Almannahagur í Almenningum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. apríl 2013 00:01 Regluverkið á Íslandi endurspeglar stundum veruleika sem er horfinn eða á hröðu undanhaldi. Gott dæmi er hinn sterki réttur sauðkindarinnar og eigenda hennar. Ennþá er gengið út frá því að hagsmunir sauðfjárræktar séu jafnríkir og þegar hún var einn helzti undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar. Lausaganga búfjár fæst ekki bönnuð, sem veldur annars vegar slysahættu og hins vegar því að þeir sem vilja verja landareignir sínar fyrir ágangi búfjár þurfa að standa sjálfir straum af kostnaði við það. Skógarbændur og aðrir landeigendur sem ekki halda búfé eru látnir taka þátt í kostnaði við haustsmölun á fé sauðfjárbænda og þannig mætti áfram telja. Anga af þessu fyrirbæri má sjá í máli sem Fréttablaðið fjallaði í gær; deilu Landgræðslu og Skógræktar ríkisins við sveitarfélagið og sauðfjárbændur í Rangárþingi eystra um nýtingu afréttarins Almenninga. Svæðið, sem var illa farið af gróðureyðingu, hefur verið friðað fyrir beit í rúmlega tuttugu ár. Uppgræðslustarf hefur meðal annars leitt af sér að birkiskógur hefur breiðzt út. Engu að síður telja hvorki Landgræðslan né Skógræktin að þar megi leyfa beit á ný. Í beitarþolsmati sem Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri vann fyrir skömmu segir að aðeins um þrettán prósent svæðisins geti talizt gróin. Afrétturinn sé alls ekki beitarhæfur og mikilvægt að hann njóti friðunar áfram næstu áratugina, meðal annars til að sá mikli kostnaður og vinna sem farið hefur í uppgræðsluna fari ekki í súginn. Meirihluti svokallaðrar ítölunefndar, sem lögum samkvæmt á að ákveða hvað sé hæfilegt beitarálag, lætur í úrskurði sem felldur var í síðasta mánuði nánast eins og úttekt Landbúnaðarháskólans sé ekki til. Þar komust fulltrúi sýslumanns og Bændasamtakanna alltént að þeirri niðurstöðu að svæðið þyldi talsvert beitarálag. Þeir leggja meira að segja til að „uppgræðslu á afréttinum verði haldið áfram samfara beitinni enda muni afrétturinn bera fleira fé með slíkum aðferðum." Skattgreiðendur niðurgreiði með öðrum orðum gras og birkisprota ofan í sauðfé Eyfellinga! Í þessu máli takast á tvenns konar hagsmunir. Annars vegar bænda, sem vilja viðhalda réttinum til að nytja afrétt á viðkvæmu og lítt grónu landi. Hins vegar eru hagsmunir almennings og náttúrunnar hvað varðar uppgræðslu, útivist og jafnvel heilbrigði, því að gróður á þessu eldfjallasvæði getur hindrað öskufok. Við bætist að verði beit leyfð í Almenningum þarf með ærnum tilkostnaði að reisa girðingar til að hindra að sauðféð komist inn í friðlandið í Þórsmörk, sunnan afréttarins. Undanfarna áratugi hefur beitarálag í landinu minnkað samfara mikilli fækkun sauðfjár og landgæði víða verið endurheimt. Flestum finnst það mikilsverður árangur. Almenningamálið sýnir okkur þó að hann er ekki fastur í hendi. Spyrja má hvort eitthvað komi í veg fyrir að til dæmis samfara velgengni í útflutningi lambakjöts vilji bændur fjölga fé á ný og nýta þá aftur beitilönd sem hafa fengið að vera í friði um skeið, eins og Almenninga. Tryggir núverandi regluverk nógu vel að annarra hagsmuna sé gætt ef sú staða kemur upp? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Regluverkið á Íslandi endurspeglar stundum veruleika sem er horfinn eða á hröðu undanhaldi. Gott dæmi er hinn sterki réttur sauðkindarinnar og eigenda hennar. Ennþá er gengið út frá því að hagsmunir sauðfjárræktar séu jafnríkir og þegar hún var einn helzti undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar. Lausaganga búfjár fæst ekki bönnuð, sem veldur annars vegar slysahættu og hins vegar því að þeir sem vilja verja landareignir sínar fyrir ágangi búfjár þurfa að standa sjálfir straum af kostnaði við það. Skógarbændur og aðrir landeigendur sem ekki halda búfé eru látnir taka þátt í kostnaði við haustsmölun á fé sauðfjárbænda og þannig mætti áfram telja. Anga af þessu fyrirbæri má sjá í máli sem Fréttablaðið fjallaði í gær; deilu Landgræðslu og Skógræktar ríkisins við sveitarfélagið og sauðfjárbændur í Rangárþingi eystra um nýtingu afréttarins Almenninga. Svæðið, sem var illa farið af gróðureyðingu, hefur verið friðað fyrir beit í rúmlega tuttugu ár. Uppgræðslustarf hefur meðal annars leitt af sér að birkiskógur hefur breiðzt út. Engu að síður telja hvorki Landgræðslan né Skógræktin að þar megi leyfa beit á ný. Í beitarþolsmati sem Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri vann fyrir skömmu segir að aðeins um þrettán prósent svæðisins geti talizt gróin. Afrétturinn sé alls ekki beitarhæfur og mikilvægt að hann njóti friðunar áfram næstu áratugina, meðal annars til að sá mikli kostnaður og vinna sem farið hefur í uppgræðsluna fari ekki í súginn. Meirihluti svokallaðrar ítölunefndar, sem lögum samkvæmt á að ákveða hvað sé hæfilegt beitarálag, lætur í úrskurði sem felldur var í síðasta mánuði nánast eins og úttekt Landbúnaðarháskólans sé ekki til. Þar komust fulltrúi sýslumanns og Bændasamtakanna alltént að þeirri niðurstöðu að svæðið þyldi talsvert beitarálag. Þeir leggja meira að segja til að „uppgræðslu á afréttinum verði haldið áfram samfara beitinni enda muni afrétturinn bera fleira fé með slíkum aðferðum." Skattgreiðendur niðurgreiði með öðrum orðum gras og birkisprota ofan í sauðfé Eyfellinga! Í þessu máli takast á tvenns konar hagsmunir. Annars vegar bænda, sem vilja viðhalda réttinum til að nytja afrétt á viðkvæmu og lítt grónu landi. Hins vegar eru hagsmunir almennings og náttúrunnar hvað varðar uppgræðslu, útivist og jafnvel heilbrigði, því að gróður á þessu eldfjallasvæði getur hindrað öskufok. Við bætist að verði beit leyfð í Almenningum þarf með ærnum tilkostnaði að reisa girðingar til að hindra að sauðféð komist inn í friðlandið í Þórsmörk, sunnan afréttarins. Undanfarna áratugi hefur beitarálag í landinu minnkað samfara mikilli fækkun sauðfjár og landgæði víða verið endurheimt. Flestum finnst það mikilsverður árangur. Almenningamálið sýnir okkur þó að hann er ekki fastur í hendi. Spyrja má hvort eitthvað komi í veg fyrir að til dæmis samfara velgengni í útflutningi lambakjöts vilji bændur fjölga fé á ný og nýta þá aftur beitilönd sem hafa fengið að vera í friði um skeið, eins og Almenninga. Tryggir núverandi regluverk nógu vel að annarra hagsmuna sé gætt ef sú staða kemur upp?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun