væri að vænkast.Meðaltekjur hafa lækkað Lífeyrisgreiðslur síðustu ára hafa hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun, né hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn allverulegur. Þessi þróun hefur leitt til þess að á síðustu fjórum árum hafa meðaltekjur öryrkja einungis hækkað um 4,7% en launavísitala um 23,5%. Á sama tíma hefur neysluvísitalan hækkað um 20,5% sem hefur, eins og gefur að skilja, leitt til umtalsverðrar kjararýrnunar hjá öryrkjum. Þessu til viðbótar hefur kostnaður í heilbrigðiskerfinu hækkað mikið frá bankahruni sem hefur bitnað sérstaklega harkalega á sjúklingum og fólki með fötlun. Þrátt fyrir þessa staðreynd hafa stjórnvöld ekki leiðrétt kjör lífeyrisþega á meðan launaleiðréttingar hafa átt sér stað afturvirkt, m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir Kjararáð.Skerðing á öðrum sviðum Til viðbótar því sem að ofan greinir voru ýmis réttindi öryrkja og ellilífeyrisþega skert verulega þann 1. júlí 2009 ásamt því að tekjutenging jókst til muna. Sem dæmi hækkaði skerðingarhlutfall tekjutryggingar og lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri almannatrygginga í fyrsta skipti í sögunni. Þá hafa ýmis frítekjumörk og tekjuviðmið verið fryst, sem hefur gert það að verkum að hækkun bóta almannatrygginga hefur ekki skilað sér til allra.Skortur á aðgerðaáætlun Í 28. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirritaði 2007, viðurkenna aðildarríkin rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Þegar efnahagserfiðleikar steðja að hefur eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna, með samningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, lýst því yfir að stjórnvöld þurfi að setja upp áætlun um hvernig lágmarka megi mögulegan skaða og nákvæm markmið um hvenær og hvernig skerðingin skuli ganga til baka. Alþingi fullgilti þann samning árið 1979. Þrátt fyrir það hafa lífeyrisþegar orðið fyrir umtalsverðri skerðingu frá bankahruni sem ekki er séð fyrir endann á. Er það ámælisvert að stjórnvöld hafi ekki sett fram áætlun um hvernig niðurskurður hjá lífeyrisþegum skuli ganga til baka. ÖBÍ heldur opinn fund um kjör öryrkja með framboðum sem bjóða fram á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Fundurinn verður laugardaginn 13. apríl, kl. 14.00-16.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Kjarahópur ÖBÍ bindur vonir við að fá svör frambjóðenda við sínum spurningum. Almenningur hefur einnig haft tækifæri til að senda inn spurningar fyrir fundinn í gegnum heimasíðu ÖBÍ. Þær spurningar sem brenna mest á fólki verða lagðar fyrir frambjóðendur á fundinum. Svör framboða verða birt eftir fundinn á heimasíðu ÖBÍ til þess að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Mikil spenna ríkir meðal kjósenda í aðdraganda alþingiskosninga. Fólk vill sjá breytingar á stefnu í stjórnmálum á næsta kjörtímabili. Fjölmörg ný framboð hafa litið dagsins ljós sem ekki sér fyrir endann á. Þessi atburðarás er mjög merkileg þróun í íslenskri stjórnmálasögu en skiljanleg í ljósi þess sem á undan hefur gengið. Öryrkjar og eldri borgarar hafa orðið fyrir umtalsverði skerðingu á tekjum ásamt réttindaskerðingu síðan kreppan skall á og krefjast svara um hvort framboðin ætli að rétta hlut þeirra ef þau komast í ríkisstjórn. Til að fá svör við því sendi kjarahópur Öryrkjabandalagsins þeim framboðum, sem bjóða fram á landsvísu, spurningar um þau kjaramál sem brenna helst á lífeyrisþegum. Sú spurning sem brennur einna mest á er sú hvort framboðin ætli sér að afturkalla og leiðrétta afturvirkt þá kjara- og réttindaskerðingu lífeyrisþega, sem innleidd var fyrst á árinu 2009 og hefur haldið áfram til dagsins í dag. Þau framboð sem svara því játandi eru spurð hvernig og hvenær það verði að veruleika. Ástæðan fyrir þeirri spurningu er að þann 1. janúar 2009 var 69. grein almannatryggingalaga tekin úr sambandi með fjárlögum þannig að bætur hækkuðu minna en þær hefðu átt að gera. Öryrkjar urðu þannig fyrstir fyrir kjaraskerðingu vegna efnahagshrunsins og hefur hún haldið áfram, nú síðast í janúar 2013, þrátt fyrir að um tímabundnar aðgerðir hafi verið ræða í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu og stjórnvöld hafi lýst því yfir að hagur ríkisins væri að vænkast.Meðaltekjur hafa lækkað Lífeyrisgreiðslur síðustu ára hafa hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun, né hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn allverulegur. Þessi þróun hefur leitt til þess að á síðustu fjórum árum hafa meðaltekjur öryrkja einungis hækkað um 4,7% en launavísitala um 23,5%. Á sama tíma hefur neysluvísitalan hækkað um 20,5% sem hefur, eins og gefur að skilja, leitt til umtalsverðrar kjararýrnunar hjá öryrkjum. Þessu til viðbótar hefur kostnaður í heilbrigðiskerfinu hækkað mikið frá bankahruni sem hefur bitnað sérstaklega harkalega á sjúklingum og fólki með fötlun. Þrátt fyrir þessa staðreynd hafa stjórnvöld ekki leiðrétt kjör lífeyrisþega á meðan launaleiðréttingar hafa átt sér stað afturvirkt, m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir Kjararáð.Skerðing á öðrum sviðum Til viðbótar því sem að ofan greinir voru ýmis réttindi öryrkja og ellilífeyrisþega skert verulega þann 1. júlí 2009 ásamt því að tekjutenging jókst til muna. Sem dæmi hækkaði skerðingarhlutfall tekjutryggingar og lífeyrissjóðsgreiðslur skertu grunnlífeyri almannatrygginga í fyrsta skipti í sögunni. Þá hafa ýmis frítekjumörk og tekjuviðmið verið fryst, sem hefur gert það að verkum að hækkun bóta almannatrygginga hefur ekki skilað sér til allra.Skortur á aðgerðaáætlun Í 28. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirritaði 2007, viðurkenna aðildarríkin rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Þegar efnahagserfiðleikar steðja að hefur eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna, með samningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, lýst því yfir að stjórnvöld þurfi að setja upp áætlun um hvernig lágmarka megi mögulegan skaða og nákvæm markmið um hvenær og hvernig skerðingin skuli ganga til baka. Alþingi fullgilti þann samning árið 1979. Þrátt fyrir það hafa lífeyrisþegar orðið fyrir umtalsverðri skerðingu frá bankahruni sem ekki er séð fyrir endann á. Er það ámælisvert að stjórnvöld hafi ekki sett fram áætlun um hvernig niðurskurður hjá lífeyrisþegum skuli ganga til baka. ÖBÍ heldur opinn fund um kjör öryrkja með framboðum sem bjóða fram á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Fundurinn verður laugardaginn 13. apríl, kl. 14.00-16.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Kjarahópur ÖBÍ bindur vonir við að fá svör frambjóðenda við sínum spurningum. Almenningur hefur einnig haft tækifæri til að senda inn spurningar fyrir fundinn í gegnum heimasíðu ÖBÍ. Þær spurningar sem brenna mest á fólki verða lagðar fyrir frambjóðendur á fundinum. Svör framboða verða birt eftir fundinn á heimasíðu ÖBÍ til þess að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun